Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2024 09:01 Frá bardaga þeirra Tyson og Paul. Vísir/Getty Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. Bardaga Tyson og Paul var beðið með nokkurri eftirvæntingu en YouTube-stjarnan Paul hefur einbeitt sér að hnefaleikum síðustu misserin og skoraði á Tyson í bardaga en Tyson er orðinn 58 ára gamall og keppti síðast í keppnisbardaga árið 2005. Það var Paul sem hafði síðan betur í bardaganum eftir að dómarar dæmdu honum sigur á stigum. Ljóst þótti að Tyson þyrfti að ná rothöggi á Paul snemma til að fagna sigri og mátti sjá þreytumerki á Tyson eftir því sem leið. Tyson var raunar hægur frá upphafi og eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju þegar hann gekk í hringinn heyrðist baulað að honum undir lok bardagans. „Ég þurfti að berjast fyrir því að ná heilsu“ Tyson var búinn að vera kokhrautur í undirbúningi fyrir bardagann en hann átti upphaflega að fara fram í júní en var þá frestað vegna veikinda Tyson sem glímdi við magasár. Eftir bardagann hyllti Paul Tyson og sagði það hafa verið heiður að mæta honum. Tyson tjáði sig síðan á samfélagsmiðlinum X í gærkvöldi. Hann segir að þetta hafi verið ein af þeim stundum þar sem maður vinnur þrátt fyrir að tapa. „Ég er þakklátur fyrir gærkvöldið. Engin eftirsjá að hafa farið inn í hringinn í síðasta skiptið,“ skrifar Tyson og kemur síðan inn á veikindin sem urðu til þess að fresta þurfti bardaganum í sumar. This is one of those situations when you lost but still won. I’m grateful for last night. No regrets to get in ring one last time. I almost died in June. Had 8 blood transfusions. Lost half my blood and 25lbs in hospital and had to fight to get healthy to fight so I won. To…— Mike Tyson (@MikeTyson) November 16, 2024 „Ég dó næstum því í júní. Ég fékk 8 blóðgjafir, missti helminginn af blóðinu og 11 kíló á sjúkrahúsi. Ég þurfti að berjast fyrir því að ná heilsu til að geta barist.“ Tyson segir að þetta hafi verið augnablik sem enginn getur ætlast til að upplifa. „Að börnin mín hafi séð mig standa andspænis og klára átta lotur gegn hæfileikaríkum hnefaleikmanni sem er helmingi yngri en ég. Fyrir framan troðfullan leikvang Dallas Cowboys. Það er reynsla sem enginn hefur rétt á að biðja um.“ Box Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira
Bardaga Tyson og Paul var beðið með nokkurri eftirvæntingu en YouTube-stjarnan Paul hefur einbeitt sér að hnefaleikum síðustu misserin og skoraði á Tyson í bardaga en Tyson er orðinn 58 ára gamall og keppti síðast í keppnisbardaga árið 2005. Það var Paul sem hafði síðan betur í bardaganum eftir að dómarar dæmdu honum sigur á stigum. Ljóst þótti að Tyson þyrfti að ná rothöggi á Paul snemma til að fagna sigri og mátti sjá þreytumerki á Tyson eftir því sem leið. Tyson var raunar hægur frá upphafi og eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju þegar hann gekk í hringinn heyrðist baulað að honum undir lok bardagans. „Ég þurfti að berjast fyrir því að ná heilsu“ Tyson var búinn að vera kokhrautur í undirbúningi fyrir bardagann en hann átti upphaflega að fara fram í júní en var þá frestað vegna veikinda Tyson sem glímdi við magasár. Eftir bardagann hyllti Paul Tyson og sagði það hafa verið heiður að mæta honum. Tyson tjáði sig síðan á samfélagsmiðlinum X í gærkvöldi. Hann segir að þetta hafi verið ein af þeim stundum þar sem maður vinnur þrátt fyrir að tapa. „Ég er þakklátur fyrir gærkvöldið. Engin eftirsjá að hafa farið inn í hringinn í síðasta skiptið,“ skrifar Tyson og kemur síðan inn á veikindin sem urðu til þess að fresta þurfti bardaganum í sumar. This is one of those situations when you lost but still won. I’m grateful for last night. No regrets to get in ring one last time. I almost died in June. Had 8 blood transfusions. Lost half my blood and 25lbs in hospital and had to fight to get healthy to fight so I won. To…— Mike Tyson (@MikeTyson) November 16, 2024 „Ég dó næstum því í júní. Ég fékk 8 blóðgjafir, missti helminginn af blóðinu og 11 kíló á sjúkrahúsi. Ég þurfti að berjast fyrir því að ná heilsu til að geta barist.“ Tyson segir að þetta hafi verið augnablik sem enginn getur ætlast til að upplifa. „Að börnin mín hafi séð mig standa andspænis og klára átta lotur gegn hæfileikaríkum hnefaleikmanni sem er helmingi yngri en ég. Fyrir framan troðfullan leikvang Dallas Cowboys. Það er reynsla sem enginn hefur rétt á að biðja um.“
Box Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira