Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Íþróttadeild Vísis skrifar 19. nóvember 2024 21:42 Valgeir Lunddal Friðriksson átti erfitt kvöld eins og öll varnarlína Íslands. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [6] Lítið út á hann að setja í mörkum Wales. Greip inn í þegar þurfti og skylduvörslurnar allar öruggar. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [3] Missti af Cullen í fyrra markinu en var að valda tvo menn á þeim tímapunkti. Var í vandræðum eins og öll varnarlína Íslands. Fór meiddur af velli á 74. mínútu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [3] Oft virkað öruggari. Virkaði stundum eins og það vantaði upp á tengingu milli hans og Guðlaugs. Þeir félagar hafa átt betri daga og gekk ekki vel að glíma við skyndisóknir Walesverja. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður [3] Tvö stór atvik þar sem hann tapar einvígjum sem hann verður fyrstur til að viðurkenna sjálfur að hann á að vinna og færi skapast í kjölfarið. Gekk eins og öðrum í vörninni illa að glíma við hraðar sóknir Walesverja. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður [2] Gerði sig sekan um mistök í aðdraganda annars marksins með slæmri sendingu. Átti ekki einfalt verkefni fyrir höndum að takast á við hraða Brennan Johnson sem átti til að valda usla. Féll við þegar Johnson skoraði þriðja markið. Ísak Bergmann Jóhannesson, hægri kantmaður [6] Reyndi sitt besta og var fínn framan af. Duglegur í pressunni en minna sjáanlegur eftir því sem leið á. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður [6] Fínn í spili ásamt Jóa þegar Ísland hélt í boltann í fyrri hálfleik. Þreytulegur í lokin og fær verðskuldað gult spjald fyrir að stöðva skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Fór út af í hálfleik. Þreytulegur á köflum, Walesverjar komust stundum full auðveldlega í gegnum miðju Íslands. Góður á hinn endann og öflugur í spilinu. Átti frábæra fyrirgjöf sem mark Andra Lucasar kom upp úr. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [6] Duglegur í pressunni án bolta og áræðinn með bolta. Sótti alltaf á bakvörðinn þegar hann fékk boltann. Klúðraði tveimur upplögðum marktækifærum í röð snemma í síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji [-] Orri Steinn var öflugur í þær rúmu tuttugu mínútur sem hann spilaði í kvöld. Skapaði færi fyrir Ísak snemma leiks og átti marktilraunina sem Andri Lucas fylgdi eftir er hann kom Íslandi yfir. Fór meiddur af velli. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [7] Skoraði fyrsta mark Íslands úr einkar þröngri stöðu og það mark hækkar einkunn hans. Fékk önnur færi til að bæta við sem verr gekk að nýta. Duglegur í pressunni og telst besti maður Íslands á erfiðu kvöldi. Varamenn: Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 25. mínútu [5] Týndur í fyrri en vann á eftir hléið og var meira ógnandi. Átakanlegur munur að hafa hann í fremstu víglínu þegar maður er vanur Orra Steini í þeirri stöðu. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 46. mínútu. [5] Tapaði boltanum í aðdraganda þriðja marks Wales. Var reglulega sundurslitið milli miðju og varnar þegar Walesverjar sóttu hratt og Stefán náði því miður ekki að tengja það betur saman. Dagur Dan Þórhallsson kom inn á fyrir Alfons Sampsted á 74. mínútu. [] Spilaði of lítið til að fá einkunn. Willum Þór Willumsson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 74. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [6] Lítið út á hann að setja í mörkum Wales. Greip inn í þegar þurfti og skylduvörslurnar allar öruggar. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [3] Missti af Cullen í fyrra markinu en var að valda tvo menn á þeim tímapunkti. Var í vandræðum eins og öll varnarlína Íslands. Fór meiddur af velli á 74. mínútu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [3] Oft virkað öruggari. Virkaði stundum eins og það vantaði upp á tengingu milli hans og Guðlaugs. Þeir félagar hafa átt betri daga og gekk ekki vel að glíma við skyndisóknir Walesverja. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður [3] Tvö stór atvik þar sem hann tapar einvígjum sem hann verður fyrstur til að viðurkenna sjálfur að hann á að vinna og færi skapast í kjölfarið. Gekk eins og öðrum í vörninni illa að glíma við hraðar sóknir Walesverja. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður [2] Gerði sig sekan um mistök í aðdraganda annars marksins með slæmri sendingu. Átti ekki einfalt verkefni fyrir höndum að takast á við hraða Brennan Johnson sem átti til að valda usla. Féll við þegar Johnson skoraði þriðja markið. Ísak Bergmann Jóhannesson, hægri kantmaður [6] Reyndi sitt besta og var fínn framan af. Duglegur í pressunni en minna sjáanlegur eftir því sem leið á. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður [6] Fínn í spili ásamt Jóa þegar Ísland hélt í boltann í fyrri hálfleik. Þreytulegur í lokin og fær verðskuldað gult spjald fyrir að stöðva skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Fór út af í hálfleik. Þreytulegur á köflum, Walesverjar komust stundum full auðveldlega í gegnum miðju Íslands. Góður á hinn endann og öflugur í spilinu. Átti frábæra fyrirgjöf sem mark Andra Lucasar kom upp úr. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [6] Duglegur í pressunni án bolta og áræðinn með bolta. Sótti alltaf á bakvörðinn þegar hann fékk boltann. Klúðraði tveimur upplögðum marktækifærum í röð snemma í síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji [-] Orri Steinn var öflugur í þær rúmu tuttugu mínútur sem hann spilaði í kvöld. Skapaði færi fyrir Ísak snemma leiks og átti marktilraunina sem Andri Lucas fylgdi eftir er hann kom Íslandi yfir. Fór meiddur af velli. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [7] Skoraði fyrsta mark Íslands úr einkar þröngri stöðu og það mark hækkar einkunn hans. Fékk önnur færi til að bæta við sem verr gekk að nýta. Duglegur í pressunni og telst besti maður Íslands á erfiðu kvöldi. Varamenn: Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 25. mínútu [5] Týndur í fyrri en vann á eftir hléið og var meira ógnandi. Átakanlegur munur að hafa hann í fremstu víglínu þegar maður er vanur Orra Steini í þeirri stöðu. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 46. mínútu. [5] Tapaði boltanum í aðdraganda þriðja marks Wales. Var reglulega sundurslitið milli miðju og varnar þegar Walesverjar sóttu hratt og Stefán náði því miður ekki að tengja það betur saman. Dagur Dan Þórhallsson kom inn á fyrir Alfons Sampsted á 74. mínútu. [] Spilaði of lítið til að fá einkunn. Willum Þór Willumsson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 74. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira