Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2024 07:33 Til hamingju með nýja starfið ! Þú ferð fyrir málaflokki sem snertir alla Íslendinga með fjölbreyttum hætti frá vöggu til grafar. Óhætt er að segja að verkefnið sé flókið og yfirgripsmikið. Þá tekur það til sín mikinn hluta af útgjöldum ríkissjóðs á hverju ári. Þú veist að burtséð frá skoðunum fólks í pólitík eru landsmenn sammála því að við eigum öll að njóta bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Þú munt reka þig fljótt á það að slíkt er erfitt í útfærslu af mörgum orsökum, meðal annars landfræðilegum, en ekki síst sökum þess að innviðirnir hafa ekki verið ræktir nægjanlega vel, mönnun er áskorun og mismunandi hagsmunir og áhrif vegna þungt. Láttu það ekki letja þig. Þá verður það heilmikil áskorun fyrir þig að takast á við embættismenn í þínu ráðuneyti og stofnunum þeim sem heyra undir þig. Ekki síður að kynnast þeim veruleika að þrátt fyrir frábærar hugmyndir innan þinna raða kunni önnur ráðuneyti að hafa lokaorðið um hvort af þeim verður eða ekki. Það verður væntanlega einnig ný reynsla að finna það á eigin skinni að skilja stundum ekki hvernig sumar ákvarðanir eru teknar eða hvar. Þessu til viðbótar muntu finna það að ekki eru allir samstíga í kringum þig og mjög mikið af fagfólki jafnvel með sömu fagmenntun er algerlega á öndverðum meiði með hvernig gera skuli hlutina og forgangsraða. Þrátt fyrir að ég segi þetta eru allir að vinna með sömu hagsmuni að leiðarljósi, að viðhalda og bæta heilbrigðiskerfið af heilum hug. Þú munt hitta aðila sem brenna fyrir nýjungum í þjónustu, hafa víðtæka þekkingu og reynslu og vilja miðla henni til þín. Það munu allir vilja bjóða þér til sín, hitta þig, vilja sýna þér hvernig þeim finnst að verkefnin eigi að vinnast. Hvort heldur sem þú hefur menntun, innsýn eða reynslu af því að starfa innan heilbrigðiskerfisins muntu þurfa mikinn stuðning og þurfa að gefa þér tíma, en að sama skapi taka afgerandi ákvarðanir og koma málum í höfn. Þú leggur línurnar og það er nokkuð ljóst að forgangsröðun verkefna, málaflokka, þjónustu og umfram allt að þú nýtir hverja krónu sem við leggjum til kerfisins sem best verður talsverð áskorun. Ég vil hvetja þig áfram, njóttu þess að við viljum öll vinna með þér hvar sem við stöndum í kerfinu. Nýttu tækifærið til hins ýtrasta að láta gott af þér leiða, hugsaðu fyrst og fremst um hag notenda kerfisins, en vertu styðjandi við kerfið og byggðu það upp á breiðum grunni svo það geti sinnt sínu hlutverki. Vertu stórhuga og fullviss um að þjónusta og möguleikar eru fjölmargir. Við stöndum öll með þér þegar á þarf að halda, þú getur reitt þig á það. Á sama tíma treystum við því að þú horfir vel fram í tímann og vinnir að því að leysa áskoranirnar áður en þær verða óviðráðanlegar. Leggðu vel við hlustir alls staðar þar sem gætu leynst gullkorn, en umfram allt njóttu þess að hafa möguleika á að vinna með fjöregg þjóðarinnar, heilsu hennar og líðan. Gangi þér vel! Höfundur er læknir og forstjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Til hamingju með nýja starfið ! Þú ferð fyrir málaflokki sem snertir alla Íslendinga með fjölbreyttum hætti frá vöggu til grafar. Óhætt er að segja að verkefnið sé flókið og yfirgripsmikið. Þá tekur það til sín mikinn hluta af útgjöldum ríkissjóðs á hverju ári. Þú veist að burtséð frá skoðunum fólks í pólitík eru landsmenn sammála því að við eigum öll að njóta bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Þú munt reka þig fljótt á það að slíkt er erfitt í útfærslu af mörgum orsökum, meðal annars landfræðilegum, en ekki síst sökum þess að innviðirnir hafa ekki verið ræktir nægjanlega vel, mönnun er áskorun og mismunandi hagsmunir og áhrif vegna þungt. Láttu það ekki letja þig. Þá verður það heilmikil áskorun fyrir þig að takast á við embættismenn í þínu ráðuneyti og stofnunum þeim sem heyra undir þig. Ekki síður að kynnast þeim veruleika að þrátt fyrir frábærar hugmyndir innan þinna raða kunni önnur ráðuneyti að hafa lokaorðið um hvort af þeim verður eða ekki. Það verður væntanlega einnig ný reynsla að finna það á eigin skinni að skilja stundum ekki hvernig sumar ákvarðanir eru teknar eða hvar. Þessu til viðbótar muntu finna það að ekki eru allir samstíga í kringum þig og mjög mikið af fagfólki jafnvel með sömu fagmenntun er algerlega á öndverðum meiði með hvernig gera skuli hlutina og forgangsraða. Þrátt fyrir að ég segi þetta eru allir að vinna með sömu hagsmuni að leiðarljósi, að viðhalda og bæta heilbrigðiskerfið af heilum hug. Þú munt hitta aðila sem brenna fyrir nýjungum í þjónustu, hafa víðtæka þekkingu og reynslu og vilja miðla henni til þín. Það munu allir vilja bjóða þér til sín, hitta þig, vilja sýna þér hvernig þeim finnst að verkefnin eigi að vinnast. Hvort heldur sem þú hefur menntun, innsýn eða reynslu af því að starfa innan heilbrigðiskerfisins muntu þurfa mikinn stuðning og þurfa að gefa þér tíma, en að sama skapi taka afgerandi ákvarðanir og koma málum í höfn. Þú leggur línurnar og það er nokkuð ljóst að forgangsröðun verkefna, málaflokka, þjónustu og umfram allt að þú nýtir hverja krónu sem við leggjum til kerfisins sem best verður talsverð áskorun. Ég vil hvetja þig áfram, njóttu þess að við viljum öll vinna með þér hvar sem við stöndum í kerfinu. Nýttu tækifærið til hins ýtrasta að láta gott af þér leiða, hugsaðu fyrst og fremst um hag notenda kerfisins, en vertu styðjandi við kerfið og byggðu það upp á breiðum grunni svo það geti sinnt sínu hlutverki. Vertu stórhuga og fullviss um að þjónusta og möguleikar eru fjölmargir. Við stöndum öll með þér þegar á þarf að halda, þú getur reitt þig á það. Á sama tíma treystum við því að þú horfir vel fram í tímann og vinnir að því að leysa áskoranirnar áður en þær verða óviðráðanlegar. Leggðu vel við hlustir alls staðar þar sem gætu leynst gullkorn, en umfram allt njóttu þess að hafa möguleika á að vinna með fjöregg þjóðarinnar, heilsu hennar og líðan. Gangi þér vel! Höfundur er læknir og forstjóri Heilsuverndar.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun