Innlent

Arion opnar dag­vistun til að auð­velda starfs­fólki að brúa bilið

Atli Ísleifsson skrifar
Til að byrja með verður boðið upp á tíu pláss.
Til að byrja með verður boðið upp á tíu pláss. Vísir/vilhelm/Getty

Arion banki mun á næstunni opna nýtt dagvistunarheimili sem ætlað fyrir starfsfólk bankans. Dagvistunin verður staðsett í næsta húsi við höfuðstöðvarnar í Borgartúni í Reykjavík, eða á jarðhæð í Borgartúni 21.

Þetta kemur fram í færslu sem birt var á innra neti bankans sem ætlað er fyrir starfsfólk fyrr í dag.

Þar segir að dagvistunin sé hugsuð fyrir börn á aldrinum 12 til 24 mánaða. 

„Eins og mörg okkar þekkja er þrautarganga foreldra á þessum tíma oft þung og hárþynnandi: fæðingarorlof er á þrotum og oft gengur illa – eða bara alls ekki – að finna pláss í dagvistun eða leikskólum fyrir tveggja ára aldur barnanna. Með þessu skrefi viljum við því styðja enn betur við bakið á þem öfluga hópi sem hjá okkur starfar.

Til að byrja með verður um að ræða tíu pláss. Enn er verið að móta þær verklagsreglur sem gilda munu um úthlutun plássanna og rétt er að taka fram að verðlagning verður í takt við það sem gengur og gerist á öðrum dagvistunarheimilum,“ segir í tölvupóstunum til starfsfólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×