Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 16:45 Martin Ödegaard var mættur aftur með fyrirliðabandið í leik með Arsenal gegn Chelsea í gær. Nú bíða leikir með norska landsliðinu, treysti fyrirliðinn sér í þá. getty/Marc Atkins Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði fyrirliðanum Martin Ödegaard óspart eftir endurkomu hans úr meiðslum. Ödegaard er nú farinn til móts við norska landsliðshópinn, þrátt fyrir að hafa verið frá keppni í tvo mánuði vegna meiðsla. Ödegaard meiddist síðast þegar hann fór í landsliðsverkefni, í september, og er rétt að komast af stað að nýju. Hann kom inn á sem varamaður í 1-0 tapinu gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og lék svo allar 90 mínúturnar í 1-1 jafnteflinu við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Ótrúlegt“ að sjá Arteta gegn Chelsea Ödegaard lagði upp mark Arsenal í leiknum og frammistaða hans, eftir svo langan tíma í burtu, heillaði Arteta mikið. „Ég veit ekki um annan leikmann sem gæti þetta [spilað 90 mínútur í þessum gæðaflokki] eftir sex vikur í burtu. Hann fékk einn og hálfan dag til að undirbúa sig. Það var ótrúlegt að sjá hvað hann var tengdur við liðið, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Arteta. 🔴⚪️🇳🇴 Arteta on Martin Odegaard: "I don’t know another player that is capable of playing at that level after six weeks out"."How physically and mentally connected he was with the team... it was unbelievable". pic.twitter.com/MM2OCb4VHb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 11, 2024 Arteta var spurður að því eftir leik hvort að Ödegaard myndi nú fara til móts við norska landsliðshópinn, þrátt fyrir að hafa ekki upphaflega verið valinn í hann, en sagðist þá eiga eftir að ræða við Ödegaard. Ekki var að heyra að Arteta væri hrifinn af hugmyndinni, samkvæmt frétt Daily Mirror. „Hann hringdi í mig“ Engu að síður fór það svo að Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, fékk Ödegaard til að bætast í norska hópinn sem spilar við Slóveníu á útivelli á fimmtudaginn, og við Kasakstan á heimavelli þremur dögum síðar, í Þjóðadeildinni. Solbakken segist hafa fengið hringingu frá Arteta í gærkvöld. „Hann hringdi í mig. Við ræddum stöðuna á opinn og heiðarlegan hátt. Hann var ekki með neinar frekari upplýsingar en þær sem komið hafa fram, og það sem Martin hefur sagt við sjúkrateymi bæði Arsenal og okkar,“ sagði Solbakken í dag. Solbakken segir ekki ljóst hvort að Ödegaard spili í leikjunum og að hann búi sig undir báða möguleika. Hann viðurkenndi að það væri ekki vanalegt að knattspyrnustjórar eins og Arteta hefðu samband við landsliðsþjálfara: „Nei, það er það ekki, en við höfum spjallað saman áður. Það hefur svolítið með það að gera að hann er fyrirliðinn og ég hef komið í heimsókn nokkrum sinnum. Ég get ekki hringt í hvern sem er en ég get haft samband þangað, eftir að hafa verið þar,“ sagði Solbakken. Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Ödegaard meiddist síðast þegar hann fór í landsliðsverkefni, í september, og er rétt að komast af stað að nýju. Hann kom inn á sem varamaður í 1-0 tapinu gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og lék svo allar 90 mínúturnar í 1-1 jafnteflinu við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Ótrúlegt“ að sjá Arteta gegn Chelsea Ödegaard lagði upp mark Arsenal í leiknum og frammistaða hans, eftir svo langan tíma í burtu, heillaði Arteta mikið. „Ég veit ekki um annan leikmann sem gæti þetta [spilað 90 mínútur í þessum gæðaflokki] eftir sex vikur í burtu. Hann fékk einn og hálfan dag til að undirbúa sig. Það var ótrúlegt að sjá hvað hann var tengdur við liðið, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Arteta. 🔴⚪️🇳🇴 Arteta on Martin Odegaard: "I don’t know another player that is capable of playing at that level after six weeks out"."How physically and mentally connected he was with the team... it was unbelievable". pic.twitter.com/MM2OCb4VHb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 11, 2024 Arteta var spurður að því eftir leik hvort að Ödegaard myndi nú fara til móts við norska landsliðshópinn, þrátt fyrir að hafa ekki upphaflega verið valinn í hann, en sagðist þá eiga eftir að ræða við Ödegaard. Ekki var að heyra að Arteta væri hrifinn af hugmyndinni, samkvæmt frétt Daily Mirror. „Hann hringdi í mig“ Engu að síður fór það svo að Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, fékk Ödegaard til að bætast í norska hópinn sem spilar við Slóveníu á útivelli á fimmtudaginn, og við Kasakstan á heimavelli þremur dögum síðar, í Þjóðadeildinni. Solbakken segist hafa fengið hringingu frá Arteta í gærkvöld. „Hann hringdi í mig. Við ræddum stöðuna á opinn og heiðarlegan hátt. Hann var ekki með neinar frekari upplýsingar en þær sem komið hafa fram, og það sem Martin hefur sagt við sjúkrateymi bæði Arsenal og okkar,“ sagði Solbakken í dag. Solbakken segir ekki ljóst hvort að Ödegaard spili í leikjunum og að hann búi sig undir báða möguleika. Hann viðurkenndi að það væri ekki vanalegt að knattspyrnustjórar eins og Arteta hefðu samband við landsliðsþjálfara: „Nei, það er það ekki, en við höfum spjallað saman áður. Það hefur svolítið með það að gera að hann er fyrirliðinn og ég hef komið í heimsókn nokkrum sinnum. Ég get ekki hringt í hvern sem er en ég get haft samband þangað, eftir að hafa verið þar,“ sagði Solbakken.
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira