Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2024 10:00 Björn Leví telur að eðlilegra hefði verið ef ríkislögreglustjóri hefði kynnt sína áætlun á blaðamannafundinum, og dómsmálaráðherra boðað sína stefnu sem frambjóðandi í kosningabaráttu, frekar en sem ráðherra. Vísir/Einar Stjórnarandstöðuþingmaður segir blaðamannafund ráðherra og lögreglustjóra bera vott um spillingu. Ný stefna og áætlun í landamæramálum voru kynntar á fundinum, þar á meðal áform um að koma á fót miðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem hælisleitendur geti dvalið í allt að viku. Nýrri stefnu stjórnvalda í landamæramálum er ætlað að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. Hún var kynnt á blaðamannafundi dómsmálaráðuneytisins og Ríkislögreglustjóra í gær, en þar var einnig kynnt landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Meðal markmiða í stefnunni er að koma á fót greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll. Svö kölluð móttökumiðstöð sem gegni sams konar hlutverki og er nú í Domus í miðborginni. „Ég tel afar brýnt að við séum með greiningarmiðstöð í nálægð við flugvöllinn, þannig að einstaklingar í þessari stöðu séu ekki komnir nokkrum klukkutímum eftir að þeir lenda, inn í íslensk samfélag. Heldur staldri þeir við,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra eftir fundinn í gær. Margra mánaða vinna að baki Gert væri ráð fyrir að fólk geti dvalið í miðstöðinni í allt að sjö sólarhringa. „Og að það sé hægt að vísa fólki hratt til baka, ef það á ekki erindi hingað sem erfiði.“ Útfærsla á slíkri stöð liggi ekki fyrir að svo stöddu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á blaðamannafundinum í gær.Vísir/Vilhelm „En ég hafði gert mér vonir um að við gætum opnað greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll strax á næsta ári.“ Kom ekki til greina að geyma þetta þangað til eftir kosningar og sjá hvernig færi? „Eins og ég sagði áðan þá hófst þessi vinna fyrir mörgum mánuðum, það hafa margir komið að henni og Ríkislögreglustjóri hefur leitt þessa vinnu,“ sagði Guðrún. Ráðherra hafi enga heimild til að kynna nýja stefnu Þingmaður Pírata segir fundinn, sem boðaður var að frumkvæði dómsmálaráðuneytisins, hafa verið birtingarmynd spillingar. Guðrún Hafsteinsdóttir er annars vegar í kosningabaráttu en hún er líka dómsmálaráðherra. Er eitthvað óeðlilegt að hún haldi fund með embættismanni á sínu málefnasviði um það sem heyrir undir hana? „Ef hún þarf að sinna ákveðnum lögbundnum verkefnum, ekkert að því. Þetta er allt annað mál. Hér er verið að tala um stefnu til næsta kjörtímabils. Hún er ekki með heimild til að setja þá stefnu, ekki þegar kosningar eru að koma á okkur,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Björn segir eðlilegra ef Ríkislögreglustjóri hefði kynnt sína áætlun, án aðkomu ráðherrans. „Dómsmálaráðherra hefði síðan getað sem frambjóðandi á einhverjum framboðsfundum verið að tala um þessa stefnu. En það þær væru að gera það saman, það er bara alfgjör óþarfi.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landamæri Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafa boðað til upplýsingafundar um stefnu stjórnvalda í málefnum landamæra og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. 15. nóvember 2024 07:39 Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. 15. nóvember 2024 11:28 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
Nýrri stefnu stjórnvalda í landamæramálum er ætlað að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. Hún var kynnt á blaðamannafundi dómsmálaráðuneytisins og Ríkislögreglustjóra í gær, en þar var einnig kynnt landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Meðal markmiða í stefnunni er að koma á fót greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll. Svö kölluð móttökumiðstöð sem gegni sams konar hlutverki og er nú í Domus í miðborginni. „Ég tel afar brýnt að við séum með greiningarmiðstöð í nálægð við flugvöllinn, þannig að einstaklingar í þessari stöðu séu ekki komnir nokkrum klukkutímum eftir að þeir lenda, inn í íslensk samfélag. Heldur staldri þeir við,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra eftir fundinn í gær. Margra mánaða vinna að baki Gert væri ráð fyrir að fólk geti dvalið í miðstöðinni í allt að sjö sólarhringa. „Og að það sé hægt að vísa fólki hratt til baka, ef það á ekki erindi hingað sem erfiði.“ Útfærsla á slíkri stöð liggi ekki fyrir að svo stöddu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á blaðamannafundinum í gær.Vísir/Vilhelm „En ég hafði gert mér vonir um að við gætum opnað greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll strax á næsta ári.“ Kom ekki til greina að geyma þetta þangað til eftir kosningar og sjá hvernig færi? „Eins og ég sagði áðan þá hófst þessi vinna fyrir mörgum mánuðum, það hafa margir komið að henni og Ríkislögreglustjóri hefur leitt þessa vinnu,“ sagði Guðrún. Ráðherra hafi enga heimild til að kynna nýja stefnu Þingmaður Pírata segir fundinn, sem boðaður var að frumkvæði dómsmálaráðuneytisins, hafa verið birtingarmynd spillingar. Guðrún Hafsteinsdóttir er annars vegar í kosningabaráttu en hún er líka dómsmálaráðherra. Er eitthvað óeðlilegt að hún haldi fund með embættismanni á sínu málefnasviði um það sem heyrir undir hana? „Ef hún þarf að sinna ákveðnum lögbundnum verkefnum, ekkert að því. Þetta er allt annað mál. Hér er verið að tala um stefnu til næsta kjörtímabils. Hún er ekki með heimild til að setja þá stefnu, ekki þegar kosningar eru að koma á okkur,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Björn segir eðlilegra ef Ríkislögreglustjóri hefði kynnt sína áætlun, án aðkomu ráðherrans. „Dómsmálaráðherra hefði síðan getað sem frambjóðandi á einhverjum framboðsfundum verið að tala um þessa stefnu. En það þær væru að gera það saman, það er bara alfgjör óþarfi.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landamæri Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafa boðað til upplýsingafundar um stefnu stjórnvalda í málefnum landamæra og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. 15. nóvember 2024 07:39 Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. 15. nóvember 2024 11:28 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafa boðað til upplýsingafundar um stefnu stjórnvalda í málefnum landamæra og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. 15. nóvember 2024 07:39
Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. 15. nóvember 2024 11:28