Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 15:00 Gísli Freyr Valdórsson heldur úti hlaðvarpinu Þjóðmálum. vísir/Vilhelm Óheppilegt var að koma Jóni Gunnarssyni fyrir í matvælaráðuneytinu að mati Gísla Freys Valdórssonar, stjórnanda hlaðvarpsins Þjóðmála. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær. Hæðir og lægðir kosningabaráttunnar voru til umræðu í þættinum þar sem kafað var ofan í skandala, rýnt í kosningaslagorð og rætt um frambjóðendur og fylgi flokkanna. Jón Gunnarsson hóf störf í matvælaráðuneytinu í lok október sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Líkt og fram hefur komið barst umsókn frá Hval hf. um hvalveiðileyfi degi áður en hann hóf þar störf. Frá þeim tíma hefur leyniupptaka litið dagsins ljós, þar sem sonur Jóns lýsir því að faðir sinn hafi tekið fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fara í ráðuneytið til þess að stuðla að afgreiðslu hvalveiðileyfis. „Mér finnst bara mjög óheppilegt að Jón Gunnarsson er í þessu ráðuneyti. Verð bara segja það eins og er,“ sagði Gísli Freyr í Pallborðinu. Einfaldara hefði verið fyrir Bjarna Benediktsson að klára málið sjálfur. Hlaðvarpsstjórnendur mættu í Pallborðið í gær: Kristín Gunnarsdóttir hjá Komið gott, Þórarinn Hjartarson hjá Einni Pælingu, Þórhallur Gunnarsson hjá Bakherberginu og Gísli Freyr Valdórsson hjá Þjóðmálum.vísir/Vilhelm „Bjarni er starfandi matvælaráðherra, og hann getur sett reglugerð ef hann vill. Og það er í rauninni á skjön við lög ef hann myndi ekki gera það. Eins og Svandís gerði og fór á svig við lög, líkt og umboðsmaður alþingis komst að niðurstöðu um. Það að Jón, sem er mjög mætur maður að mínu mati, skuli fara þarna inn skyggir á þetta og gerir málið tortryggilegra. Það hefði verið mun einfaldara ef Bjarni hefði bara klárað þetta mál sjálfur,“ sagði Gísli. Þórhallur Gunnarsson, annar stjórnenda hlaðvarpsins Bakherbergisins, sagðist sammála því. Með þessu væri einungis verið að búa til læti. „Ég skil þetta ekki hjá jafn reyndum stjórnmálamanni og Bjarna. Af hverju er hann að gera þetta?“ Gísli Freyr taldi þó ólíklegt að málið komi til með að hafa mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins en Þórhallur benti á að útgáfa hvalveiðileyfis gæti möguleika aukið fylgið. „Mögulega væri það að tala beint inn í hans hóp út frá atvinnumálum og slíku. Eða þá að menn láti þetta veltast yfir til næstu ríkisstjórnar þar sem það liggur ekki beint á því að afgreiða það núna. En þetta gæti alveg orðið að kosningamáli og menn farið að meta taktískt hvað er best. “ Hægt er að horfa á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan. Pallborðið Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Sjá meira
Hæðir og lægðir kosningabaráttunnar voru til umræðu í þættinum þar sem kafað var ofan í skandala, rýnt í kosningaslagorð og rætt um frambjóðendur og fylgi flokkanna. Jón Gunnarsson hóf störf í matvælaráðuneytinu í lok október sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Líkt og fram hefur komið barst umsókn frá Hval hf. um hvalveiðileyfi degi áður en hann hóf þar störf. Frá þeim tíma hefur leyniupptaka litið dagsins ljós, þar sem sonur Jóns lýsir því að faðir sinn hafi tekið fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fara í ráðuneytið til þess að stuðla að afgreiðslu hvalveiðileyfis. „Mér finnst bara mjög óheppilegt að Jón Gunnarsson er í þessu ráðuneyti. Verð bara segja það eins og er,“ sagði Gísli Freyr í Pallborðinu. Einfaldara hefði verið fyrir Bjarna Benediktsson að klára málið sjálfur. Hlaðvarpsstjórnendur mættu í Pallborðið í gær: Kristín Gunnarsdóttir hjá Komið gott, Þórarinn Hjartarson hjá Einni Pælingu, Þórhallur Gunnarsson hjá Bakherberginu og Gísli Freyr Valdórsson hjá Þjóðmálum.vísir/Vilhelm „Bjarni er starfandi matvælaráðherra, og hann getur sett reglugerð ef hann vill. Og það er í rauninni á skjön við lög ef hann myndi ekki gera það. Eins og Svandís gerði og fór á svig við lög, líkt og umboðsmaður alþingis komst að niðurstöðu um. Það að Jón, sem er mjög mætur maður að mínu mati, skuli fara þarna inn skyggir á þetta og gerir málið tortryggilegra. Það hefði verið mun einfaldara ef Bjarni hefði bara klárað þetta mál sjálfur,“ sagði Gísli. Þórhallur Gunnarsson, annar stjórnenda hlaðvarpsins Bakherbergisins, sagðist sammála því. Með þessu væri einungis verið að búa til læti. „Ég skil þetta ekki hjá jafn reyndum stjórnmálamanni og Bjarna. Af hverju er hann að gera þetta?“ Gísli Freyr taldi þó ólíklegt að málið komi til með að hafa mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins en Þórhallur benti á að útgáfa hvalveiðileyfis gæti möguleika aukið fylgið. „Mögulega væri það að tala beint inn í hans hóp út frá atvinnumálum og slíku. Eða þá að menn láti þetta veltast yfir til næstu ríkisstjórnar þar sem það liggur ekki beint á því að afgreiða það núna. En þetta gæti alveg orðið að kosningamáli og menn farið að meta taktískt hvað er best. “ Hægt er að horfa á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan.
Pallborðið Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Sjá meira