Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2024 13:09 Rúrik og Arnór eru jafnaldrar og háðu marga baráttuna með HK og ÍA á yngri árum. Þau voru bestu lið landsins í þeirra árgangi. Vísir/Samsett Töluverður rígur var milli jafnaldra Arnórs Smárasonar og Rúriks Gíslasonar á yngri árum. Vítaklúður Arnórs veitti Rúrik og félögum sigurinn á Shell-mótinu í Eyjum á sínum tíma. „Ég klúðraði víti í úrslitaleiknum. Hann fór 1-1, við vorum að spila við HK – Rúrik Gíslason og félaga – þeir voru ófáir leikirnir sem við áttumst við á yngri árum. En það fór 1-1 og af því að þeir skoruðu á undan þá unnu þeir þetta,“ segir Arnóri í samtali við Stöð 2 í viðtali þar sem hann gerði upp ferilinn. „Ég kyssti boltann og dúndraði honum svo í heimaklett,“ segir Arnór og bætir við: „Það tók svona átta til níu ár að átta sig á þessu,“ segir Arnór léttur en hann gat þó huggað sér við það að hann var valinn besti leikmaður mótsins. Arnór var verðlaunaður sem besti leikmaður mótsins.Skjáskot/Tímarit.is/Morgunblaðið Rígur var milli þeirra á þessum tíma en þeir urðu síðar miklir mátar. „Það var mikill rígur á milli þessara liða og alveg mikill rígur á milli okkar líka. Rúrik var þessi pretty boy og Appelsín strákurinn. Það var mikil athygli á honum á þessum tíma enda geggjaður í fótbolta.“ Rígurinn var hins vegar lagður til hliðar þegar þeir kynntust betur í landsliðsverkefnum örfáum árum síðar. Rúrik var þá með í för þegar Arnór reyndi fyrir sér hjá Heerenveen í Hollandi. Arnór samdi við Heerenveen í kjölfarið en Rúrik fór hins vegar til Charlton á Englandi. „Um leið og við kynntumst á Laugarvatni og vorum saman í yngri landsliðunum og förum svo saman til Heerenveen á reynslu með foreldrum okkar seinna meir. Við urðum mjög góðir vinir í framhaldinu en það var tekist á til að byrja með,“ segir Arnór. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Þá má hlusta á það á öllum helstu hlaðvarpsveitum í Besta sætinu. Besta deild karla HK ÍA Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Ferill fótboltamannsins Arnórs Smárasonar dró hann víða um heim og það gekk á ýmsu. Atvik frá leik í Svíþjóð 10 árum síðan situr enn í honum. 12. nóvember 2024 10:31 Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. 9. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Fleiri fréttir Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Sjá meira
„Ég klúðraði víti í úrslitaleiknum. Hann fór 1-1, við vorum að spila við HK – Rúrik Gíslason og félaga – þeir voru ófáir leikirnir sem við áttumst við á yngri árum. En það fór 1-1 og af því að þeir skoruðu á undan þá unnu þeir þetta,“ segir Arnóri í samtali við Stöð 2 í viðtali þar sem hann gerði upp ferilinn. „Ég kyssti boltann og dúndraði honum svo í heimaklett,“ segir Arnór og bætir við: „Það tók svona átta til níu ár að átta sig á þessu,“ segir Arnór léttur en hann gat þó huggað sér við það að hann var valinn besti leikmaður mótsins. Arnór var verðlaunaður sem besti leikmaður mótsins.Skjáskot/Tímarit.is/Morgunblaðið Rígur var milli þeirra á þessum tíma en þeir urðu síðar miklir mátar. „Það var mikill rígur á milli þessara liða og alveg mikill rígur á milli okkar líka. Rúrik var þessi pretty boy og Appelsín strákurinn. Það var mikil athygli á honum á þessum tíma enda geggjaður í fótbolta.“ Rígurinn var hins vegar lagður til hliðar þegar þeir kynntust betur í landsliðsverkefnum örfáum árum síðar. Rúrik var þá með í för þegar Arnór reyndi fyrir sér hjá Heerenveen í Hollandi. Arnór samdi við Heerenveen í kjölfarið en Rúrik fór hins vegar til Charlton á Englandi. „Um leið og við kynntumst á Laugarvatni og vorum saman í yngri landsliðunum og förum svo saman til Heerenveen á reynslu með foreldrum okkar seinna meir. Við urðum mjög góðir vinir í framhaldinu en það var tekist á til að byrja með,“ segir Arnór. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Þá má hlusta á það á öllum helstu hlaðvarpsveitum í Besta sætinu.
Besta deild karla HK ÍA Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Ferill fótboltamannsins Arnórs Smárasonar dró hann víða um heim og það gekk á ýmsu. Atvik frá leik í Svíþjóð 10 árum síðan situr enn í honum. 12. nóvember 2024 10:31 Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. 9. nóvember 2024 07:01 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Fleiri fréttir Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Sjá meira
„Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Ferill fótboltamannsins Arnórs Smárasonar dró hann víða um heim og það gekk á ýmsu. Atvik frá leik í Svíþjóð 10 árum síðan situr enn í honum. 12. nóvember 2024 10:31
Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. 9. nóvember 2024 07:01