Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 19:08 Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar. vísir Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar segir að markmið með búvörulögum hafi ekki breyst við meðferð nefndarinnar. Hann var sakaður um sérhagsmunagæslu þegar málið stóð sem hæst á þingi. Tilefni þess að fréttastofa tók Þórarinn Inga tali er dómur héraðsdóms Reykjavíkur þar sem því er slegið föstu að breytingar á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Breytingarnar sneru að því að gera kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum. Ástæða þess að meðferð málsins var talin stangast á við stjórnarskrá er að málið hafi ekki verið rætt við þrjár umræður. Frumvarpinu hafi verið breytt of mikið í nefnd og breytingarnar ekki ræddar með réttu móti. Þórarinn Ingi, sem var framsögumaður málsins, var sakaður um að gæta sérhagsmuna við meðferð málsins, í ljósi kaupa sem áttu sér stað eftir lagasetninguna. Þórarinn átti hlut í Búsæld, félagi sem átti hlutafé Kjarnafæði Norðlenska. Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á síðarnefnda félaginu gengu í gegn vegna lagabreytingarinnar en Þórarinn tók ákvörðun um að selja ekki sinn hlut í Búsæld. Lögfræðingar hafi samþykkt Í samtali við fréttastofu bendir Þórarinn í fyrsta lagi á að aðilar að málinu hafi verið Innes og Samkeppniseftirlitið. „Báðir þessir aðilar hafa lýst yfir andstöðu við búvörulögin,“ segir Þórarinn Ingi. Þá bendir hann á að lögfræðingar nefndarsviðs Alþingis hafi ekki talið að atvinnuveganefnd hafi farið út fyrir rammann hvað varðar breytingu á frumvarpinu. Varðandi ummæli dómsins, um að lagafrumvarpið sem nefndin hafi tekið til meðferðar og þess sem samþykkt var hafi lítið sem ekkert sameiginlegt, segir Þórarinn Ingi: „Því er ég alfarið ósammála. Markmið og tilgangur laganna er sá sami. Breytingin felst í því að heimildin er víkkuð, afmarkast ekki við meirihlutaeigu bænda heldur þeirra sem eru að vinna við kjötafurðir. Það var mat nefndarinnar.“ Fannst óeðlilegt að selja hlutinn Markmið laganna hafi verið að bæta starfsumhverfið og hagræða, með það að augnamiði að borga bændum hærra verð án þess að það komi niður á neytendum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að samkeppni á matvælamarkaði er að megninu til erlendis frá. Það eru einhverjir tollar á einhverjum vörum, en langt því frá öllum. Þess vegna var farið í þessa vegferð.“ Er ekki óeðlilegt að samkeppnislög gildi ekki um til dæmis Kaupfélag skagfirðinga, sem er líka innflutningsaðili? „Nú er það þannig að frumvarpið snýr að því framleiðendafélögum. Kaupfélag skagfirðinga breytti samþykktum sínum og varð framleiðendafélag til að þeir gætu ekki undirgengist þessar reglur sem settar voru,“ segir Þórarinn og bendir á að Innes, aðili dómsmálsins, sé ekki framleiðendafélag. Seldir þú hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei. Ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt þegar þetta kom upp.“ Beittu fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga sér til að hafa áhrif á nefndina? „Fulltrúar frá fyrirtækjum í landbúnaði komu fyrir nefndina, eins og gengur í vinnslu svona mála. Samtök verslunar- og þjónustu og fleiri aðilar komu.“ Eins og áður segir voru margir hagsmunaaðilar andvígir lögunum. Þórarinn segir það ekki hafa komið á óvart. „Það er ekkert nýtt undir sólinni hvað það varðar“. Hann telur að málið fari á æðra dómstig. „Mér finnst það eðlilegt, og að málið verði tekið föstum tökum. Ég hef trú á því að Samkeppniseftirlitið fylgi því eftir. “ Búvörusamningar Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Tilefni þess að fréttastofa tók Þórarinn Inga tali er dómur héraðsdóms Reykjavíkur þar sem því er slegið föstu að breytingar á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Breytingarnar sneru að því að gera kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum. Ástæða þess að meðferð málsins var talin stangast á við stjórnarskrá er að málið hafi ekki verið rætt við þrjár umræður. Frumvarpinu hafi verið breytt of mikið í nefnd og breytingarnar ekki ræddar með réttu móti. Þórarinn Ingi, sem var framsögumaður málsins, var sakaður um að gæta sérhagsmuna við meðferð málsins, í ljósi kaupa sem áttu sér stað eftir lagasetninguna. Þórarinn átti hlut í Búsæld, félagi sem átti hlutafé Kjarnafæði Norðlenska. Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á síðarnefnda félaginu gengu í gegn vegna lagabreytingarinnar en Þórarinn tók ákvörðun um að selja ekki sinn hlut í Búsæld. Lögfræðingar hafi samþykkt Í samtali við fréttastofu bendir Þórarinn í fyrsta lagi á að aðilar að málinu hafi verið Innes og Samkeppniseftirlitið. „Báðir þessir aðilar hafa lýst yfir andstöðu við búvörulögin,“ segir Þórarinn Ingi. Þá bendir hann á að lögfræðingar nefndarsviðs Alþingis hafi ekki talið að atvinnuveganefnd hafi farið út fyrir rammann hvað varðar breytingu á frumvarpinu. Varðandi ummæli dómsins, um að lagafrumvarpið sem nefndin hafi tekið til meðferðar og þess sem samþykkt var hafi lítið sem ekkert sameiginlegt, segir Þórarinn Ingi: „Því er ég alfarið ósammála. Markmið og tilgangur laganna er sá sami. Breytingin felst í því að heimildin er víkkuð, afmarkast ekki við meirihlutaeigu bænda heldur þeirra sem eru að vinna við kjötafurðir. Það var mat nefndarinnar.“ Fannst óeðlilegt að selja hlutinn Markmið laganna hafi verið að bæta starfsumhverfið og hagræða, með það að augnamiði að borga bændum hærra verð án þess að það komi niður á neytendum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að samkeppni á matvælamarkaði er að megninu til erlendis frá. Það eru einhverjir tollar á einhverjum vörum, en langt því frá öllum. Þess vegna var farið í þessa vegferð.“ Er ekki óeðlilegt að samkeppnislög gildi ekki um til dæmis Kaupfélag skagfirðinga, sem er líka innflutningsaðili? „Nú er það þannig að frumvarpið snýr að því framleiðendafélögum. Kaupfélag skagfirðinga breytti samþykktum sínum og varð framleiðendafélag til að þeir gætu ekki undirgengist þessar reglur sem settar voru,“ segir Þórarinn og bendir á að Innes, aðili dómsmálsins, sé ekki framleiðendafélag. Seldir þú hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei. Ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt þegar þetta kom upp.“ Beittu fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga sér til að hafa áhrif á nefndina? „Fulltrúar frá fyrirtækjum í landbúnaði komu fyrir nefndina, eins og gengur í vinnslu svona mála. Samtök verslunar- og þjónustu og fleiri aðilar komu.“ Eins og áður segir voru margir hagsmunaaðilar andvígir lögunum. Þórarinn segir það ekki hafa komið á óvart. „Það er ekkert nýtt undir sólinni hvað það varðar“. Hann telur að málið fari á æðra dómstig. „Mér finnst það eðlilegt, og að málið verði tekið föstum tökum. Ég hef trú á því að Samkeppniseftirlitið fylgi því eftir. “
Búvörusamningar Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira