EM kvenna í fótbolta 2025

EM kvenna í fótbolta 2025

Evrópumót kvenna í fótbolta fer fram í Sviss dagana 2. til 27. júlí 2025.

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu

    Heimsmeistarar Spánar byrja Evrópumótið í Sviss með miklum látum en í dag voru það belgísku stelpurnar hennar Elísabetar Gunnarsdóttur sem urðu undir spænsku eimreiðinni þar sem Spánverjar skoruðu sex mörk.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Glódís barðist við tárin: „Eftir­sjá og það er erfitt“

    „Ég er gríðarlega svekkt og sár. Það er eftirsjá. Það er ótrúlega leiðinlegt að standa hérna eftir tvo leiki og eiga ekki séns á markmiðinu okkar lengur,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, eftir tap liðsins fyrir Sviss á EM kvenna í fótbotlta í kvöld. Tapið þýðir að Ísland er úr leik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ingibjörg: Þetta er ömur­legt

    Tap íslenska kvennalandsliðsins gegn Sviss í Bern fyrr í kvöld var einstaklega sárt. Leikurinn endaði með 2-0 sigri heimakvenna og íslenska landsliðið því ekki á leiðinni upp úr riðlinum. Ingibjörg Sigurðardóttir þurfti að berjast við tárin í viðtali eftir leik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“

    „Eðlilega er ég, leikmenn og allir í kringum liðið þungir yfir þessu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Bern í kvöld, eftir að ljóst varð að Ísland kæmist ekki upp úr sínum riðli á EM kvenna í fótbolta.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ís­land úr leik með tapi í kvöld

    Noregur er kominn í lykilstöðu á toppi A-riðils á Evrópumeistaramóti kvenna með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur á Finnum í kvöld. Úrslitin þýða að íslenska liðið er úr leik ef það tapar gegn Sviss á eftir.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum

    Þjálfarinn margreyndi Pia Sundhage, sem stýrir Sviss, er ekki í vafa um hvað sé lykilatriðið í því að vinna Ísland í stórleiknum á EM í fótbolta í kvöld. Þess vegna lét hún meðal annars leikmenn sína æfa það að verjast löngum innköstum Sveindísar Jane Jónsdóttur síðustu dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ís­land mætir óslípuðum demanti í kvöld

    Ís­land mætir Sviss í annarri um­ferð riðla­keppni EM í fót­bolta í Bern í kvöld. Þýðingar­mikill leikur fyrir bæði lið og innan raða Sviss­lendinga er einn mest spennandi leik­maður kvenna­boltans sem er á mála hjá Barcelona og átti eftir­minni­lega inn­komu í Meistara­deildinni á síðasta tíma­bili.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    EM í dag: Allt eða ekkert

    Nýjasti þátturinn af EM í dag var tekinn upp við Wankdorf leikvanginn í Bern, þar sem Ísland mætir heimaþjóðinni Sviss á Evrópumótinu í fótbolta í kvöld. Stelpurnar okkar verða að sækja til sigurs.  

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gaf lítið upp en er bjart­sýn á sigur gegn Ís­landi

    Pia Sund­hage, lands­liðsþjálfari sviss­neska kvenna­lands­liðsins, segir sitt lið hafa unnið sína heima­vinnu varðandi lands­lið Ís­lands en liðin mætast á EM kvenna í fót­bolta í kvöld í þýðingar­miklum leik fyrir bæði lið.

    Fótbolti