Samherji lagði listamanninn Odee Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2024 13:12 Listamaðurinn Odee ásamt flennistórri veggmynd þar sem beðist er afsökunar í leturgerð Samherja. Vísir/Vilhelm Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. Þetta segir í tilkynningu á vef Samherja. Afsökunarbeiðnin og vefsíða sem Odee smíðaði og lét líta út fyrir að vera á vegum Samherja var hluti af útskriftarverkefni hans við Háskólans í Björgvin í Noregi. Odee hefur ítrekað reynt að blekkja fjölmiðla með fölskum fréttatilkynningum sem hann hefur sent út, nú síðast í nafni bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Samherji óskaði eftir því að Odee tæki vefsíðuna niður, afhenti fyrirtækinu lén hennar og gerði grein fyrir því að síðan hefði verið fölsuð. Því neitaði hann. Í kjölfarið stefndi Samherji Odee fyrir breskum dómstól en vefsíðan var hýst í Bretlandi. Í frétt norska ríkiútvarpsins síðan í september er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, að Samherji krefðist þess einungis að Odee tæki vefsíðuna úr loftinu og eyddi öllu tengdu útskriftarverkefninu. „Samherji hefur engan áhuga á að stefna [Odee] umfram það að stöðva vísvitandi ólögleg brot hans.“ Í tilkynningu Samherja nú segir ekki hverjar kröfur félagsins á hendur Odee, sem fallist var á, hafi verið. Ekki listræn skopstæling Í tilkynningu segir að í forsendum dómsins sé því slegið föstu að notkun vörumerkis Samherja við hönnun vefsíðunnar hafi verið gerð í því skyni að ljá vefsíðunni trúverðugleika en ekki í þeim tilgangi að varpa fram gagnrýni. Notkun vörumerkis og öll framsetning vefsíðunnar hafi verið eins og um væri að ræða opinbera vefsíðu félagsins. Þannig hafi hönnun síðunnar hvorki falið í sér listræna skopstælingu né skrumskælingu sem rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem listamenn njóta. Odee hafi hafnað mildari úrræðum Niðurstaða dómsins hafi verið að uppsetning vefsíðunnar á léni með nafni félagsins, og vísvitandi framsetning rangra upplýsinga þar inni, hafi falið í sér ásetning um blekkingar. Þá hafi ekki verið fallist á að framangreint feli í sér ólögmætar skerðingar á tjáningarfrelsi enda geti tjáningarfrelsi sætt takmörkunum vegna lögbundinna réttinda annarra og þar undir falla vörumerkja- og hugverkaréttindi. „Við erum að sjálfsögðu ánægð með þessa niðurstöðu. Við vorum knúin til þess að verja vörumerki okkar með málshöfðun þegar öllum mildari úrræðum var hafnað. Dómurinn er afdráttarlaus um hvað geti flokkast sem listræn tjáning og hvað teljist misnotkun á skráðu vörumerki. Sú niðurstaða hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni fyrir þær menntastofnanir sem lögðu blessun sína yfir augljós vörumerkjabrot undir formerkjum listsköpunar,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja hf. Fallist á kröfur Samherja án eiginlegra réttarhalda Í frétt Reuters um málið segir að dómari í því hafi ákveðið að fallast á allar kröfur Samherja án þess að eiginleg réttarhöld færu fram í málinu. Hann hafi talið að málsástæður Odees væri harla ólíklegar til þess að leiða til sýknu af kröfum félagsins. Því hafi hann fallist á kröfur Samherja um að setja lögbann á vefsíðuna. Þá hafi hann sagst að hann myndi gera Odee að greiða Samherja „lága fjárhæð“ sem ætti að dekka tjón félagsins vegna málsins. Leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu var eldra nafn Odees notað en hann breytti nafni sínu formlega í október síðastliðnum. Samherjaskjölin Bretland Dómsmál Sjávarútvegur Menning Myndlist Tengdar fréttir Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12 Mál Samherja gegn Odee tekið fyrir dóm í vikunni Réttarhöld í máli Samherja gegn Oddi Eysteini Friðrikssyni, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefjast í London á fimmtudag. Samherji höfðaði málið eftir að Oddur sendi út afsökunarbeiðni í nafni fyrirtækisins vegna framgöngu þess í Namibíu. 24. september 2024 08:53 Starbucks kemur ekki til Íslands Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt. 5. ágúst 2024 09:39 Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. 26. maí 2023 08:39 Fölsk afsökunarbeiðni Samherja reyndist lokaverkefni í LHÍ Fölsk afsökunarbeiðni í nafni Samherja, vefsíða og yfirlýsing þar um var lokaverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem kallar sig Odee, í Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listamanninum. 17. maí 2023 11:39 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Samherja. Afsökunarbeiðnin og vefsíða sem Odee smíðaði og lét líta út fyrir að vera á vegum Samherja var hluti af útskriftarverkefni hans við Háskólans í Björgvin í Noregi. Odee hefur ítrekað reynt að blekkja fjölmiðla með fölskum fréttatilkynningum sem hann hefur sent út, nú síðast í nafni bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Samherji óskaði eftir því að Odee tæki vefsíðuna niður, afhenti fyrirtækinu lén hennar og gerði grein fyrir því að síðan hefði verið fölsuð. Því neitaði hann. Í kjölfarið stefndi Samherji Odee fyrir breskum dómstól en vefsíðan var hýst í Bretlandi. Í frétt norska ríkiútvarpsins síðan í september er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, að Samherji krefðist þess einungis að Odee tæki vefsíðuna úr loftinu og eyddi öllu tengdu útskriftarverkefninu. „Samherji hefur engan áhuga á að stefna [Odee] umfram það að stöðva vísvitandi ólögleg brot hans.“ Í tilkynningu Samherja nú segir ekki hverjar kröfur félagsins á hendur Odee, sem fallist var á, hafi verið. Ekki listræn skopstæling Í tilkynningu segir að í forsendum dómsins sé því slegið föstu að notkun vörumerkis Samherja við hönnun vefsíðunnar hafi verið gerð í því skyni að ljá vefsíðunni trúverðugleika en ekki í þeim tilgangi að varpa fram gagnrýni. Notkun vörumerkis og öll framsetning vefsíðunnar hafi verið eins og um væri að ræða opinbera vefsíðu félagsins. Þannig hafi hönnun síðunnar hvorki falið í sér listræna skopstælingu né skrumskælingu sem rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem listamenn njóta. Odee hafi hafnað mildari úrræðum Niðurstaða dómsins hafi verið að uppsetning vefsíðunnar á léni með nafni félagsins, og vísvitandi framsetning rangra upplýsinga þar inni, hafi falið í sér ásetning um blekkingar. Þá hafi ekki verið fallist á að framangreint feli í sér ólögmætar skerðingar á tjáningarfrelsi enda geti tjáningarfrelsi sætt takmörkunum vegna lögbundinna réttinda annarra og þar undir falla vörumerkja- og hugverkaréttindi. „Við erum að sjálfsögðu ánægð með þessa niðurstöðu. Við vorum knúin til þess að verja vörumerki okkar með málshöfðun þegar öllum mildari úrræðum var hafnað. Dómurinn er afdráttarlaus um hvað geti flokkast sem listræn tjáning og hvað teljist misnotkun á skráðu vörumerki. Sú niðurstaða hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni fyrir þær menntastofnanir sem lögðu blessun sína yfir augljós vörumerkjabrot undir formerkjum listsköpunar,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja hf. Fallist á kröfur Samherja án eiginlegra réttarhalda Í frétt Reuters um málið segir að dómari í því hafi ákveðið að fallast á allar kröfur Samherja án þess að eiginleg réttarhöld færu fram í málinu. Hann hafi talið að málsástæður Odees væri harla ólíklegar til þess að leiða til sýknu af kröfum félagsins. Því hafi hann fallist á kröfur Samherja um að setja lögbann á vefsíðuna. Þá hafi hann sagst að hann myndi gera Odee að greiða Samherja „lága fjárhæð“ sem ætti að dekka tjón félagsins vegna málsins. Leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu var eldra nafn Odees notað en hann breytti nafni sínu formlega í október síðastliðnum.
Samherjaskjölin Bretland Dómsmál Sjávarútvegur Menning Myndlist Tengdar fréttir Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12 Mál Samherja gegn Odee tekið fyrir dóm í vikunni Réttarhöld í máli Samherja gegn Oddi Eysteini Friðrikssyni, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefjast í London á fimmtudag. Samherji höfðaði málið eftir að Oddur sendi út afsökunarbeiðni í nafni fyrirtækisins vegna framgöngu þess í Namibíu. 24. september 2024 08:53 Starbucks kemur ekki til Íslands Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt. 5. ágúst 2024 09:39 Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. 26. maí 2023 08:39 Fölsk afsökunarbeiðni Samherja reyndist lokaverkefni í LHÍ Fölsk afsökunarbeiðni í nafni Samherja, vefsíða og yfirlýsing þar um var lokaverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem kallar sig Odee, í Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listamanninum. 17. maí 2023 11:39 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12
Mál Samherja gegn Odee tekið fyrir dóm í vikunni Réttarhöld í máli Samherja gegn Oddi Eysteini Friðrikssyni, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefjast í London á fimmtudag. Samherji höfðaði málið eftir að Oddur sendi út afsökunarbeiðni í nafni fyrirtækisins vegna framgöngu þess í Namibíu. 24. september 2024 08:53
Starbucks kemur ekki til Íslands Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt. 5. ágúst 2024 09:39
Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. 26. maí 2023 08:39
Fölsk afsökunarbeiðni Samherja reyndist lokaverkefni í LHÍ Fölsk afsökunarbeiðni í nafni Samherja, vefsíða og yfirlýsing þar um var lokaverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem kallar sig Odee, í Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listamanninum. 17. maí 2023 11:39
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent