Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar 15. nóvember 2024 15:01 Það er fyrir neðan allar hellur að lofa fólki peningum fyrir að kjósa sig. Sérstaklega þegar það er verið að lofa fólki þess eigin peningum. Ég tel það skynsamlegt að ríkið eigi einhvern lítinn þöglan eignarhlut í banka, í því getur verið ágætis gróði sem gerir okkur kleift að fjármagna innviði og þjónustu öðruvísi en með skattlagningu eða eignasölu. Ef við ákveðum aftur á móti að ríkið eigi alls ekki að eiga banka, þá myndi ég ætla að vel rekið ríki reyndi að fá sem mest fyrir sölu á hlut sínum, en á sama tíma reyna að koma í veg fyrir óeðlilega eignasamþjöppun eða að hluturinn lenti í höndum sem augljóslega væru óæskilegar. Það ætti þess utan alveg örugglega ekki að reyna að selja hlutinn á undirverði sem útvaldir fengju að græða á í millisölu. En gleymum því í bili. Með þeirri sölu fær ríkið að minnsta kosti töluverðan eins skiptis hagnað, sem kemur í staðinn fyrir langtíma hagnaðinn sem fengist með því að eiga hlutinn áfram. Nú hafa hins vegar stigið fram stjórnmálamenn sem tala um að gefa þjóðinni eignarhlutinn. Hljómar vel, ekki satt? En hugsum aðeins hvað það þýðir í raun. Í staðinn fyrir að ríkið græði, þá græðir þú lítillega. Þeir eru semsagt bara að lofa þér pening, sem kemur samt ekki frá þeim sjálfum. Hluturinn kemur frá ríkinu, og þú færð pening frá þeim sem þú myndir svo selja hlutinn. Höfum það alveg á hreinu að langsamlega flest myndu selja bréfið sitt annað hvort strax, eða eftir nokkra daga eða vikur. Og ríkið græðir ekkert á því, svo það þarf annað hvort að miða þjónustu sína við lægri tekjur, eða ná þeim inn öðruvísi, t.d. með skattlagningu. Sem kemur úr vösum fólksins sem var ‘gefið’ hlutabréfið. Og allir þessir einstaklingar sem selja bréfið sitt hæstbjóðanda hver í sínu horni eru væntanlega ekki að athuga hvort það sé að verða of mikil eignasamþjöppun, eða að hluturinn sé að lenda í einhverjum óæskilegum höndum. Það er semsagt verið að lofa þér þínum eigin peningum, fyrir atkvæði þitt, og fyrir vikið kemst eignarhlutur ríkisins mögulega á endanum í hendur aðila sem við myndum alls ekki vilja selja bankann okkar að vel athuguðu máli. Ekki láta blekkja þig. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 4. Sæti í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Alexandra Briem Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fyrir neðan allar hellur að lofa fólki peningum fyrir að kjósa sig. Sérstaklega þegar það er verið að lofa fólki þess eigin peningum. Ég tel það skynsamlegt að ríkið eigi einhvern lítinn þöglan eignarhlut í banka, í því getur verið ágætis gróði sem gerir okkur kleift að fjármagna innviði og þjónustu öðruvísi en með skattlagningu eða eignasölu. Ef við ákveðum aftur á móti að ríkið eigi alls ekki að eiga banka, þá myndi ég ætla að vel rekið ríki reyndi að fá sem mest fyrir sölu á hlut sínum, en á sama tíma reyna að koma í veg fyrir óeðlilega eignasamþjöppun eða að hluturinn lenti í höndum sem augljóslega væru óæskilegar. Það ætti þess utan alveg örugglega ekki að reyna að selja hlutinn á undirverði sem útvaldir fengju að græða á í millisölu. En gleymum því í bili. Með þeirri sölu fær ríkið að minnsta kosti töluverðan eins skiptis hagnað, sem kemur í staðinn fyrir langtíma hagnaðinn sem fengist með því að eiga hlutinn áfram. Nú hafa hins vegar stigið fram stjórnmálamenn sem tala um að gefa þjóðinni eignarhlutinn. Hljómar vel, ekki satt? En hugsum aðeins hvað það þýðir í raun. Í staðinn fyrir að ríkið græði, þá græðir þú lítillega. Þeir eru semsagt bara að lofa þér pening, sem kemur samt ekki frá þeim sjálfum. Hluturinn kemur frá ríkinu, og þú færð pening frá þeim sem þú myndir svo selja hlutinn. Höfum það alveg á hreinu að langsamlega flest myndu selja bréfið sitt annað hvort strax, eða eftir nokkra daga eða vikur. Og ríkið græðir ekkert á því, svo það þarf annað hvort að miða þjónustu sína við lægri tekjur, eða ná þeim inn öðruvísi, t.d. með skattlagningu. Sem kemur úr vösum fólksins sem var ‘gefið’ hlutabréfið. Og allir þessir einstaklingar sem selja bréfið sitt hæstbjóðanda hver í sínu horni eru væntanlega ekki að athuga hvort það sé að verða of mikil eignasamþjöppun, eða að hluturinn sé að lenda í einhverjum óæskilegum höndum. Það er semsagt verið að lofa þér þínum eigin peningum, fyrir atkvæði þitt, og fyrir vikið kemst eignarhlutur ríkisins mögulega á endanum í hendur aðila sem við myndum alls ekki vilja selja bankann okkar að vel athuguðu máli. Ekki láta blekkja þig. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 4. Sæti í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir Pírata.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun