Gummersbach vann þá fimm marka heimasigur á Bergischer, 29-24 í sextán liða úrslitunum. Arnór Þór Gunnarsson er aðstoðarþjálfari hjá Bergischer.
Guðjón Valur var í kvöld án íslensku leikmannanna Elliða Snæs Viðarssonar og Teits Arnar Einarssonar sem eru meiddir. Það kom ekki að sök.
Markahæstur hjá Gummersbach var Miro Schluroff með sjö mörk og Julian Köster skoraði fimm mörk.
Tjörvi Týr Gislason var eini Íslendingurinn á vellinum í kvöld og hann skoraði eitt mark fyrir Bergischer.