Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2024 11:43 Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, þurfti að fjarlægja blys af gervigrasinu í Víkinni eftir að því var kastað inn á völlinn þegar Breiðablik komst í 3-0. Stöð 2 Sport Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað bæði Víking R. og Breiðablik vegna hegðunar stuðningsmanna í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta, sem fram fór í Víkinni 27. október. Sekt heimaliðsins er þrefalt hærri en sekt útiliðsins. Víkingar fengu 150.000 króna sekt og er það sérstaklega vegna notkunar stuðningsmanna á blysum. Á einum tímapunkti í leiknum, þegar Blikar skoruðu sitt þriðja mark í 3-0 sigrinum sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn, var blysi kastað inn á gervigrasið í Víkinni. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen brást við því og kastaði blysinu af vellinum. Breiðablik fékk sömuleiðis sekt vegna blysnotkunar áhorfenda, eða 50.000 krónur. Víkingar þurft að greiða alls 275 þúsund vegna áhorfenda Í úrskurði aganefndar segir að sekt Víkings sé hærri en ella vegna fyrri mála. Félagið hafði áður fengið 50.000 króna sekt vegna áhorfenda í leik gegn Breiðabliki 30. maí, og 75.000 króna sekt vegna þess að áhorfendur notuðu blys á leiknum dramatíska við ÍA á Akranesi í næstsíðustu umferð deildarinnar. Alls hafa Víkingar því þurft að greiða 275.000 krónur vegna hegðunar áhorfenda á nýafstaðinni leiktíð. Breiðablik hlaut hins vegar enga refsingu vegna „brettamálsins“ svokallaða, en stuðningsmaður Breiðabliks málaði bretti, sem sett höfðu verið upp til að fleiri áhorfendur kæmust á leikinn, í grænum lit Breiðabliks nóttina fyrir leik. Haraldur Haraldsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Víkings, sagði í samtali við Vísi í lok síðasta mánaðar að tjónið vegna brettanna væri minna en óttast hefði verið í fyrstu, en að málning hefði einnig farið á stóra auglýsingaseglborða sem hver um sig kosti 70-80 þúsund krónur í framleiðslu. „Þetta var tilkynnt til lögreglu og mér finnst mikilvægt að menn komist ekki upp með þetta. Það verða að vera einhver viðurlög, annars endar þetta bara í einhverri vitleysu,“ sagði Haraldur við Vísi. Nú er hins vegar ljóst að aganefnd KSÍ mun engum refsa vegna þessa máls. Það var enda ólíklegt þar sem þau voru unnin langt utan þess tímaramma sem alla jafna er miðað við varðandi mögulegar refsingar félaga vegna óláta stuðningsmanna á leikjum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Víkingar fengu 150.000 króna sekt og er það sérstaklega vegna notkunar stuðningsmanna á blysum. Á einum tímapunkti í leiknum, þegar Blikar skoruðu sitt þriðja mark í 3-0 sigrinum sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn, var blysi kastað inn á gervigrasið í Víkinni. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen brást við því og kastaði blysinu af vellinum. Breiðablik fékk sömuleiðis sekt vegna blysnotkunar áhorfenda, eða 50.000 krónur. Víkingar þurft að greiða alls 275 þúsund vegna áhorfenda Í úrskurði aganefndar segir að sekt Víkings sé hærri en ella vegna fyrri mála. Félagið hafði áður fengið 50.000 króna sekt vegna áhorfenda í leik gegn Breiðabliki 30. maí, og 75.000 króna sekt vegna þess að áhorfendur notuðu blys á leiknum dramatíska við ÍA á Akranesi í næstsíðustu umferð deildarinnar. Alls hafa Víkingar því þurft að greiða 275.000 krónur vegna hegðunar áhorfenda á nýafstaðinni leiktíð. Breiðablik hlaut hins vegar enga refsingu vegna „brettamálsins“ svokallaða, en stuðningsmaður Breiðabliks málaði bretti, sem sett höfðu verið upp til að fleiri áhorfendur kæmust á leikinn, í grænum lit Breiðabliks nóttina fyrir leik. Haraldur Haraldsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Víkings, sagði í samtali við Vísi í lok síðasta mánaðar að tjónið vegna brettanna væri minna en óttast hefði verið í fyrstu, en að málning hefði einnig farið á stóra auglýsingaseglborða sem hver um sig kosti 70-80 þúsund krónur í framleiðslu. „Þetta var tilkynnt til lögreglu og mér finnst mikilvægt að menn komist ekki upp með þetta. Það verða að vera einhver viðurlög, annars endar þetta bara í einhverri vitleysu,“ sagði Haraldur við Vísi. Nú er hins vegar ljóst að aganefnd KSÍ mun engum refsa vegna þessa máls. Það var enda ólíklegt þar sem þau voru unnin langt utan þess tímaramma sem alla jafna er miðað við varðandi mögulegar refsingar félaga vegna óláta stuðningsmanna á leikjum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira