Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 07:32 Geovany Quenda er búinn að vinna sig inn í portúgalska landsliðshópinn, aðeins 17 ára gamall, eftir að hafa spilað vel með Sporting Lissabon í haust. Getty/Gualter Fatia Hinn 17 ára gamli Geovany Quenda gæti átt eftir að fylgja á eftir stjóranum Rúben Amorim frá Sporting Lissabon til Manchester United, næsta sumar. Portúgalski miðillinn A Bola greinir frá því að United sæki það fast að tryggja sér Quenda og að fyrsta tilboð gæti hljóðað upp á 40 milljónir evra, eða 5,8 milljarða króna. Amorim hleypti Quenda inn í lið Sporting á þessari leiktíð og þessi ungi kantmaður hefur gripið tækifærið og spilað flesta leiki, bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann vann sig inn í A-landsliðshóp Portúgals og gæti mögulega fengið fyrsta A-landsleikinn í kvöld þegar Portúgal mætir Króatíu á útivelli í Þjóðadeildinni. Geovany Quenda could become the youngest ever play to play for Portugal on Monday.If the winger plays against Croatia, he will beat the previous record, held by Paulo Futre, by 3 days. pic.twitter.com/Q1I7Enpv11— All Things Alvalade (@ATAlvalade) November 17, 2024 A Bola segir að United hafi verið búið að setja sig í samband við Sporting vegna Quenda áður en félagið keypti stjóra portúgalska félagsins, sem um næstu helgi stýrir United í fyrsta sinn þegar liðið mætir Ipswich á útivelli. Amorim hefur hins vegar sagt að hann muni ekki sækja neina leikmenn frá Sporting í janúarglugganum, en bætti við að hann vissi ekki hvað myndi gerast næsta sumar. Þau orð hafa meira verið tengd við Svíann eftirsótta Viktor Gyökeres en virðast einnig eiga við Quenda, enda verður hann ekki 18 ára fyrr en 30. apríl á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Geovany Quenda (@gquenda07) United vill hins vegar tryggja það sem fyrst að Quenda spili fyrir enska félagið en það mun kosta sitt. Ungstirnið skrifaði undir nýjan samning við Sporting í september, með gildistíma fram til 2027, og kaupklásúlan í samningnum fór úr því að vera 45 milljónir evra í að það kostaði 100 milljónir evra að losa Quenda undan samningi. United hefur ekki í hyggju að greiða svo háa upphæð og eins og fyrr segir kemur fram í frétt A Bola að fyrstu tilraunir enska félagsins gætu verið um 40 milljóna evru tilboð. Amorim tók Quenda inn í aðalhóp Sporting á undirbúningstímabilinu í sumar til að sjá hvernig hann myndi spjara sig. Táningurinn „var betri en maður bjóst við“ sagði Amorim sem treysti Quenda fyrir hægri kantmannsstöðunni bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu, og gæti mögulega átt eftir að gera það hjá United einnig. Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Portúgalski miðillinn A Bola greinir frá því að United sæki það fast að tryggja sér Quenda og að fyrsta tilboð gæti hljóðað upp á 40 milljónir evra, eða 5,8 milljarða króna. Amorim hleypti Quenda inn í lið Sporting á þessari leiktíð og þessi ungi kantmaður hefur gripið tækifærið og spilað flesta leiki, bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann vann sig inn í A-landsliðshóp Portúgals og gæti mögulega fengið fyrsta A-landsleikinn í kvöld þegar Portúgal mætir Króatíu á útivelli í Þjóðadeildinni. Geovany Quenda could become the youngest ever play to play for Portugal on Monday.If the winger plays against Croatia, he will beat the previous record, held by Paulo Futre, by 3 days. pic.twitter.com/Q1I7Enpv11— All Things Alvalade (@ATAlvalade) November 17, 2024 A Bola segir að United hafi verið búið að setja sig í samband við Sporting vegna Quenda áður en félagið keypti stjóra portúgalska félagsins, sem um næstu helgi stýrir United í fyrsta sinn þegar liðið mætir Ipswich á útivelli. Amorim hefur hins vegar sagt að hann muni ekki sækja neina leikmenn frá Sporting í janúarglugganum, en bætti við að hann vissi ekki hvað myndi gerast næsta sumar. Þau orð hafa meira verið tengd við Svíann eftirsótta Viktor Gyökeres en virðast einnig eiga við Quenda, enda verður hann ekki 18 ára fyrr en 30. apríl á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Geovany Quenda (@gquenda07) United vill hins vegar tryggja það sem fyrst að Quenda spili fyrir enska félagið en það mun kosta sitt. Ungstirnið skrifaði undir nýjan samning við Sporting í september, með gildistíma fram til 2027, og kaupklásúlan í samningnum fór úr því að vera 45 milljónir evra í að það kostaði 100 milljónir evra að losa Quenda undan samningi. United hefur ekki í hyggju að greiða svo háa upphæð og eins og fyrr segir kemur fram í frétt A Bola að fyrstu tilraunir enska félagsins gætu verið um 40 milljóna evru tilboð. Amorim tók Quenda inn í aðalhóp Sporting á undirbúningstímabilinu í sumar til að sjá hvernig hann myndi spjara sig. Táningurinn „var betri en maður bjóst við“ sagði Amorim sem treysti Quenda fyrir hægri kantmannsstöðunni bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu, og gæti mögulega átt eftir að gera það hjá United einnig.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira