„Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Aron Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2025 12:03 Guðmundur Hreiðarsson og Heimir Hallgrímsson mynda gott teymi og hafa komið víða við saman á sínum ferli. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir mikilvægt að umkringja sig góðu fólki sem eru ekki bara til staðar þegar vel gengur, heldur líka þegar að illa gengur. Slíkan mikilvægan vin á hann í Guðmundi Hreiðarssyni, markmannsþjálfara. Írar eru á leið í umspil um sæti fyrir HM næsta ár og mæta Tékklandi á útivelli í undanúrslitum eftir að hafa tryggt sér sæti í umspilinu á ævintýralegan hátt með sigrum á Portúgal og Ungverjalandi. Komist þeir í gegnum Tékkland bíður úrslitaleikur á heimavelli gegn annað hvort Danmörku eða Norður Makedóníu. Eftir að Írar höfðu tryggt sér sæti í umspilinu birti írska knattspyrnusambandið brot úr liðsræðu Heimis eftir sigurinn á Ungverjum þar sem að hann hvatti leikmenn sína til þess að umkringja sig fólki sem gefur þeim orku, bæði á góðum og slæmum tímum, í stað þeirra sem setja hafa aðeins samband þegar velgengni gerir vart um sig. „Það er smá sálfræði í þessu,“ segir Heimir aðspurður í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar. „Það er sagt að þú sér meðaltal þeirra fimm manneskja sem þú umgengst mest. Það er því eins gott að umkringja sig góðu fólki og það er til dæmis það sem hefur hjálpað mér í lífinu, hvað ég hef haft gott fólk í kringum mig sem styður mig og rífur mig upp þegar að illa gengur. Þar finnur þú vini þína, ekki í velgengninni, þú finnur vini þína þegar að illa gengur og hart er í ári í lífinu. Það er þá sem þú finnur hverjir eru þínir stuðningsmenn, þínir alvöru vinir. „Einn af þeim sem gerir mig betri“ Heimir er vel meðvitaður um hjálpina sem felst í því að umkringja sig stuðningsaðilum, góðum vinum, og einn slíkan á hann í markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni en undanfarin fimmtán ár hafa þeir starfað saman í mörgum mismunandi verkefnum. Klippa: „Minn sálfræðingur og besti vinur“ „Hann er einn af þeim sem að gerir mig betri. Kann að segja mér að hætta þessu væli og ég fæ að gráta í kjöltuna á honum. Hann er minn sálfræðingur og besti vinur. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að umkringja mig góðu fólki. Þú verður alltaf að hafa einhvern sem þú getur talað við og treyst fyrir hlutum sem þjálfari. Því þú veist aldrei, sérstaklega þegar að þú kemur inn í nýtt umhverfi eins og við erum búnir að vera gera og veist ekki hverjum þú getur treyst. Gummi hefur verið minn besti vinur síðustu ár í þessu, þekkir mig bara og veit hvenær á að ýta á þennan takka og hinn hjá mér. Svo er hann bara magnaður fagmaður í sínu starfi. Allir þeir markmenn sem vinna með honum, núna er hann að vinna með heimsklassa markmönnum, eru að springa úr ánægju með hann. Sem fagmaður frábær en sem vinur enn þá betri.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Írar eru á leið í umspil um sæti fyrir HM næsta ár og mæta Tékklandi á útivelli í undanúrslitum eftir að hafa tryggt sér sæti í umspilinu á ævintýralegan hátt með sigrum á Portúgal og Ungverjalandi. Komist þeir í gegnum Tékkland bíður úrslitaleikur á heimavelli gegn annað hvort Danmörku eða Norður Makedóníu. Eftir að Írar höfðu tryggt sér sæti í umspilinu birti írska knattspyrnusambandið brot úr liðsræðu Heimis eftir sigurinn á Ungverjum þar sem að hann hvatti leikmenn sína til þess að umkringja sig fólki sem gefur þeim orku, bæði á góðum og slæmum tímum, í stað þeirra sem setja hafa aðeins samband þegar velgengni gerir vart um sig. „Það er smá sálfræði í þessu,“ segir Heimir aðspurður í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar. „Það er sagt að þú sér meðaltal þeirra fimm manneskja sem þú umgengst mest. Það er því eins gott að umkringja sig góðu fólki og það er til dæmis það sem hefur hjálpað mér í lífinu, hvað ég hef haft gott fólk í kringum mig sem styður mig og rífur mig upp þegar að illa gengur. Þar finnur þú vini þína, ekki í velgengninni, þú finnur vini þína þegar að illa gengur og hart er í ári í lífinu. Það er þá sem þú finnur hverjir eru þínir stuðningsmenn, þínir alvöru vinir. „Einn af þeim sem gerir mig betri“ Heimir er vel meðvitaður um hjálpina sem felst í því að umkringja sig stuðningsaðilum, góðum vinum, og einn slíkan á hann í markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni en undanfarin fimmtán ár hafa þeir starfað saman í mörgum mismunandi verkefnum. Klippa: „Minn sálfræðingur og besti vinur“ „Hann er einn af þeim sem að gerir mig betri. Kann að segja mér að hætta þessu væli og ég fæ að gráta í kjöltuna á honum. Hann er minn sálfræðingur og besti vinur. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að umkringja mig góðu fólki. Þú verður alltaf að hafa einhvern sem þú getur talað við og treyst fyrir hlutum sem þjálfari. Því þú veist aldrei, sérstaklega þegar að þú kemur inn í nýtt umhverfi eins og við erum búnir að vera gera og veist ekki hverjum þú getur treyst. Gummi hefur verið minn besti vinur síðustu ár í þessu, þekkir mig bara og veit hvenær á að ýta á þennan takka og hinn hjá mér. Svo er hann bara magnaður fagmaður í sínu starfi. Allir þeir markmenn sem vinna með honum, núna er hann að vinna með heimsklassa markmönnum, eru að springa úr ánægju með hann. Sem fagmaður frábær en sem vinur enn þá betri.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira