Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 13:30 Danskar kýr í haga. Getty/Michal Fludra Dönsk stjórnvöld hafa náð sögulegu samkomulagi sem meðal annars felur í sér að Danmörk mun fyrst ríkja í heimi skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrum, nái áformin fram að ganga. Danska ríkisstjórnin og breiður meirihluti flokka á danska þinginu hafa náð pólitísku samkomulagi um meiriháttar landslags- og umhverfisbreytingar í landinu. Græna þríhliða samkomulagið svokallaða hefur verið lengi í undirbúningi og var nánari útfærsla þess kynnt á blaðamannafundi í morgun. Dönsk stjórnvöld, náttúruverndarsamtök og hagsmunasamtök bænda- og landbúnaðar auk annarra hafa aðkomu að samkomulaginu og er áætlaður kostnaður vegna samkomulagsins um 43 milljarðar danskra króna, eða sem nemur um 835 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum er um að ræða umfangsmestu boðuðu breytingar á dönsku landslagi í yfir hundrað ár að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu sem sérstaklega var stofnað um innleiðingu samkomulagsins. Gróðursetja milljarð trjáa á tuttugu árum Markmið samkomulagsins er meðal annars að styrkja og bæta náttúruna og tryggja gæði vatnsumhverfis. Þrátt fyrir að náðst hafi breitt pólitískt samkomulag liggur fyrir að samningurinn er ekki óumdeildur, en meðal annars liggur ekki enn fyrir hvernig stendur til að fjármagna hann. Samkomulagið felur meðal annars í sér áform um stóraukna skógrækt á 250 hektara landsvæði. Þannig gera áfromin ráð fyrir að gróðursettur verði um einn milljarður trjáa á næstu tuttugu árum. Þá stendur til að umbreyta á 140 hektörum af landi, þar sem nú er iðkuð loftslagsmengandi ræktun á láglendi, í náttúrusvæði. Þetta er sagt munu breyta ásýnd landlagsins til muna. Einhver þeirra svæða þar sem nú er stundaður landbúnaður verður breytt í eitthvað annað. Jeppe Bruus, ráðherra Græna þríhliðasamkomulagsins svokallaða, kynnti samkomulagið ásamt öðrum fulltrúum stjórnarflokkanna á blaðamannafundi í dag.EPA/IDA MARIE ODGAARD Auk breytinga á landslagi á samningurinn að stuðla að bættu vatnsumhverfi í fjörðum og við strendur landsins, draga úr súrnun sjávar, styrkja líffræðilegan fjölbreytileika og vernd neysluvatns. Bændur borgi fyrir losun frá ám, kúm og öðrum húsdýrum Þá verður Danmörk fyrst ríkja í heiminum til að leggja sérstakan kolefnisskatt á losun frá húsdýrum. Áætlað er í samkomulaginu að með þessu verði hægt að draga úr losun um sem nemur 1,8 til 2,6 milljónum tonna af koltvísýringi árið 2030. Lagt er upp með að frá og með árinu 2030 muni danskir bændur greiða 120 danskar krónur í skatt fyrir hvert tonn af losun frá húsdýrum. Þá mun gjaldið hækka í 300 danskar krónur á hvert tonn árið 2035, en í íslenskum krónum samsvarar þetta um 2400 til 6000 krónum á hvert tonn. Til stendur einnig að fjölga náttúruþjóðgörðum um sex og þannig gert ráð fyrir að alls verði í Danmörku 21 slíkir þjóðgarðar árið 2030. Meðal helstu áhersluefna í samkomulaginu er að draga úr áhrifum köfnunarefna á náttúruna en súrefnisþurrð í dönskum vatnasviðum og súrnun hafsins er sögð gríðarlegt áhyggjuefni. Þannig stendur til að ráðast í átak til að draga úr mengunaráhrifum svokallaðra köfnunarefna sem skaðað geta náttúruna og er sjónum þar einna helst beint að mengandi efnum frá landbúnaði. Þrátt fyrir auknar álögur og aðgerðir sem beint er að dönskum landbúnaði og matvælaframleiðendum segjast stjórnvöld leggja áherslu á að áfram verði iðkaður öflugur og samkeppnishæfur landbúnaður í Danmörku og að framleidd verði holl og góð matvæli í landinu. Danmörk Umhverfismál Loftslagsmál Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Dýr Skattar og tollar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Dönsk stjórnvöld, náttúruverndarsamtök og hagsmunasamtök bænda- og landbúnaðar auk annarra hafa aðkomu að samkomulaginu og er áætlaður kostnaður vegna samkomulagsins um 43 milljarðar danskra króna, eða sem nemur um 835 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum er um að ræða umfangsmestu boðuðu breytingar á dönsku landslagi í yfir hundrað ár að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu sem sérstaklega var stofnað um innleiðingu samkomulagsins. Gróðursetja milljarð trjáa á tuttugu árum Markmið samkomulagsins er meðal annars að styrkja og bæta náttúruna og tryggja gæði vatnsumhverfis. Þrátt fyrir að náðst hafi breitt pólitískt samkomulag liggur fyrir að samningurinn er ekki óumdeildur, en meðal annars liggur ekki enn fyrir hvernig stendur til að fjármagna hann. Samkomulagið felur meðal annars í sér áform um stóraukna skógrækt á 250 hektara landsvæði. Þannig gera áfromin ráð fyrir að gróðursettur verði um einn milljarður trjáa á næstu tuttugu árum. Þá stendur til að umbreyta á 140 hektörum af landi, þar sem nú er iðkuð loftslagsmengandi ræktun á láglendi, í náttúrusvæði. Þetta er sagt munu breyta ásýnd landlagsins til muna. Einhver þeirra svæða þar sem nú er stundaður landbúnaður verður breytt í eitthvað annað. Jeppe Bruus, ráðherra Græna þríhliðasamkomulagsins svokallaða, kynnti samkomulagið ásamt öðrum fulltrúum stjórnarflokkanna á blaðamannafundi í dag.EPA/IDA MARIE ODGAARD Auk breytinga á landslagi á samningurinn að stuðla að bættu vatnsumhverfi í fjörðum og við strendur landsins, draga úr súrnun sjávar, styrkja líffræðilegan fjölbreytileika og vernd neysluvatns. Bændur borgi fyrir losun frá ám, kúm og öðrum húsdýrum Þá verður Danmörk fyrst ríkja í heiminum til að leggja sérstakan kolefnisskatt á losun frá húsdýrum. Áætlað er í samkomulaginu að með þessu verði hægt að draga úr losun um sem nemur 1,8 til 2,6 milljónum tonna af koltvísýringi árið 2030. Lagt er upp með að frá og með árinu 2030 muni danskir bændur greiða 120 danskar krónur í skatt fyrir hvert tonn af losun frá húsdýrum. Þá mun gjaldið hækka í 300 danskar krónur á hvert tonn árið 2035, en í íslenskum krónum samsvarar þetta um 2400 til 6000 krónum á hvert tonn. Til stendur einnig að fjölga náttúruþjóðgörðum um sex og þannig gert ráð fyrir að alls verði í Danmörku 21 slíkir þjóðgarðar árið 2030. Meðal helstu áhersluefna í samkomulaginu er að draga úr áhrifum köfnunarefna á náttúruna en súrefnisþurrð í dönskum vatnasviðum og súrnun hafsins er sögð gríðarlegt áhyggjuefni. Þannig stendur til að ráðast í átak til að draga úr mengunaráhrifum svokallaðra köfnunarefna sem skaðað geta náttúruna og er sjónum þar einna helst beint að mengandi efnum frá landbúnaði. Þrátt fyrir auknar álögur og aðgerðir sem beint er að dönskum landbúnaði og matvælaframleiðendum segjast stjórnvöld leggja áherslu á að áfram verði iðkaður öflugur og samkeppnishæfur landbúnaður í Danmörku og að framleidd verði holl og góð matvæli í landinu.
Danmörk Umhverfismál Loftslagsmál Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Dýr Skattar og tollar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira