Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar 16. nóvember 2024 11:47 Undirritaður er heimilislæknir og hefur síðustu ár tekið þátt í gæðastarfi sem tengist ávísun lyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þar ber einna hæst úttektir á ávísun sýklalyfja í landshlutanum í gegnum samstarf við Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu, endurskoðun verklags við ávísun ávanalyfja og nú einnig verklag við endurnýjun allra lyfja. Skyndibitavæðing lyfjaendurnýjunar? Undanfarin ár hafa tækniframfarir auðveldað ýmsa þætti lyfjaendurnýjunar fólks, þar á meðal aðgengi að þjónustu og skilvirkni. Engu að síður fylgja þessu bætta aðgengi ákveðnar hættur, sem getur leitt til þess að lyfjaendurnýjun getur farið að minna á nokkurs konar skyndibita-þjónustu, bæði frammi fyrir sjúklingnum, læknum og öðru starfsfólki heilsugæslu eða apóteka. Skjót þjónusta er að sjálfsögðu ekki alltaf undir neikvæðum formerkjum en þegar verið er að ræða ávísun lyfja, oft til margra mánaða eða jafnvel til árs, skiptir máli að ákvarðanir þar að baki séu teknar með fagmennsku að leiðarljósi. Það er í höndum okkar sem höfum fagþekkinguna, að breyta skyndibitaviðhorfinu, á báða bóga. Að allir aðilar séu meðvitaðir um að inntaka lyfja sé alla jafna meðferð sem geti verið ýmist gagnleg, gagnslítil eða skaðleg og þurfi alla jafna að hafa eftirlit með ef um er að ræða meðferð til lengri tíma. Að stefnt sé að ákveðnu markmiði sem geti þurft að endurskoða síðar. Faglegt utanumhald og fræðsla Svo dæmi sé tekið hefur verklag við endurnýjun ávanalyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands í rúman áratug tekið mið af því að reglulegir notendur slíkra lyfja eru hópur sem sérstaklega þarf að gefa gaum og tíma. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sömuleiðis haldið á lofti fræðslu um kvefpestir sem almennt ekki þarfnast sýklalyfja við og átt samtal sín á milli um skaðann sem ónákvæm notkun sýklalyfja getur valdið, til dæmis að forðast skuli óþarfa notkun breiðvirkra sýklalyfja sem raska örveruflóru fólks. Sem rökrétt framhald þeirrar gæðavinnu hefur nú undanfarið haust einnig verið farið í vinnu við að bæta fagmennsku við framkvæmd almennra lyfjaendurnýjana. Lyfjaendurnýjun á stofnuninni hefur þannig verið gert hærra undir höfði, til að sporna við því að starsfólk falli í gildrur og slæma ávana eins og fljótfærni eða sinnuleysi. Yfirleitt gerist slíkt þegar lyfjaendurnýjun er gerð í hjáverkum og bera stjórnendur þá ríka ábyrgð á að sjá til þess að vinnufyrirkomulag lækna sé með þeim hætti að hægt sé að stunda fagleg vinnubrögð. Sé ekki gætt að þessu geta lyfjameðferðir sumra sjúklinga gengið áfram árum saman án þess að tekin sé afstaða til meðferðarinnar, að eftirfylgd eigi sér stað. Lítill músarsmellur, mikil ábyrgð Þegar læknir endurnýjar lyfjaávísun einstaklings er mikilvægt að hafa hugfast, að hann er með því orðinn virkur þátttakandi í meðferðinni og því fylgir ábyrgð. Það er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir sjúklinga að læknar axli þá ábyrgð og séu tilbúnir að standa fyrir og rökstyðja þessa þjónustu eins og aðra læknisþjónustu sem þeir veita. Læknar samþykkja beiðnir um endurnýjun lyfja þegar ekkert mælir gegn því en hafna að sama skapi beiðnum um endurnýjun, ef augljósir annmarkar eru á meðferðinni eða mikilvægar upplýsingar vantar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar sem því miður er stundum ábótavant er t.d. eftirfarandi: Við hverju er lyfið notað? Hvert er markmiðið? Hvenær hófst meðferðin? Hver hóf meðferðina og hver ber ábyrgð á henni? Hvenær er stefnt að endurskoðun meðferðar? Gagnkvæmur skilningur Jafn mikilvægt er, að almenningur hafi skilning á því að ekki er alltaf hægt að verða við beiðni þeirra um skyndiafgreiðslu lyfjaendurnýjana án samtals við lækni. Það er sömuleiðis ákaflega mikilvægt að stjórnendur heilbrigðisstofnana og heilsugæslu gæti þess að læknar hafi svigrúm til þess að sinna lyfjaendurnýjun eins og til er ætlast og þetta sé ekki skipulagt sem verkefni sem eigi að sinna á hlaupum eða hundavaði. Það er mikil gæfa að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Austurlands hafi sýnt því skilning og gefið gaum, hversu vandasamt verkefni lyfjaendurnýjun getur verið, ekki síst í dag þegar kröfur nútímans um hraða afgreiðslu, eru miklar. Höfundur er heimilislæknir á HSA og situr í nefnd um vinnulag við lyfjaendurnýjanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Undirritaður er heimilislæknir og hefur síðustu ár tekið þátt í gæðastarfi sem tengist ávísun lyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þar ber einna hæst úttektir á ávísun sýklalyfja í landshlutanum í gegnum samstarf við Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu, endurskoðun verklags við ávísun ávanalyfja og nú einnig verklag við endurnýjun allra lyfja. Skyndibitavæðing lyfjaendurnýjunar? Undanfarin ár hafa tækniframfarir auðveldað ýmsa þætti lyfjaendurnýjunar fólks, þar á meðal aðgengi að þjónustu og skilvirkni. Engu að síður fylgja þessu bætta aðgengi ákveðnar hættur, sem getur leitt til þess að lyfjaendurnýjun getur farið að minna á nokkurs konar skyndibita-þjónustu, bæði frammi fyrir sjúklingnum, læknum og öðru starfsfólki heilsugæslu eða apóteka. Skjót þjónusta er að sjálfsögðu ekki alltaf undir neikvæðum formerkjum en þegar verið er að ræða ávísun lyfja, oft til margra mánaða eða jafnvel til árs, skiptir máli að ákvarðanir þar að baki séu teknar með fagmennsku að leiðarljósi. Það er í höndum okkar sem höfum fagþekkinguna, að breyta skyndibitaviðhorfinu, á báða bóga. Að allir aðilar séu meðvitaðir um að inntaka lyfja sé alla jafna meðferð sem geti verið ýmist gagnleg, gagnslítil eða skaðleg og þurfi alla jafna að hafa eftirlit með ef um er að ræða meðferð til lengri tíma. Að stefnt sé að ákveðnu markmiði sem geti þurft að endurskoða síðar. Faglegt utanumhald og fræðsla Svo dæmi sé tekið hefur verklag við endurnýjun ávanalyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands í rúman áratug tekið mið af því að reglulegir notendur slíkra lyfja eru hópur sem sérstaklega þarf að gefa gaum og tíma. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sömuleiðis haldið á lofti fræðslu um kvefpestir sem almennt ekki þarfnast sýklalyfja við og átt samtal sín á milli um skaðann sem ónákvæm notkun sýklalyfja getur valdið, til dæmis að forðast skuli óþarfa notkun breiðvirkra sýklalyfja sem raska örveruflóru fólks. Sem rökrétt framhald þeirrar gæðavinnu hefur nú undanfarið haust einnig verið farið í vinnu við að bæta fagmennsku við framkvæmd almennra lyfjaendurnýjana. Lyfjaendurnýjun á stofnuninni hefur þannig verið gert hærra undir höfði, til að sporna við því að starsfólk falli í gildrur og slæma ávana eins og fljótfærni eða sinnuleysi. Yfirleitt gerist slíkt þegar lyfjaendurnýjun er gerð í hjáverkum og bera stjórnendur þá ríka ábyrgð á að sjá til þess að vinnufyrirkomulag lækna sé með þeim hætti að hægt sé að stunda fagleg vinnubrögð. Sé ekki gætt að þessu geta lyfjameðferðir sumra sjúklinga gengið áfram árum saman án þess að tekin sé afstaða til meðferðarinnar, að eftirfylgd eigi sér stað. Lítill músarsmellur, mikil ábyrgð Þegar læknir endurnýjar lyfjaávísun einstaklings er mikilvægt að hafa hugfast, að hann er með því orðinn virkur þátttakandi í meðferðinni og því fylgir ábyrgð. Það er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir sjúklinga að læknar axli þá ábyrgð og séu tilbúnir að standa fyrir og rökstyðja þessa þjónustu eins og aðra læknisþjónustu sem þeir veita. Læknar samþykkja beiðnir um endurnýjun lyfja þegar ekkert mælir gegn því en hafna að sama skapi beiðnum um endurnýjun, ef augljósir annmarkar eru á meðferðinni eða mikilvægar upplýsingar vantar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar sem því miður er stundum ábótavant er t.d. eftirfarandi: Við hverju er lyfið notað? Hvert er markmiðið? Hvenær hófst meðferðin? Hver hóf meðferðina og hver ber ábyrgð á henni? Hvenær er stefnt að endurskoðun meðferðar? Gagnkvæmur skilningur Jafn mikilvægt er, að almenningur hafi skilning á því að ekki er alltaf hægt að verða við beiðni þeirra um skyndiafgreiðslu lyfjaendurnýjana án samtals við lækni. Það er sömuleiðis ákaflega mikilvægt að stjórnendur heilbrigðisstofnana og heilsugæslu gæti þess að læknar hafi svigrúm til þess að sinna lyfjaendurnýjun eins og til er ætlast og þetta sé ekki skipulagt sem verkefni sem eigi að sinna á hlaupum eða hundavaði. Það er mikil gæfa að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Austurlands hafi sýnt því skilning og gefið gaum, hversu vandasamt verkefni lyfjaendurnýjun getur verið, ekki síst í dag þegar kröfur nútímans um hraða afgreiðslu, eru miklar. Höfundur er heimilislæknir á HSA og situr í nefnd um vinnulag við lyfjaendurnýjanir.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar