Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2024 18:45 Þorsteinn segir ekki ástæður til að hafa sérstakar áhyggjur af Sveindísi enn sem komið er. Vonandi vinni hún sig inn í lið Wolfsburgar þegar líður á leiktíðina. Samsett/Vísir Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson tilkynnti hópinn fyrir komandi æfingaleiki kvennalandsliðsins í fótbolta sem undirbýr sig fyrir Evrópumótið næsta sumar. Hann segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af Sveindísi Jane Jónsdóttur. Ísland mætir Kanada og Danmörku á Pinatar á Spáni síðar í mánuðinum en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir EM í Sviss næsta sumar. Ísland tryggði sig beint á mótið með frábærum árangri í undankeppninni en umspil stendur nú yfir um sætin sjö sem laus eru. Þorsteinn segir gott að vera laus við stressið sem fylgir því. „Það er ekkert hægt neita því að þú vilt losna við að fara í þetta umspil. Það var alveg mikill léttir fyrir okkur að klára þetta bara í sumar. Það hjálpar okkur held ég líka. Við spiluðum við Bandaríkin um daginn og svo fáum við tvo hörkuandstæðinga núna. Það er góður undirbúningur undir Þjóðadeildina og lokakeppni EM. Þessir leikir hjálpa okkur í þróun og bætingu á liðinu,“ segir Þorsteinn í samtali við Stöð 2. Sveindís Jane Jónsdóttir er lykilleikmaður í íslenska liðinu en hefur verið úti í kuldanum hjá félagi sínu Wolfsburg á leiktíðinni. Hún hefur aðeins byrjað einn deildarleik og var þá tekin snemma af velli þegar hún fékk fágætt byrjunarliðssæti í Meistaradeild Evrópu í miðri viku. Sveindís Jane hefur aðeins byrjað einn deildarleik með Wolfsburg það sem af er leiktíð.Swen Pförtner/Getty Images Er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu hennar hjá þýska stórliðinu? „Nei, ekki eins og er. Vonandi er þetta bara tímabil sem hún gengur í gegnum núna að spila minna. Vonandi vinnur hún sig inn í þetta og fær fleiri mínútur. Þetta er eitthvað sem maður getur ekki stjórnað en í sjálfu sér er þetta ekkert þannig áhyggjuefni eins og staðan er í dag. Vonandi spilar hún bara meira eftir því sem fram líður á þetta á keppnistímabil,“ segir Þorsteinn. Fleira kemur fram í viðtalinu við Þorstein sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gott að vera laus við stressið Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Þýski boltinn Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Ísland mætir Kanada og Danmörku á Pinatar á Spáni síðar í mánuðinum en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir EM í Sviss næsta sumar. Ísland tryggði sig beint á mótið með frábærum árangri í undankeppninni en umspil stendur nú yfir um sætin sjö sem laus eru. Þorsteinn segir gott að vera laus við stressið sem fylgir því. „Það er ekkert hægt neita því að þú vilt losna við að fara í þetta umspil. Það var alveg mikill léttir fyrir okkur að klára þetta bara í sumar. Það hjálpar okkur held ég líka. Við spiluðum við Bandaríkin um daginn og svo fáum við tvo hörkuandstæðinga núna. Það er góður undirbúningur undir Þjóðadeildina og lokakeppni EM. Þessir leikir hjálpa okkur í þróun og bætingu á liðinu,“ segir Þorsteinn í samtali við Stöð 2. Sveindís Jane Jónsdóttir er lykilleikmaður í íslenska liðinu en hefur verið úti í kuldanum hjá félagi sínu Wolfsburg á leiktíðinni. Hún hefur aðeins byrjað einn deildarleik og var þá tekin snemma af velli þegar hún fékk fágætt byrjunarliðssæti í Meistaradeild Evrópu í miðri viku. Sveindís Jane hefur aðeins byrjað einn deildarleik með Wolfsburg það sem af er leiktíð.Swen Pförtner/Getty Images Er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu hennar hjá þýska stórliðinu? „Nei, ekki eins og er. Vonandi er þetta bara tímabil sem hún gengur í gegnum núna að spila minna. Vonandi vinnur hún sig inn í þetta og fær fleiri mínútur. Þetta er eitthvað sem maður getur ekki stjórnað en í sjálfu sér er þetta ekkert þannig áhyggjuefni eins og staðan er í dag. Vonandi spilar hún bara meira eftir því sem fram líður á þetta á keppnistímabil,“ segir Þorsteinn. Fleira kemur fram í viðtalinu við Þorstein sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gott að vera laus við stressið
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Þýski boltinn Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira