Forsaga málsins er að myndband sem virðist sýna David Coote, dómara í ensku úrvalsdeildinni, tala með afar niðrandi hætti um Liverpool og þáverandi stjóra liðsins, Jürgen Klopp. Umrætt myndband er í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Enska dómarasambandið hefur sett Coote í ótímabundið bann á meðan það rannsakar málið.
David coote ladies and gentlemen pic.twitter.com/WDHc36a7Mn
— Josh (@Josh97LFC) November 11, 2024
Danny Murphy tjáir sig um málið í enska útvarpsþættinum Talk Sport og er nokkuð harðorður þar.
„Hann fær þunga refsingu og mun ekki dæma aftur. Hann er búinn, og það er engin leið fyrir þá að komast hjá því að reka hann. Hann má ekki dæma aftur,“ segir Murphy í þættinum en hann lék lengi vel fyrir Liverpool eða á árunum 1997-2004.