Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Jón Þór Stefánsson skrifar 12. nóvember 2024 20:30 Njáll Trausti er formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, en Þorgerður Katrín var varaformaður þegar þau lentu í símatruflununum í Slóvakíu árið 2019. Vísir/Heiðar Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, segir sig og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, hafa lent í undarlegum símatruflunum þegar þau voru á fundi NATO-þingsins í Bratislava í Slóvakíu. „Ég hef lent í ákveðnum hlutum bara með símann minn, í tengslum við NATO-þingið. Ég get sagt þetta, en það er svo erfitt að tala um svona, það halda allir að maður sé svo paranojaður,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann að ræða um hlerun sem beindist að Gunnari Bergmanni Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Fjölmiðlum voru boðnar upptökur af samtali Gunnars og tálbeitu. Boðið kom í nafni ísraelska njósnafyrirtækisins Black Cube. Njáll sagði að um þjóðaröryggismál væri að ræða og sagðist velta fyrir sér hvort hlerun sem þessi hefði áður verið gerð hér á landi. Í kjölfarið rifjaði hann upp þessar símatruflanir sem hann og Þorgerður urðu vör við þegar þau voru á NATO-þinginu í Bratislava í Slóvakíu fyrir fimm árum síðan. Síminn spilaði upptöku af símtalinu Njáll lýsir því að þegar þau hafi verið búin að tala í símann í tvær mínútur hafi upptaka af símtalinu byrjað að spilast í símanum. „Það fer að spilast upp „loopan“ eftir tveggja mínútna símtal. Þá byrjar það bara frá byrjun þegar við héldum að við værum að hlusta á símana. Það var mjög einkennilegt að láta „loopuna“ ganga fjórum sinnum, alltaf byrjaði hún á sama stað í upphafi símtals og slitnaði eftir tvær mínútur og þá byrjaði aftur loopan. Þessu vorum við að lenda í ítrekað á þessu ákveðna hóteli á vorþingi NATO-þingsins.“ Að sögn Njáls fengu þau ekki nægjanlega góðar skýringar á þessu. Í samtali við fréttastofu segir hann að þeim hafi verið sagt að ástæðuna mæti rekja til bilaðs farsímasendis. „Maður fékk fannst mér aldrei neitt sérstaklega góðar skýringar um þetta, og maður sem Íslendingur hafði ekki hugmynd um hvert maður ætti að fara þegar maður lendir í svona atviki,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis. Njáll Trausti segist ekki vita hvort fleiri hafi lent í þessu, en hann og Þorgerður Katrín hafi ítrekað orðið vör við þetta. Hann segir því ljóst að störfum stjórnmálamanna í dag sé mjög mikilvægt að þeir fari varlega með símana sína. Hefur lent í fleiri undarlegum atvikum Njáll lýsti jafnframt fleiri undarlegum atvikum tengdum símanum sínum. Árið 2022 hafi síminn hans virkað illa þegar hann var í Evrópu að ferðast í tengslum við NATO-þingið. Það hafi byrjað í sömu viku og Rússar réðust í Úkraínu í febrúar árið 2022. Grunar þig að einhver hafi verið að hakka sig inn í símann? „Þetta leit mjög furðulega út. Það er erfitt í sjálfu sér að tala opinberlega um þessa hluti vegna þess að við búum í landi þar sem við trúum þessu ekki sjálf. Maður á mjög erfitt með að trúa svona í truflunum í símtækjunum hjá manni. En þetta var mjög sérstakt í Bratislava fyrir fimm árum og aftur mjög sérstakt í störfum mínum fyrir NATO-þingið 2022.“ NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
„Ég hef lent í ákveðnum hlutum bara með símann minn, í tengslum við NATO-þingið. Ég get sagt þetta, en það er svo erfitt að tala um svona, það halda allir að maður sé svo paranojaður,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann að ræða um hlerun sem beindist að Gunnari Bergmanni Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Fjölmiðlum voru boðnar upptökur af samtali Gunnars og tálbeitu. Boðið kom í nafni ísraelska njósnafyrirtækisins Black Cube. Njáll sagði að um þjóðaröryggismál væri að ræða og sagðist velta fyrir sér hvort hlerun sem þessi hefði áður verið gerð hér á landi. Í kjölfarið rifjaði hann upp þessar símatruflanir sem hann og Þorgerður urðu vör við þegar þau voru á NATO-þinginu í Bratislava í Slóvakíu fyrir fimm árum síðan. Síminn spilaði upptöku af símtalinu Njáll lýsir því að þegar þau hafi verið búin að tala í símann í tvær mínútur hafi upptaka af símtalinu byrjað að spilast í símanum. „Það fer að spilast upp „loopan“ eftir tveggja mínútna símtal. Þá byrjar það bara frá byrjun þegar við héldum að við værum að hlusta á símana. Það var mjög einkennilegt að láta „loopuna“ ganga fjórum sinnum, alltaf byrjaði hún á sama stað í upphafi símtals og slitnaði eftir tvær mínútur og þá byrjaði aftur loopan. Þessu vorum við að lenda í ítrekað á þessu ákveðna hóteli á vorþingi NATO-þingsins.“ Að sögn Njáls fengu þau ekki nægjanlega góðar skýringar á þessu. Í samtali við fréttastofu segir hann að þeim hafi verið sagt að ástæðuna mæti rekja til bilaðs farsímasendis. „Maður fékk fannst mér aldrei neitt sérstaklega góðar skýringar um þetta, og maður sem Íslendingur hafði ekki hugmynd um hvert maður ætti að fara þegar maður lendir í svona atviki,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis. Njáll Trausti segist ekki vita hvort fleiri hafi lent í þessu, en hann og Þorgerður Katrín hafi ítrekað orðið vör við þetta. Hann segir því ljóst að störfum stjórnmálamanna í dag sé mjög mikilvægt að þeir fari varlega með símana sína. Hefur lent í fleiri undarlegum atvikum Njáll lýsti jafnframt fleiri undarlegum atvikum tengdum símanum sínum. Árið 2022 hafi síminn hans virkað illa þegar hann var í Evrópu að ferðast í tengslum við NATO-þingið. Það hafi byrjað í sömu viku og Rússar réðust í Úkraínu í febrúar árið 2022. Grunar þig að einhver hafi verið að hakka sig inn í símann? „Þetta leit mjög furðulega út. Það er erfitt í sjálfu sér að tala opinberlega um þessa hluti vegna þess að við búum í landi þar sem við trúum þessu ekki sjálf. Maður á mjög erfitt með að trúa svona í truflunum í símtækjunum hjá manni. En þetta var mjög sérstakt í Bratislava fyrir fimm árum og aftur mjög sérstakt í störfum mínum fyrir NATO-þingið 2022.“
NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira