Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2024 16:01 Stevan Jovetic, fyrirliði Svartfellinga verður fjarri góðu gamni gegn Íslandi Vísir/Getty Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. Vegna uppsafnaðra gulra spjalda þarf Jovetic að taka út leikbann og segir Risto Radunovic, einn af reyndari leikmönnum Svartfellinga það vera mikinn skell. „Við hörfum trú á sigri þó að við séum mjög særðir þar sem að fyrirliðinn okkar, Jovetic, tekur út leikbann í leiknum. Þrátt fyrir það höfum við trú á því að okkar leikmenn búi yfir gæðum og styrk til þess að sækja sigur. Þetta verður erfiður leikur. Ísland er með mjög gott lið, við sáum það í fyrri leik liðanna. Ég býst þó við því á okkar heimavelli, með okkar stuðningsmenn á bak við okkur að við getum náð í góð úrslit.“ Risto Radunovic er bakvörður að upplagi og leikmaður FCSB í Rúmeníu sem og landsliðs SvartfjallalandsVísir/Getty Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf sigur og treysta á að Wales tapi um leið stigum gegn Tyrklandi til að stilla upp úrslitaleik um umspilssæti við Wales á þriðjudaginn kemur fyrir A deild Þjóðadeildarinnar. Svartfellingar eru enn án stiga í riðlinum og vilja sækja sín fyrstu gegn okkar mönnum. „Við horfum klárlega á sóknarmenn liðsins sem ógn. En Ísland hefur yfir að skipa góðu liði. Eru góðir í föstu leikatriðunum. Þetta verður erfiður leikur. Við erum með núll stig í riðlunum og þurfum að snúa því gengi okkar við og ná í sigur.“ Klippa: Leikmaður Svartfellinga segir þá særða Ísland vann fyrri leik liðanna í Reykjavík fyrr á árinu þar sem að bæði mörk okkar manna komu eftir hornspyrnu. Aðspurður hvort Svartfellingar hefðu farið sérstaklega yfir föstu leikatriðin var Risto stuttorður og hnitmiðaður. „Já.“ Leikurinn fer fram í Niksic í Svartfjallalandi í dag og verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport. Upphitun hefst klukkan 16:30. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Vegna uppsafnaðra gulra spjalda þarf Jovetic að taka út leikbann og segir Risto Radunovic, einn af reyndari leikmönnum Svartfellinga það vera mikinn skell. „Við hörfum trú á sigri þó að við séum mjög særðir þar sem að fyrirliðinn okkar, Jovetic, tekur út leikbann í leiknum. Þrátt fyrir það höfum við trú á því að okkar leikmenn búi yfir gæðum og styrk til þess að sækja sigur. Þetta verður erfiður leikur. Ísland er með mjög gott lið, við sáum það í fyrri leik liðanna. Ég býst þó við því á okkar heimavelli, með okkar stuðningsmenn á bak við okkur að við getum náð í góð úrslit.“ Risto Radunovic er bakvörður að upplagi og leikmaður FCSB í Rúmeníu sem og landsliðs SvartfjallalandsVísir/Getty Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf sigur og treysta á að Wales tapi um leið stigum gegn Tyrklandi til að stilla upp úrslitaleik um umspilssæti við Wales á þriðjudaginn kemur fyrir A deild Þjóðadeildarinnar. Svartfellingar eru enn án stiga í riðlinum og vilja sækja sín fyrstu gegn okkar mönnum. „Við horfum klárlega á sóknarmenn liðsins sem ógn. En Ísland hefur yfir að skipa góðu liði. Eru góðir í föstu leikatriðunum. Þetta verður erfiður leikur. Við erum með núll stig í riðlunum og þurfum að snúa því gengi okkar við og ná í sigur.“ Klippa: Leikmaður Svartfellinga segir þá særða Ísland vann fyrri leik liðanna í Reykjavík fyrr á árinu þar sem að bæði mörk okkar manna komu eftir hornspyrnu. Aðspurður hvort Svartfellingar hefðu farið sérstaklega yfir föstu leikatriðin var Risto stuttorður og hnitmiðaður. „Já.“ Leikurinn fer fram í Niksic í Svartfjallalandi í dag og verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport. Upphitun hefst klukkan 16:30.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira