Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar 14. nóvember 2024 14:30 Í þættinum Þetta helst þriðjudaginn 12. nóvember innti þáttarstjórnandi hæstvirtan dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, eftir svörum um mengandi starfsemi Bálstofunnar í bakgarði leikskóla sem rataði í alla helstu fjölmiðla landsins í síðustu viku. Í stuttu máli varpar þátturinn skýru ljósi á það hver ber höfuðábyrgð í þessu skammarlega máli. Ábyrgðin liggur hjá dómsmálaráðuneytinu. Lausnin, ný bálstofa, blasir við og dómsmálaráðuneytinu hefur verið bent á nauðsyn hennar í fjölda ára. Framkvæmdastjóri Kirkjugarðanna hefur sagt að ný bálstofa sé eina lausnin og að nú þegar séu tilbúnar teikningar af fullhannaðri bálstofu sem einungis bíði eftir grænu ljósi frá dómsmálaráðuneytinu. Sjálfseignarstofnunin Tré lífsins er líka tilbúin að reisa bálstofu og hefur fullt fjármagn til þess að hefjast handa ef einungis grænt ljós bærist frá dómsmálaráðuneytinu. Þáttarstjórnandi lýsti ástandinu svo: - Báðir aðilar bíða í raun eftir pólitískum svörum um hvernig framtíðin eigi að líta út í þessum efnum - . Svör hæstsvirsts dómsmálaráðherra voru um margt áhugaverð, sér í lagi sökum þess að þau virðast engan veginn standast skoðun. Opinber gögn eru í hrópandi mótsögn við málatilbúnaðinn, sem setur stórt spurningamerki við trúverðugleika ráðherrans. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, þú sagðir í viðtalinu að þú hefðir ekki getað (og gætir ekki) gert neitt í málinu og tilgreindir svo eftirfarandi ástæður fyrir aðgerðaleysi þínu: 1) - Í lok síðasta árs þá vorum við fullvissuð um það í ráðuneytinu eftir að það voru gerðar endurbætur á þessum ofnum að þessir ofnar gætu sinnt hlutverki sínu í einhver ár í viðbót. - Danskir sérfræðingar gerðu úttekt á ofnum Bálstofunnar árið 2021þar sem þeir lögðu ríka áherslu á að engar trygginar væru veittar, þar sem báðir ofnarnir eru mjög slitnir. Strax í kjölfar skýrslunnar tilkynntiBálstofan svo Heilbrigðiseftirlitinu aðalniðurstöður skýrslunnar í tölvupósti: að ekki væri tæknilega mögulegt að setja upp viðunandi mengunarvarnir og þar af leiðandi myndi Bálstofan aldrei geta uppfyllt starfsskilyrði Heilbrigðiseftirlitsins. Við foreldrar kynntum okkur þessa skýrslu, sem er opinbert gagn, og fengum auðveldan aðgang að ofangreindum tölvupósti sem er runninn undan rifjum Bálstofunnar sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. 2) - ... þá var ég með lagafrumvarp í gangi sem að nær ekki fram að ganga út af þingslitum ... - Okkur þætti vænt um að vita hvaða frumvarp þú ert að tala um og hvernig það átti að leysa okkar vanda. Á þingmálaskrá dómsmálaráðherra: https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/ er minnst á frumvarp sem er ætlað að skilgreina betur rekstrarumhverfi líkhúsa og lagt til að auka frelsi við dreifingu á ösku látinna einstaklinga. Ekki eitt orð um bálstofu. Í marga mánuði höfum við foreldrar barist fyrir velferð barnanna okkar sem er ógnað vegna mengandi starfsemi Bálstofunnar. Og þetta eru svörin frá þér? Þú gafst þér ekki einu sinni tvær mínútur til að gefa þessi loðnu svör sem ekki standast skoðun. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Þú sagðir í viðtalinu að þér þyki leitt að heyra um kvartanir okkar foreldra. Veistu hvað, við erum líka leið. Í sannleika sagt erum við einfaldlega bálreið og krefjumst aðgerða. Öll ráðuneytin eru starfandi þrátt fyrir þingslit og mörg þeirra eru að vinna hörðum höndum að alls konar málum. Á síðustu dögum höfum við fundið fyrir einlægum vilja starfsfólks bæði Heilbrigðiseftirlitsins og Bálstofunnar til þess að finna skammtímalausn í þágu barnanna. En eins og sakir standa virðist þín arfleifð í dómsmálaráðuneytinu vera algjört aðgerðaleysi í þessum málaflokki. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Höfundur er doktor í tölfræði og formaður foreldrafélags Sólborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kirkjugarðar Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Tengdar fréttir Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Í þættinum Þetta helst þriðjudaginn 12. nóvember innti þáttarstjórnandi hæstvirtan dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, eftir svörum um mengandi starfsemi Bálstofunnar í bakgarði leikskóla sem rataði í alla helstu fjölmiðla landsins í síðustu viku. Í stuttu máli varpar þátturinn skýru ljósi á það hver ber höfuðábyrgð í þessu skammarlega máli. Ábyrgðin liggur hjá dómsmálaráðuneytinu. Lausnin, ný bálstofa, blasir við og dómsmálaráðuneytinu hefur verið bent á nauðsyn hennar í fjölda ára. Framkvæmdastjóri Kirkjugarðanna hefur sagt að ný bálstofa sé eina lausnin og að nú þegar séu tilbúnar teikningar af fullhannaðri bálstofu sem einungis bíði eftir grænu ljósi frá dómsmálaráðuneytinu. Sjálfseignarstofnunin Tré lífsins er líka tilbúin að reisa bálstofu og hefur fullt fjármagn til þess að hefjast handa ef einungis grænt ljós bærist frá dómsmálaráðuneytinu. Þáttarstjórnandi lýsti ástandinu svo: - Báðir aðilar bíða í raun eftir pólitískum svörum um hvernig framtíðin eigi að líta út í þessum efnum - . Svör hæstsvirsts dómsmálaráðherra voru um margt áhugaverð, sér í lagi sökum þess að þau virðast engan veginn standast skoðun. Opinber gögn eru í hrópandi mótsögn við málatilbúnaðinn, sem setur stórt spurningamerki við trúverðugleika ráðherrans. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, þú sagðir í viðtalinu að þú hefðir ekki getað (og gætir ekki) gert neitt í málinu og tilgreindir svo eftirfarandi ástæður fyrir aðgerðaleysi þínu: 1) - Í lok síðasta árs þá vorum við fullvissuð um það í ráðuneytinu eftir að það voru gerðar endurbætur á þessum ofnum að þessir ofnar gætu sinnt hlutverki sínu í einhver ár í viðbót. - Danskir sérfræðingar gerðu úttekt á ofnum Bálstofunnar árið 2021þar sem þeir lögðu ríka áherslu á að engar trygginar væru veittar, þar sem báðir ofnarnir eru mjög slitnir. Strax í kjölfar skýrslunnar tilkynntiBálstofan svo Heilbrigðiseftirlitinu aðalniðurstöður skýrslunnar í tölvupósti: að ekki væri tæknilega mögulegt að setja upp viðunandi mengunarvarnir og þar af leiðandi myndi Bálstofan aldrei geta uppfyllt starfsskilyrði Heilbrigðiseftirlitsins. Við foreldrar kynntum okkur þessa skýrslu, sem er opinbert gagn, og fengum auðveldan aðgang að ofangreindum tölvupósti sem er runninn undan rifjum Bálstofunnar sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. 2) - ... þá var ég með lagafrumvarp í gangi sem að nær ekki fram að ganga út af þingslitum ... - Okkur þætti vænt um að vita hvaða frumvarp þú ert að tala um og hvernig það átti að leysa okkar vanda. Á þingmálaskrá dómsmálaráðherra: https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/ er minnst á frumvarp sem er ætlað að skilgreina betur rekstrarumhverfi líkhúsa og lagt til að auka frelsi við dreifingu á ösku látinna einstaklinga. Ekki eitt orð um bálstofu. Í marga mánuði höfum við foreldrar barist fyrir velferð barnanna okkar sem er ógnað vegna mengandi starfsemi Bálstofunnar. Og þetta eru svörin frá þér? Þú gafst þér ekki einu sinni tvær mínútur til að gefa þessi loðnu svör sem ekki standast skoðun. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Þú sagðir í viðtalinu að þér þyki leitt að heyra um kvartanir okkar foreldra. Veistu hvað, við erum líka leið. Í sannleika sagt erum við einfaldlega bálreið og krefjumst aðgerða. Öll ráðuneytin eru starfandi þrátt fyrir þingslit og mörg þeirra eru að vinna hörðum höndum að alls konar málum. Á síðustu dögum höfum við fundið fyrir einlægum vilja starfsfólks bæði Heilbrigðiseftirlitsins og Bálstofunnar til þess að finna skammtímalausn í þágu barnanna. En eins og sakir standa virðist þín arfleifð í dómsmálaráðuneytinu vera algjört aðgerðaleysi í þessum málaflokki. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Höfundur er doktor í tölfræði og formaður foreldrafélags Sólborgar.
Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun