Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 19:46 Guðrún Hafsteinsdóttir telur að fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að skýra afstöðu sína í máli Yazans Tamimi en afskipti hans höfðu þau áhrif að brottför hans og fjölskyldu hans úr landi var stöðvuð. Vísir/Sigurjón Dómsmálaráðherra segir að fyrrverandi félagsmálaráðherra hafi enn ekki svarað hvaða upplýsingar hann hafði sem kröfðust þess að stöðva ætti brottför fjölfatlaðs palestínsks drengs og fjölskyldu úr landi í haust. Hún er ósátt við niðurstöðu málsins. Mál Yazan Tamimi, drengs frá Palestínu með alvarlegan vöðvarýrnunarsjúkdóm vakti mikla athygli í haust eftir að Útlendingastofnun úrskurðaði að vísa ætti honum og fjölskyldu úr landi og úrskurðurinn kom til framkvæmda. Brottförin var stöðvuð eftir að fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinsti grænna hafði samband við ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. Fjölskyldan hefur nú fengið samþykkta alþjóðlega vernd. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í atburðarásina þennan örlagaríkaríka dag þegar ákveðið var að fresta að vísa fjölskyldunni úr landi. Hún segir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi komið efasemdum á framfæri við forsætisráðherra um lögmæti aðgerðanna. Ósátt við niðurstöðuna „Það var komin niðurstaða í máli fjölskyldunnar. Ég sem dómsmálaráðherra hefði ekki átt að stíga inn í málið en ég steig inn í það og það var mér þvert um geð. Ég get ítrekað það hér. Eftir að ég hafði fengið beiðni frá forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um að fresta brottflutningi þessa fatlaða einstaklings, þá eftir að félagsmálaráðherra hafði haft samband við forsætisráðherra og hafði efasemdir um lögmæti aðgerðarinnar sem var í gangi. Ég frestaði brottför þeirra vegna þess að við vorum þarna með einstakling í sérlega viðkvæmri stöðu. Ég kallaði strax saman þá einstaklinga sem höfðu stýrt aðgerðum hjá ríkislögreglustjóra. Fór yfir málið og gat ég ekki séð neina meinbugi á aðgerðum lögreglunnar,“ segir Guðrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson eigi eftir að svara Hún segir að þrátt fyrir að hafa óskað eftir skýringum frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrrverandi félagsmálaráðherra um efasemdir hans um lögmæti aðgerðanna, hafi engin svör borist. Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað. Aðspurð um hvort hún sé sátt við niðurstöðu málsins svarar hún: „Nei ég er ekki sátt við niðurstöðu þessa máls.“ Greiningarmiðstöð hefði komið í veg fyrir veru fjölskyldunnar Guðrún segir að Yazani og fjölskyldu hans hefði ekki verið hleypt inn í landið hefði svokölluð greiningarmiðstöð á landamærum verið komið í gagnið eins og hún leggur áherslu á að komið verði á fót. „Ég hef lagt áherslu á að fá greiningarmiðstöð á landamærum þar sem allir þeir sem hingað koma og sækja um vernd verði stoppaðir á landamærum í einhverja daga meðan við metum hæfi umsóknanna. Í þessu tilfelli hefði þessari fjölskyldu verið snúið til baka innan nokkurra sólahringa hefði slík greiningarmiðstöð verið komin í gagnið,“ segir Guðrún. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Mál Yazan Tamimi, drengs frá Palestínu með alvarlegan vöðvarýrnunarsjúkdóm vakti mikla athygli í haust eftir að Útlendingastofnun úrskurðaði að vísa ætti honum og fjölskyldu úr landi og úrskurðurinn kom til framkvæmda. Brottförin var stöðvuð eftir að fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinsti grænna hafði samband við ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. Fjölskyldan hefur nú fengið samþykkta alþjóðlega vernd. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í atburðarásina þennan örlagaríkaríka dag þegar ákveðið var að fresta að vísa fjölskyldunni úr landi. Hún segir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi komið efasemdum á framfæri við forsætisráðherra um lögmæti aðgerðanna. Ósátt við niðurstöðuna „Það var komin niðurstaða í máli fjölskyldunnar. Ég sem dómsmálaráðherra hefði ekki átt að stíga inn í málið en ég steig inn í það og það var mér þvert um geð. Ég get ítrekað það hér. Eftir að ég hafði fengið beiðni frá forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um að fresta brottflutningi þessa fatlaða einstaklings, þá eftir að félagsmálaráðherra hafði haft samband við forsætisráðherra og hafði efasemdir um lögmæti aðgerðarinnar sem var í gangi. Ég frestaði brottför þeirra vegna þess að við vorum þarna með einstakling í sérlega viðkvæmri stöðu. Ég kallaði strax saman þá einstaklinga sem höfðu stýrt aðgerðum hjá ríkislögreglustjóra. Fór yfir málið og gat ég ekki séð neina meinbugi á aðgerðum lögreglunnar,“ segir Guðrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson eigi eftir að svara Hún segir að þrátt fyrir að hafa óskað eftir skýringum frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrrverandi félagsmálaráðherra um efasemdir hans um lögmæti aðgerðanna, hafi engin svör borist. Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað. Aðspurð um hvort hún sé sátt við niðurstöðu málsins svarar hún: „Nei ég er ekki sátt við niðurstöðu þessa máls.“ Greiningarmiðstöð hefði komið í veg fyrir veru fjölskyldunnar Guðrún segir að Yazani og fjölskyldu hans hefði ekki verið hleypt inn í landið hefði svokölluð greiningarmiðstöð á landamærum verið komið í gagnið eins og hún leggur áherslu á að komið verði á fót. „Ég hef lagt áherslu á að fá greiningarmiðstöð á landamærum þar sem allir þeir sem hingað koma og sækja um vernd verði stoppaðir á landamærum í einhverja daga meðan við metum hæfi umsóknanna. Í þessu tilfelli hefði þessari fjölskyldu verið snúið til baka innan nokkurra sólahringa hefði slík greiningarmiðstöð verið komin í gagnið,“ segir Guðrún. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir?
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira