Það geta flestir verið sammála um það að ein verstu kaupin í fótboltaheiminum síðustu ár hafi verið kaup United á Brasilíumanninum Antony frá Ajax árið 2022.
Paul Joyce er einn virtasti blaðamaður í Englandi og hann er með sterk tengsl á Liverpool svæðinu. Þess vegna vekur sérstaka athygli ný fullyrðing hans um áhuga Jürgen Klopp á leikmanni United.
„Það kom upp staða í viðræðum Salah við Liverpool fyrir tveimur árum þegar það þótti afar ólíklegt að samningar myndu nást,“ sagði Paul Joyce.
Mo Salah er að renna út á samningi í sumar. Margt bendir til þess að hann fái nýjan samning hjá félaginu en þáverandi knattspyrnustjóri var farinn að horfa í kringum sig þegar allt var að sigla í strand í viðræðunum sumarið 2022.
„Einn af möguleikunum sem Jürgen Klopp var að velta fyrir sér var að fá Antony í stað Salah,“ sagði Joyce.
Antony var þá búinn að eiga að mjög gott tímabil með hollenska liðinu Ajax. Á endanum var það United sem keypti hann og gerði hann að þriðja dýrasta leikmanninum í sögu félagsins.
Það er hins vegar ljóst að Antony hefur ekki fundið sig með United í ensku úrvalsdeildinni. Uppskeran er 5 mörk í 56 leikjum á tveimur og hálfu ári.
Í vetur hefur hann aðeins komið við sögu í tveimur leikjum. Hann mun væntanlega vera seldur í janúar og þá fyrir aðeins brot að kaupverði sínum.