Hann sleit fyrst krossband og meiddist síðan strax í öðrum leik eftir að hann kom til baka eftir langa fjarveru.
Nú þykir líklegast að hann framlengi ekki samning sinn hjá sádi-arabíska félaginu Al Hilal. Samningurinn hans rennur út í sumar.
Fjölmiðlamenn hafa verið duglegir að vakta kaup kappans á íbúðum til að fá einhverja vísbendingar um næstu skref. Hann átti að hafa keypt sér íbúð á Miami sem átti að þýða að hann væri á leiðinni til Inter Miami.
Neymar hefur einnig verið orðaður við endurkomu til uppeldisfélagsins Santos.
Nýjustu íbúðarkaup hans eru hins vegar í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Neymar keypti sér þar 54 milljón dollara þakíbúð í nýju og glæsilegu háhýsi en það er íbúð upp á 7,4 milljarða íslenskra króna. Háhýsið er á besta stað í miðborg Dúbæ.
Íbúðin er full af nýjustu tækni og þykir vera eins flott og þær finnast í þessum heimi lúxusíbúða.
Mesta athygli hefur vakið að Neymar hefur ekki aðeins einkalyftu upp í íbúð sína heldur getur hann einnig tekið bílinn sinn með upp í íbúð.
Byggingafélagið Bugatti vakti athygli á þessum kaupum Neymars. Það eru 182 lúxusíbúðir í húsinu og þarna má finna einkaströnd, sundlaug, líkamsræktarklúbb og sérstakan klúbb sem er aðeins fyrir íbúa hússins.