Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar 18. nóvember 2024 07:45 Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög um stjórnmál og hagsmuni. Fulltrúar flokka bjóða sig fram í kosningum til Alþingis. Einhverjir flokkar fá fleiri atkvæði, aðrir færri. Eftir kosningar er reynt að berja saman ríkisstjórn tveggja eða þriggja flokka, sem sammælast um stjórnarsáttmála, verkefnskrá næsta kjörtímabils – sem kjósendur hafa ekkert um að segja, en verða einfaldlega að sætta sig við – eina ferðina enn. Þessa dagana eru fulltrúar ellefu flokka að garga hver upp í annan í fjölmiðlum, líkt og götusalar á markaðstorgi. Allir hafa svipaða vöru að selja; nokkrir bjóða upp á sjaldséða ávexti, aðrir segjast hafa alveg glænýja tegund ávaxta og enn aðrir reyna að selja gamla ávexti undir nýju nafni. Kjósendur, sem nú eru neyddir til að kjósa á milli mis gáfulegra flokka, eiga heimtingu á því að hafa val um að kjósa á milli kosningabandalaga, sem hvert hefði sína fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn og sinn niðurneglda stjórnarsáttmála. Þá værum núna að sjá þrjú, fjögur eða fimm forsætisráðherraefni í fjölmiðlum að rökræða stjórnarsáttmála hvers annars. Tilvonandi þrjú, fjögur eða fimm menntamálaráðherraefni að rökræða mennta- og menningarstefnu hvers kosningabandalags; fjármálaráðherraefni að rökræða efnhagsmál, heilbrigðisráðherraefni heilbrigðismál o.sv.fr. Ekki aðeins myndi þetta fyrirkomulag stuðla að vitrænni og skynsamlegri umræðu um landsmálin almennt, heldur fengju kjósendur loksins það langþráða lýðræðislega tækifæri að fá loksins að kjósa sér ríkisstjórn og stjórnarsáttmála beinni kosningu til næstu fjögurra ára. Ríkisstjórn, þannig kjörin, hefði mun meira og víðtækara umboð þjóðarinnar, heldur en ríkisstjórn sem sett er saman í hrossakaupum á bakvið tjöldin, sem smíðar stjórnarsáttmála í skjóli nætur byggðan á málamiðlun og hagsmunum flokkanna fyrst og fremst. Sú aðferð hefur skilað landsmönnum hverri hörmunginni á fætur annarri áratugum saman, þótt inn á milli hafi einstakir ráðherrar skilað góðu starfi í sínu embætti. Núverandi fyrirkomulag gagnast engum, nema fjölmiðlum og fyrirtækjum sem gera skoðanakannanir. Kjósendur sitja hljóðir og horfa á þennan sirkus og vita að það skiptir engu máli hverjum þeir gefa atkvæði sitt. Einhvers konar ríkisstjórn og einhvers konar stjórnarsáttmáli verður settur saman - eftir kosningar. „Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá.“ Eitt er víst að kjósendur fá ekkert að segja um þann gjörning. Þar munu hagsmunir flokkanna einir ráða, eins og ævinlega. Í krafti þingsetu sinnar hafa stjórnmálaflokkar skammtað sér styrki af almannafé, til þess að m.a. að fjármagna áróður sem á að höfða til þessa sama almennings. Þetta er ótrúlega sjálfbært og fínt fyrirkomulag – fyrir flokkana. Almenningur fær hins vegar minna fyrir snúð sinn, en á hins vegar beinharða kröfu á flokkana, í ljósi þess að þeir eru reknir fyrir almannafé, að þeir axli ábyrgð – fyrir kosningar – stofni kosningabandalög sín á milli og leggi fram ríkisstjórn og stjórnarsáttmála, sem kjósendur geta valið á milli. Þá fyrst væru kjósendur að fá eitthvað fyrir peninginn. Þá fyrst gætum við talað um lýðræðislegar kosningar í landinu, frjálsar undan einokun hins úrelta flokkakerfis. Höfundur er vonsvikinn kjósandi síðan 1980. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Erlingsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög um stjórnmál og hagsmuni. Fulltrúar flokka bjóða sig fram í kosningum til Alþingis. Einhverjir flokkar fá fleiri atkvæði, aðrir færri. Eftir kosningar er reynt að berja saman ríkisstjórn tveggja eða þriggja flokka, sem sammælast um stjórnarsáttmála, verkefnskrá næsta kjörtímabils – sem kjósendur hafa ekkert um að segja, en verða einfaldlega að sætta sig við – eina ferðina enn. Þessa dagana eru fulltrúar ellefu flokka að garga hver upp í annan í fjölmiðlum, líkt og götusalar á markaðstorgi. Allir hafa svipaða vöru að selja; nokkrir bjóða upp á sjaldséða ávexti, aðrir segjast hafa alveg glænýja tegund ávaxta og enn aðrir reyna að selja gamla ávexti undir nýju nafni. Kjósendur, sem nú eru neyddir til að kjósa á milli mis gáfulegra flokka, eiga heimtingu á því að hafa val um að kjósa á milli kosningabandalaga, sem hvert hefði sína fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn og sinn niðurneglda stjórnarsáttmála. Þá værum núna að sjá þrjú, fjögur eða fimm forsætisráðherraefni í fjölmiðlum að rökræða stjórnarsáttmála hvers annars. Tilvonandi þrjú, fjögur eða fimm menntamálaráðherraefni að rökræða mennta- og menningarstefnu hvers kosningabandalags; fjármálaráðherraefni að rökræða efnhagsmál, heilbrigðisráðherraefni heilbrigðismál o.sv.fr. Ekki aðeins myndi þetta fyrirkomulag stuðla að vitrænni og skynsamlegri umræðu um landsmálin almennt, heldur fengju kjósendur loksins það langþráða lýðræðislega tækifæri að fá loksins að kjósa sér ríkisstjórn og stjórnarsáttmála beinni kosningu til næstu fjögurra ára. Ríkisstjórn, þannig kjörin, hefði mun meira og víðtækara umboð þjóðarinnar, heldur en ríkisstjórn sem sett er saman í hrossakaupum á bakvið tjöldin, sem smíðar stjórnarsáttmála í skjóli nætur byggðan á málamiðlun og hagsmunum flokkanna fyrst og fremst. Sú aðferð hefur skilað landsmönnum hverri hörmunginni á fætur annarri áratugum saman, þótt inn á milli hafi einstakir ráðherrar skilað góðu starfi í sínu embætti. Núverandi fyrirkomulag gagnast engum, nema fjölmiðlum og fyrirtækjum sem gera skoðanakannanir. Kjósendur sitja hljóðir og horfa á þennan sirkus og vita að það skiptir engu máli hverjum þeir gefa atkvæði sitt. Einhvers konar ríkisstjórn og einhvers konar stjórnarsáttmáli verður settur saman - eftir kosningar. „Hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá.“ Eitt er víst að kjósendur fá ekkert að segja um þann gjörning. Þar munu hagsmunir flokkanna einir ráða, eins og ævinlega. Í krafti þingsetu sinnar hafa stjórnmálaflokkar skammtað sér styrki af almannafé, til þess að m.a. að fjármagna áróður sem á að höfða til þessa sama almennings. Þetta er ótrúlega sjálfbært og fínt fyrirkomulag – fyrir flokkana. Almenningur fær hins vegar minna fyrir snúð sinn, en á hins vegar beinharða kröfu á flokkana, í ljósi þess að þeir eru reknir fyrir almannafé, að þeir axli ábyrgð – fyrir kosningar – stofni kosningabandalög sín á milli og leggi fram ríkisstjórn og stjórnarsáttmála, sem kjósendur geta valið á milli. Þá fyrst væru kjósendur að fá eitthvað fyrir peninginn. Þá fyrst gætum við talað um lýðræðislegar kosningar í landinu, frjálsar undan einokun hins úrelta flokkakerfis. Höfundur er vonsvikinn kjósandi síðan 1980.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar