Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. nóvember 2024 11:33 Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga; Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, við undirritun samningsins í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Sjúkratryggingar Íslands, heilbrigðisráðuneytið og Heilbrigðisstofnun Austurlands undirrituðu í gær samning um augnlækningar á Austurlandi. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að augnlæknar verði með móttöku á Egilsstöðum fimm til sjö sinnum á ári, fimm daga í senn. Þess utan veiti augnlæknar fjarheilbrigðisþjónustu gegnum fjarbúnað og verður Heilbrigðisstofnunin með sérþjálfaðan starfsmann sem sinni þjónustu við sjúklinga í tengslum við notkun búnaðarins á staðnum. Augnlæknar hafi ekki verið með þjónustu á Austurlandi um nokkurt skeið og því miklar vonir bundnar við þjónustuna. Þá kemur fram að augnlæknarnir sem hafa tekið að sér að sinna þjónustunni væru með reynslu af sams konar þjónustu erlendis. Þurfi ekki lengur að fara um langan veg fyrir þjónustu „Hér sjáum við íslenska heilbrigðisstefnu í framkvæmd, þar sem markvisst er unnið að því að jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og nýta til þess samninga og jafnframt tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Samningurinn gæti jafnframt orðið „fyrirmynd sérgreinaþjónustu um allt land“. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands sagði fólk á stofnuninni hafa fundið fyrir skorti á þjónustu augnlækna á svæðinu. Margir hafi þurft að fara um langan veg til að sækja þjónustu augnlækna og margir hreinlega ekki fengið neina þjónustu af því tagi. „Þetta er stór og mikilvægur áfangi í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og tryggir íbúum á Austurlandi aðgang að augnlækningum í þeirra heimabyggð. Sjúkratryggingar hafa á undanförnum árum gert samninga til að efla þjónustu á landsbyggðinni og við vonumst til þess að geta fjölgað þeim enn frekar,“ sagði Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga. Sjúkratryggingar Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að augnlæknar verði með móttöku á Egilsstöðum fimm til sjö sinnum á ári, fimm daga í senn. Þess utan veiti augnlæknar fjarheilbrigðisþjónustu gegnum fjarbúnað og verður Heilbrigðisstofnunin með sérþjálfaðan starfsmann sem sinni þjónustu við sjúklinga í tengslum við notkun búnaðarins á staðnum. Augnlæknar hafi ekki verið með þjónustu á Austurlandi um nokkurt skeið og því miklar vonir bundnar við þjónustuna. Þá kemur fram að augnlæknarnir sem hafa tekið að sér að sinna þjónustunni væru með reynslu af sams konar þjónustu erlendis. Þurfi ekki lengur að fara um langan veg fyrir þjónustu „Hér sjáum við íslenska heilbrigðisstefnu í framkvæmd, þar sem markvisst er unnið að því að jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og nýta til þess samninga og jafnframt tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Samningurinn gæti jafnframt orðið „fyrirmynd sérgreinaþjónustu um allt land“. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands sagði fólk á stofnuninni hafa fundið fyrir skorti á þjónustu augnlækna á svæðinu. Margir hafi þurft að fara um langan veg til að sækja þjónustu augnlækna og margir hreinlega ekki fengið neina þjónustu af því tagi. „Þetta er stór og mikilvægur áfangi í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og tryggir íbúum á Austurlandi aðgang að augnlækningum í þeirra heimabyggð. Sjúkratryggingar hafa á undanförnum árum gert samninga til að efla þjónustu á landsbyggðinni og við vonumst til þess að geta fjölgað þeim enn frekar,“ sagði Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga.
Sjúkratryggingar Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira