Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2024 14:03 Heitar umræður sköpuðust um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu í Pallborðinu í gær. Vísir/Vilhelm Hart var tekist á í Pallborðinu í gær um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, sem Gunnar Smári Egilsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna, sögðust harðlega á móti. „Ég kannast ekki við að við höfum einhvern tímann talað um einhverja einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurður um afstöðu Viðreisnar. „Við höfum hins vegar talað um það að það sé alveg sjálfsagt og eðlilegt að ríkið geti flýtt fyrir því að fólk fái þjónustu með því að gera samninga sem ríkið greiðir þá fyrir. Það er allt annað en einkavæðing.“ Sigmar Guðmundsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir voru sammála um að rétt væri að gera samninga við einkaaðila til að auka þjónustu í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm Í Pallborðinu var meðal annars rætt um biðlista og erfitt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og Sigmar sagði forgangsatriði að tryggja fólki þjónustu en það mætti meðal annars gera með samningum við félagasamtök eða lækna. „Það er ekki trúarbragðaatriði af okkar hálfu að það sé einkarekstur, það er ekki heldur trúarbragðaatriði af okkar hálfu að það sé ríkisrekstur. Það er hins vegar trúarbragðaatriði af okkar hálfu að fólk fái þjónustu.“ Ótækt að ríkið sé að standa straum af arðgreiðslum einkaaðila Rósa sagði að í svörum Sigmars og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpnarráðherra, kristallaðist nálægð flokkanna við hvorn annan þegar kæmi að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. „Sigmar talar um það að hið opinbera þurfi að halda áfram að gera samninga við einkaaðila til þess að vinna á biðlistum. Gott og vel, það hefur verið gert núna og eins og ég sagði áðan, við höfum haft miklar áhyggjur af því hversu keyrt hefur verið áfram af stað með samninga við einkaaðila inni í heilbriðiskerfinu,“ sagði Rósa. Orðaskiptin hefjast á 47. mínútu: „Ríkið á ekki bara að borga fyrir samninga við einkaaðila heldur líka sjá á eftir arðgreiðslum út úr heilbrigðiskerfinu til einkaaðila, sem eru að sinna einhverjum aðgerðum og snúast um okkar heilbrigði. Ég skil ekki alveg þennan málflutning en það er gott að hafa þetta á hreinu.“ Rósa sagði ekki hægt að leggja að jöfnu sjálfseignastofnanir á borð við SÁÁ og einkaaðila sem greiddu sér út arð „á kostnað heilbrigðisþjónustu fyrir okkur öll“. Vinstri græn vildu heldur styrkja opinbera heilbrigðiskerfið í þágu allra, óháð stétt, stöðu og fjárhag. Grafið undan heilbrigðiskerfinu Menn voru ekki sammála um hvort blandað kerfi hefði gefist vel á hinum Norðurlöndunum. Gunnar Smári sagði að markvisst hefði verið grafið undan heilbrigðiskerfinu hérlendis, með þeim afleiðingum að biðlistar hefðu myndast. „Og þá mæta hægri flokkarnir og segja; „Heyrðu, við erum með lausnina. Viljiði ekki bara fá einkaavæðingu? Þessi er til í að skipta um mjaðmir...“ Ég er með svona ríkismjöðm, frá sjúkrahúsinu á Akranesi. Fín mjöðm. Ríkið hefur margsinnis sannað að það getur skipt um mjaðmir í fólki. Af hverju má það ekki bara halda því áfram?“ Gunnar Smári sagði fólk fyrst og fremst vilja búa að öruggu heilbrigðiskerfi. Að kerfið hefði verið holað að innan til að greiða fyrir einkaaðilum og arðgreiðslum þeirra væri óheillaþróun. Þá var hann ekki sammála Sigmari um að hið svokallaða blandaða kerfi hefði gefist vel í Svíþjóð. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Gunnar Smári Egilsson sögðust alfarið á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm „Það eru mörg dæmi um að þetta hafi haft mjög slæmar afleiðingar og enn verri í skólakerfinu, þar sem skólakerfið í Svíþjóð er komið í stórkostlegan vanda útaf svona einkavæðingu og hugmyndum um að senda bara ávísun heim til foreldra til þess að kaupa menntun. Þetta er ein helsta ástæðan fyrir sundrung í sænsku samfélagi. Því þarna verður bil á milli stétta, því þeir sem standa veikara fyrir fá laka menntun og eiga minni aðkomu inn í samfélagið en þeir sem standa betur og eiga efnaða foreldra, eru kannski með menntunarbakgrunn, þeir eiga auðveldari leið inn í samfélagið.“ Sakaði vinstri flokkana um „gamaldags hugsunarhátt“ Gunnar Smári sagði þetta stórhættulega leið og að menn þyrftu að standa vörð um kerfin. Hann og Sigmar tókust á um það hvort verið væri að tala niður starfsmenn í heilbrigðiskerfinu. Spurð að því hvort að það mætti ekki gera bæði; hleypa einkaaðilum að borðinu en setja þak á arðgreiðslur játtu bæði Sigmar og Áslaug Arna því. „Það hefur verið gert og hérna kristallast bara munurinn kannski á hægri og vinstri að einhverju leyti; sumir telja að það sé best að taka sem mesta skatta af fólki og útdeila þeim fjármunum... að ríkið reki allt. Við mælum hér gegn einkarekstri í skólakerfinu og einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, á meðan við teljum að með því séum við að halda aftur af frumkvæði fólks, hvort sem það er í menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu, nýsköpun eða öðru,“ sagði Áslaug Arna undir frammíköllum Gunnars Smára og Sigmars. Gunnar Smári og Rósa Björk sökuðu Sigmar um útúrsnúning þegar hann sakaði þau um „gamaldags hugsun“ en Áslaug Arna sagði menn sammála um markmiðin á meðan þá greindi á um aðferðir. „Útgangspunkturinn er auðvitað að við viljum öll tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð efnahag, en okkur greinir á um hverjir geta rekið þá þjónustu.“ Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
„Ég kannast ekki við að við höfum einhvern tímann talað um einhverja einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurður um afstöðu Viðreisnar. „Við höfum hins vegar talað um það að það sé alveg sjálfsagt og eðlilegt að ríkið geti flýtt fyrir því að fólk fái þjónustu með því að gera samninga sem ríkið greiðir þá fyrir. Það er allt annað en einkavæðing.“ Sigmar Guðmundsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir voru sammála um að rétt væri að gera samninga við einkaaðila til að auka þjónustu í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm Í Pallborðinu var meðal annars rætt um biðlista og erfitt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og Sigmar sagði forgangsatriði að tryggja fólki þjónustu en það mætti meðal annars gera með samningum við félagasamtök eða lækna. „Það er ekki trúarbragðaatriði af okkar hálfu að það sé einkarekstur, það er ekki heldur trúarbragðaatriði af okkar hálfu að það sé ríkisrekstur. Það er hins vegar trúarbragðaatriði af okkar hálfu að fólk fái þjónustu.“ Ótækt að ríkið sé að standa straum af arðgreiðslum einkaaðila Rósa sagði að í svörum Sigmars og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpnarráðherra, kristallaðist nálægð flokkanna við hvorn annan þegar kæmi að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. „Sigmar talar um það að hið opinbera þurfi að halda áfram að gera samninga við einkaaðila til þess að vinna á biðlistum. Gott og vel, það hefur verið gert núna og eins og ég sagði áðan, við höfum haft miklar áhyggjur af því hversu keyrt hefur verið áfram af stað með samninga við einkaaðila inni í heilbriðiskerfinu,“ sagði Rósa. Orðaskiptin hefjast á 47. mínútu: „Ríkið á ekki bara að borga fyrir samninga við einkaaðila heldur líka sjá á eftir arðgreiðslum út úr heilbrigðiskerfinu til einkaaðila, sem eru að sinna einhverjum aðgerðum og snúast um okkar heilbrigði. Ég skil ekki alveg þennan málflutning en það er gott að hafa þetta á hreinu.“ Rósa sagði ekki hægt að leggja að jöfnu sjálfseignastofnanir á borð við SÁÁ og einkaaðila sem greiddu sér út arð „á kostnað heilbrigðisþjónustu fyrir okkur öll“. Vinstri græn vildu heldur styrkja opinbera heilbrigðiskerfið í þágu allra, óháð stétt, stöðu og fjárhag. Grafið undan heilbrigðiskerfinu Menn voru ekki sammála um hvort blandað kerfi hefði gefist vel á hinum Norðurlöndunum. Gunnar Smári sagði að markvisst hefði verið grafið undan heilbrigðiskerfinu hérlendis, með þeim afleiðingum að biðlistar hefðu myndast. „Og þá mæta hægri flokkarnir og segja; „Heyrðu, við erum með lausnina. Viljiði ekki bara fá einkaavæðingu? Þessi er til í að skipta um mjaðmir...“ Ég er með svona ríkismjöðm, frá sjúkrahúsinu á Akranesi. Fín mjöðm. Ríkið hefur margsinnis sannað að það getur skipt um mjaðmir í fólki. Af hverju má það ekki bara halda því áfram?“ Gunnar Smári sagði fólk fyrst og fremst vilja búa að öruggu heilbrigðiskerfi. Að kerfið hefði verið holað að innan til að greiða fyrir einkaaðilum og arðgreiðslum þeirra væri óheillaþróun. Þá var hann ekki sammála Sigmari um að hið svokallaða blandaða kerfi hefði gefist vel í Svíþjóð. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Gunnar Smári Egilsson sögðust alfarið á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm „Það eru mörg dæmi um að þetta hafi haft mjög slæmar afleiðingar og enn verri í skólakerfinu, þar sem skólakerfið í Svíþjóð er komið í stórkostlegan vanda útaf svona einkavæðingu og hugmyndum um að senda bara ávísun heim til foreldra til þess að kaupa menntun. Þetta er ein helsta ástæðan fyrir sundrung í sænsku samfélagi. Því þarna verður bil á milli stétta, því þeir sem standa veikara fyrir fá laka menntun og eiga minni aðkomu inn í samfélagið en þeir sem standa betur og eiga efnaða foreldra, eru kannski með menntunarbakgrunn, þeir eiga auðveldari leið inn í samfélagið.“ Sakaði vinstri flokkana um „gamaldags hugsunarhátt“ Gunnar Smári sagði þetta stórhættulega leið og að menn þyrftu að standa vörð um kerfin. Hann og Sigmar tókust á um það hvort verið væri að tala niður starfsmenn í heilbrigðiskerfinu. Spurð að því hvort að það mætti ekki gera bæði; hleypa einkaaðilum að borðinu en setja þak á arðgreiðslur játtu bæði Sigmar og Áslaug Arna því. „Það hefur verið gert og hérna kristallast bara munurinn kannski á hægri og vinstri að einhverju leyti; sumir telja að það sé best að taka sem mesta skatta af fólki og útdeila þeim fjármunum... að ríkið reki allt. Við mælum hér gegn einkarekstri í skólakerfinu og einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, á meðan við teljum að með því séum við að halda aftur af frumkvæði fólks, hvort sem það er í menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu, nýsköpun eða öðru,“ sagði Áslaug Arna undir frammíköllum Gunnars Smára og Sigmars. Gunnar Smári og Rósa Björk sökuðu Sigmar um útúrsnúning þegar hann sakaði þau um „gamaldags hugsun“ en Áslaug Arna sagði menn sammála um markmiðin á meðan þá greindi á um aðferðir. „Útgangspunkturinn er auðvitað að við viljum öll tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð efnahag, en okkur greinir á um hverjir geta rekið þá þjónustu.“
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira