Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2024 13:33 Fyrsta flugið til Istanbúl verður í september 2025. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur bætt nýjum áfangastað við leiðakerfið sitt, hinni sögufrægu borg Istanbul í Tyrklandi. Flogið verður til borgarinnar fjórum sinnum í viku frá 5. september 2025 og er flugtími um fimm klukkustundir og 30 mínútur. Í tilkynningu segir að samhliða beinu flugi til Istanbul muni Icelandair efla enn frekar samstarf við flugfélagið Turkish Airlines en félögin undirrituðu samning um sammerkt flug sumarið 2023. „Turkish Airlines er það flugfélag í heiminum sem flýgur til flestra landa og er beint flug Icelandair til Istanbul sérstaklega tímasett til að tengja vel við flug Turkish Airlines áfram til Asíu og Mið-Austurlanda. Þegar samstarfið hefur öðlast fullt gildi verður hægt að bjóða upp á hentugar tengingar og allt að átta klukkutímum styttri ferðatíma til og frá fjölda áfangastaða í austri. Istanbul er stærsta borg Tyrklands og liggur beggja vegna Bosporussunds, sem tengir Svartahaf og Marmarahaf. Borgin er því eins konar brú milli Asíu og Evrópu, bæði hvað varðar landafræði og menningu. Istanbul býr yfir ríkri sögu sem hægt er að rekja aftur til sjöundu aldar fyrir Krist og þar er að finna fjölda sögulegra bygginga og spennandi safna. Basarinn mikli, sem hefur starfað frá árinu 1461, er einn elsti og stærsti yfirbyggði markaður veraldar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að Istanbul sé frábær áfangastaður og með auknu samstarfi við Turkish Airlines opnist mjög góðar tengingar til Íslands frá fjölda áfangastaða í austri. äUndanfarin ár höfum við fundið fyrir síauknum áhuga á ferðalögum á milli Asíu og Íslands og með þessum nýju tengingum eflum við sölu- og dreifikerfi okkar í Asíu. Þannig styrkjum við enn frekar okkar öfluga leiðakerfi og sömuleiðis tengingar við spennandi markaði fyrir ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Bogi Nils. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Ferðalög Tengdar fréttir Taka flugið til Tyrklands Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember. 9. október 2024 10:17 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í tilkynningu segir að samhliða beinu flugi til Istanbul muni Icelandair efla enn frekar samstarf við flugfélagið Turkish Airlines en félögin undirrituðu samning um sammerkt flug sumarið 2023. „Turkish Airlines er það flugfélag í heiminum sem flýgur til flestra landa og er beint flug Icelandair til Istanbul sérstaklega tímasett til að tengja vel við flug Turkish Airlines áfram til Asíu og Mið-Austurlanda. Þegar samstarfið hefur öðlast fullt gildi verður hægt að bjóða upp á hentugar tengingar og allt að átta klukkutímum styttri ferðatíma til og frá fjölda áfangastaða í austri. Istanbul er stærsta borg Tyrklands og liggur beggja vegna Bosporussunds, sem tengir Svartahaf og Marmarahaf. Borgin er því eins konar brú milli Asíu og Evrópu, bæði hvað varðar landafræði og menningu. Istanbul býr yfir ríkri sögu sem hægt er að rekja aftur til sjöundu aldar fyrir Krist og þar er að finna fjölda sögulegra bygginga og spennandi safna. Basarinn mikli, sem hefur starfað frá árinu 1461, er einn elsti og stærsti yfirbyggði markaður veraldar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að Istanbul sé frábær áfangastaður og með auknu samstarfi við Turkish Airlines opnist mjög góðar tengingar til Íslands frá fjölda áfangastaða í austri. äUndanfarin ár höfum við fundið fyrir síauknum áhuga á ferðalögum á milli Asíu og Íslands og með þessum nýju tengingum eflum við sölu- og dreifikerfi okkar í Asíu. Þannig styrkjum við enn frekar okkar öfluga leiðakerfi og sömuleiðis tengingar við spennandi markaði fyrir ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Bogi Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Ferðalög Tengdar fréttir Taka flugið til Tyrklands Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember. 9. október 2024 10:17 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Taka flugið til Tyrklands Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember. 9. október 2024 10:17