„Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2024 13:33 Guðrún kynnti stefnu dómsmálaráðuneytisins í landamæramálum á blaðamannafundi í gær. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hafnar alfarið gagnrýni þingmanns Pírata á blaðamannafund sem hún hélt með Ríkislögreglustjóra í gær. Hún segir starfsstjórnir geta markað stefnu, og það sem kynnt var á fundinum sé ekki hennar stefna, heldur ráðuneytis hennar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hélt í gær blaðamannafund um nýja stefnu og áætlun í landamæramálum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, steig í kjölfarið fram og sagði fundinn bera vott um spillingu. Dómsmálaráðherra væri í kosningabaráttu og gæti kynnt sína stefnu sem frambjóðandi, en ekki færi vel á því að hún gerði það í krafti embættis síns. Sjálf gefur Guðrún lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega. Ég hef margítrekað sagt á síðustu mánuðum að við séum að fara að leggja fram stefnu í ráðuneytinu, stefnu í málefnum landamæra Íslands,“ segir Guðrún. Vinnan hafi farið af stað á vormánuðum, áður en ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga. Mikill árangur hafi náðst í þeirri vinnu í sumar, og verið sé að binda lokahnykk á vinnu sem lauk í september. Eðlilegt hafi þótt að birta stefnuna og eftir mikið samtal ákveðið að leggja fram tvö plögg. „Annars vegar stefnu ráðuneytisins í málefnum landamæra, sem nýtt væri til almennrar stefnumörkunar innanlands, og svo landsáætlun um málefni landamæra sem var unnin af ríkislögreglustjóra og yrði afhent Frontex - landamærastofnun Evrópu.“ Seinna plaggið hafi þegar verið afhent Frontex, og því bagalegt ef ekki hefði tekist að klára vinnu við stefnu ráðuneytisins sjálfs í sama málaflokki, að sögn Guðrúnar. „Ég tel að starfsstjórn geti verið í stefnumörkun og ég er bara að vinna samkvæmt forsetaúrskurði.“ Guðrún ítrekar að um stefnu ráðuneytisins sé að ræða, en ekki hennar. „En ég er starfandi dómsmálaráðherra og það er ekkert óeðlilegt við það að dómsmálaráðherra kynni þessa stefnu með ríkislögreglustjóra,“ segir Guðrún. Guðrún telji ekki ólíklegt að ummæli Björns um spillingu séu liður í hans eigin kosningabaráttu. „Og sé að reyna að koma höggi á dómsmálaráðherra með þessari umræðu.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landamæri Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hélt í gær blaðamannafund um nýja stefnu og áætlun í landamæramálum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, steig í kjölfarið fram og sagði fundinn bera vott um spillingu. Dómsmálaráðherra væri í kosningabaráttu og gæti kynnt sína stefnu sem frambjóðandi, en ekki færi vel á því að hún gerði það í krafti embættis síns. Sjálf gefur Guðrún lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega. Ég hef margítrekað sagt á síðustu mánuðum að við séum að fara að leggja fram stefnu í ráðuneytinu, stefnu í málefnum landamæra Íslands,“ segir Guðrún. Vinnan hafi farið af stað á vormánuðum, áður en ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga. Mikill árangur hafi náðst í þeirri vinnu í sumar, og verið sé að binda lokahnykk á vinnu sem lauk í september. Eðlilegt hafi þótt að birta stefnuna og eftir mikið samtal ákveðið að leggja fram tvö plögg. „Annars vegar stefnu ráðuneytisins í málefnum landamæra, sem nýtt væri til almennrar stefnumörkunar innanlands, og svo landsáætlun um málefni landamæra sem var unnin af ríkislögreglustjóra og yrði afhent Frontex - landamærastofnun Evrópu.“ Seinna plaggið hafi þegar verið afhent Frontex, og því bagalegt ef ekki hefði tekist að klára vinnu við stefnu ráðuneytisins sjálfs í sama málaflokki, að sögn Guðrúnar. „Ég tel að starfsstjórn geti verið í stefnumörkun og ég er bara að vinna samkvæmt forsetaúrskurði.“ Guðrún ítrekar að um stefnu ráðuneytisins sé að ræða, en ekki hennar. „En ég er starfandi dómsmálaráðherra og það er ekkert óeðlilegt við það að dómsmálaráðherra kynni þessa stefnu með ríkislögreglustjóra,“ segir Guðrún. Guðrún telji ekki ólíklegt að ummæli Björns um spillingu séu liður í hans eigin kosningabaráttu. „Og sé að reyna að koma höggi á dómsmálaráðherra með þessari umræðu.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landamæri Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira