Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2024 11:28 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði 220 einstaklinga í ólöglegri dvöl á landinu. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. Þetta kom fram á blaðamannafundi nú fyrir stundu, þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kynntu nýja stefnu ráðherra í landamæramálum og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Á fundinum var meðal annars greint frá því að skilgreindar landamærastöðvar á Íslandi væru nú alls 34 og til greina kæmi að fækka þeim. Guðrún sagði nýja stefnu þríþætta: Í fyrsta lagi væri miðað að því að auka öflugt og skilvirkt eftirlit við allar landamærastöðvar á Íslandi. Stöðvarnar yrðu uppfærðar hvað varðaði bæði tæknibúnað og mannafla og svokölluð snjalllandamæri tekin upp, það sem erlendis hefur verið kallað Entry/Exit System. Þá yrðu ný kerfi tekin upp til að bæta hraða og öryggi og menntun og þjálfun starfsmanna efld. Eftirlit með umferð einkaflugvéla yrði einnig eflt, sem og eftirlit á sjó. Í öðru lagi yrði ráðist í auknar aðgerðir til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi. Brotahópar störfuðu þvert á landamæri og sköpuðu nýjar áskoranir gagnvart öryggi Íslands. Samstarf yrði aukið innanlands og erlendis og greiningargeta lögreglu aukin. Þá sé unnið að auknu samstarfi varðandi farþegaupplýsingar og horft til auksins samstarfs stofnana við að fylgjast með flæði fólks til landsins. Auka þyrfti eftirlit með einstklingum í ólöglegri dvöl á Íslandi en þeir væru 220 eins og sakir standa. Þá yrði unnið að því að koma upp andlitsgreiningarbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Í þriðja lagi sagði Guðrún nauðsynlegt að tryggja mannúðlega og faglega móttöku og brottflutning útlendinga. Markmið hefðu verið sett um að koma upp sérstakri greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem fólk fengi stuðning og þjónustu. Þeim sem fengju synjun yrði tryggð öruggt brottfararferli, meðal annars í samstarfi við Frontex. Þá yrði sérstök áhersla lögð á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Ráðherra sagði að með þessari stefnu hefðu stjórnvöld lagt grunninn að öflugri og öryggri framtíð landamæra Íslands, það er að segja með því að efla landamæraeftirlit, spyrna gegn brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning. Sigríður Björk sagði áætluninni ætlað að tryggja allsherjarreglu og almannaöryggi.Vísir/Vilhelm Aðgerðaáætlunin ekki birt Fram kom í máli ráðherra að þetta væri í annað sinn sem landamærastefna væri mörkuð; hin hefði verið frá 2019 og runnið sitt skeið á enda í fyrra. Frá þeim tíma hefði starfshópur og fjöldi stofnana unnið að nýrri stefnu. Í fyrri stefnunni hefðu 40 aðgerðir verið áætlaðar, af þeim væri 32 lokið en átta enn í vinnslu. Guðrún sagðist hafa falið ríkislögreglustjóra að marka nýja stefnu, sem yrði í gildi frá 2024 - 2028, og bað Sigríði Björk að greina frá vinnunni. Ríkislögreglustjóri sagði breytt landslag og stóraukinn farþegafjölda bæði í Keflavík og með skemmtiferðaskipum hafa fjölgað verkefnum gríðarlega. Fór hún aðeins yfir tölfræðina og sagði meðal annars um 600 hafa verið vísað úr landi á þessu ári, samanborið við 318 í fyrra og 47 árið 2022. Meginmarkmið landsáætlunarinnar væri að tryggja allsherjarreglu og almannaöryggi og að hún byggði á grunngildum Schengen-samstarfsins. Sérstök aðgerðaáætlun yrði ekki birt, þar sem hún væri vinnuplagg fyrir þá sem ynnu að málaflokknum. Hér má finna tilkynningu um málið á vef Stjórnarráðsins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Lögreglumál Landamæri Keflavíkurflugvöllur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi nú fyrir stundu, þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kynntu nýja stefnu ráðherra í landamæramálum og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Á fundinum var meðal annars greint frá því að skilgreindar landamærastöðvar á Íslandi væru nú alls 34 og til greina kæmi að fækka þeim. Guðrún sagði nýja stefnu þríþætta: Í fyrsta lagi væri miðað að því að auka öflugt og skilvirkt eftirlit við allar landamærastöðvar á Íslandi. Stöðvarnar yrðu uppfærðar hvað varðaði bæði tæknibúnað og mannafla og svokölluð snjalllandamæri tekin upp, það sem erlendis hefur verið kallað Entry/Exit System. Þá yrðu ný kerfi tekin upp til að bæta hraða og öryggi og menntun og þjálfun starfsmanna efld. Eftirlit með umferð einkaflugvéla yrði einnig eflt, sem og eftirlit á sjó. Í öðru lagi yrði ráðist í auknar aðgerðir til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi. Brotahópar störfuðu þvert á landamæri og sköpuðu nýjar áskoranir gagnvart öryggi Íslands. Samstarf yrði aukið innanlands og erlendis og greiningargeta lögreglu aukin. Þá sé unnið að auknu samstarfi varðandi farþegaupplýsingar og horft til auksins samstarfs stofnana við að fylgjast með flæði fólks til landsins. Auka þyrfti eftirlit með einstklingum í ólöglegri dvöl á Íslandi en þeir væru 220 eins og sakir standa. Þá yrði unnið að því að koma upp andlitsgreiningarbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Í þriðja lagi sagði Guðrún nauðsynlegt að tryggja mannúðlega og faglega móttöku og brottflutning útlendinga. Markmið hefðu verið sett um að koma upp sérstakri greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem fólk fengi stuðning og þjónustu. Þeim sem fengju synjun yrði tryggð öruggt brottfararferli, meðal annars í samstarfi við Frontex. Þá yrði sérstök áhersla lögð á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Ráðherra sagði að með þessari stefnu hefðu stjórnvöld lagt grunninn að öflugri og öryggri framtíð landamæra Íslands, það er að segja með því að efla landamæraeftirlit, spyrna gegn brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning. Sigríður Björk sagði áætluninni ætlað að tryggja allsherjarreglu og almannaöryggi.Vísir/Vilhelm Aðgerðaáætlunin ekki birt Fram kom í máli ráðherra að þetta væri í annað sinn sem landamærastefna væri mörkuð; hin hefði verið frá 2019 og runnið sitt skeið á enda í fyrra. Frá þeim tíma hefði starfshópur og fjöldi stofnana unnið að nýrri stefnu. Í fyrri stefnunni hefðu 40 aðgerðir verið áætlaðar, af þeim væri 32 lokið en átta enn í vinnslu. Guðrún sagðist hafa falið ríkislögreglustjóra að marka nýja stefnu, sem yrði í gildi frá 2024 - 2028, og bað Sigríði Björk að greina frá vinnunni. Ríkislögreglustjóri sagði breytt landslag og stóraukinn farþegafjölda bæði í Keflavík og með skemmtiferðaskipum hafa fjölgað verkefnum gríðarlega. Fór hún aðeins yfir tölfræðina og sagði meðal annars um 600 hafa verið vísað úr landi á þessu ári, samanborið við 318 í fyrra og 47 árið 2022. Meginmarkmið landsáætlunarinnar væri að tryggja allsherjarreglu og almannaöryggi og að hún byggði á grunngildum Schengen-samstarfsins. Sérstök aðgerðaáætlun yrði ekki birt, þar sem hún væri vinnuplagg fyrir þá sem ynnu að málaflokknum. Hér má finna tilkynningu um málið á vef Stjórnarráðsins.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Lögreglumál Landamæri Keflavíkurflugvöllur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum