Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 22:14 Åge Hareide hafði enga ástæðu til að gleðjast eftir því sem leið á leikinn í Cardiff í kvöld. Getty/Nick Potts Åge Hareide kveðst ekki geta svarað því hvort að leikurinn við Wales í kvöld hafi verið hans síðasti sem landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Hareide enda ljóst að riftunarákvæði er í samningi hans við KSÍ sem opnast fyrir nú þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar er lokið. Niðurstaðan í keppninni er sú að Ísland endar í 3. sæti síns riðils og fer í umspil í mars um að halda sæti sínu í B-deildinni. En var þetta síðasti leikur Hareide með Íslandi? „Ég veit það ekki. Samningurinn rennur út 30. nóvember og þá þarf að ræða þetta, ekki í kvöld,“ sagði Hareide við Aron Guðmundsson í viðtali sem sjá má hér að neðan. „Ég hef kunnað vel við að vinna með þessum strákum. Þegar allir eru klárir í slaginn þá er það frábært. En þetta er ekki mín ákvörðun. Það verður að spyrja KSÍ,“ sagði Hareide. Ísland komst í 1-0 í Cardiff í kvöld en það dugði skammt og Wales komst í 2-1 á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks. Niðurstaðan var svo 4-1 tap. „Við töpuðum leiknum og leikmönnum í leiknum og fyrir leikinn. Þetta hefur verið mjög erfið vika hjá okkur. Vantaði leikmenn og misstum leikmenn. Við verðum svolítið „sjeikí“ þegar svona gerist og svo gerðum við kjánaleg mistök. Þetta var slæmur dagur. Svona er fótbolti. Þetta leit vel út í byrjun, þegar við skoruðum. Við reyndum í seinni hálfleik að ýta á þá og sköpuðum færi, og á svona stigi verður að nýta færin til að halda sér í leiknum. En eftir svona margar breytingar sem við neyddumst til að gera þá var þetta erfitt. Wales fékk of mikið pláss og of mörg auðveld færi og þá er okkur refsað,“ sagði Hareide. Meiðsli Orra áfall sem bættist við fleiri forföll Forföllin sem hann nefnir eru að sjálfsögðu Albert Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson, sem báðir eru meiddir, og þá fór Orri Óskarsson meiddur af velli í fyrri hálfleik í kvöld rétt eins og Aron Einar Gunnarsson á laugardaginn. Meiðsli Orra í kvöld voru mikið kjaftshögg en Alfons Sampsted og Jóhann Berg Guðmundsson meiddust einnig: „Þetta hafði mikil áhrif. Orri er kannski hættulegasti leikmaður okkar og var góður gegn Svartfjallalandi. Fleiri meiddust og við misstum líka marga leikmenn áður en þessi törn hófst. Við verðum að hafa alla með til að gera hlutina eins og við viljum. En við reyndum okkar besta, leikmenn lögðu hart að sér og þetta hefði verið mun auðveldara ef staðan hefði enn verið jöfn í hálfleik. Við megum ekki gefa þeim svona tækifæri,“ sagði Hareide. Hann tók jafnframt undir að íslenska liðið yrði hreinlega að nýta færin sín betur en það gerði: „Þannig hefur þetta verið lengi. Við virðumst einnig gera mistök í öllum leikjum og þurfum að vera harðari af okkur í varnarleiknum, og forðast svona mistök,“ sagði Hareide en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Ísland tapaði 4-1 gegn Wales í Cardiff í kvöld, þrátt fyrir að komast yfir í leiknum, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. 19. nóvember 2024 21:54 „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður í liði Íslands, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap fyrir Wales í Cardiff í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Tapið var full stórt fyrir hans smekk. 19. nóvember 2024 21:58 X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45 Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Hareide enda ljóst að riftunarákvæði er í samningi hans við KSÍ sem opnast fyrir nú þegar riðlakeppni Þjóðadeildarinnar er lokið. Niðurstaðan í keppninni er sú að Ísland endar í 3. sæti síns riðils og fer í umspil í mars um að halda sæti sínu í B-deildinni. En var þetta síðasti leikur Hareide með Íslandi? „Ég veit það ekki. Samningurinn rennur út 30. nóvember og þá þarf að ræða þetta, ekki í kvöld,“ sagði Hareide við Aron Guðmundsson í viðtali sem sjá má hér að neðan. „Ég hef kunnað vel við að vinna með þessum strákum. Þegar allir eru klárir í slaginn þá er það frábært. En þetta er ekki mín ákvörðun. Það verður að spyrja KSÍ,“ sagði Hareide. Ísland komst í 1-0 í Cardiff í kvöld en það dugði skammt og Wales komst í 2-1 á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks. Niðurstaðan var svo 4-1 tap. „Við töpuðum leiknum og leikmönnum í leiknum og fyrir leikinn. Þetta hefur verið mjög erfið vika hjá okkur. Vantaði leikmenn og misstum leikmenn. Við verðum svolítið „sjeikí“ þegar svona gerist og svo gerðum við kjánaleg mistök. Þetta var slæmur dagur. Svona er fótbolti. Þetta leit vel út í byrjun, þegar við skoruðum. Við reyndum í seinni hálfleik að ýta á þá og sköpuðum færi, og á svona stigi verður að nýta færin til að halda sér í leiknum. En eftir svona margar breytingar sem við neyddumst til að gera þá var þetta erfitt. Wales fékk of mikið pláss og of mörg auðveld færi og þá er okkur refsað,“ sagði Hareide. Meiðsli Orra áfall sem bættist við fleiri forföll Forföllin sem hann nefnir eru að sjálfsögðu Albert Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson, sem báðir eru meiddir, og þá fór Orri Óskarsson meiddur af velli í fyrri hálfleik í kvöld rétt eins og Aron Einar Gunnarsson á laugardaginn. Meiðsli Orra í kvöld voru mikið kjaftshögg en Alfons Sampsted og Jóhann Berg Guðmundsson meiddust einnig: „Þetta hafði mikil áhrif. Orri er kannski hættulegasti leikmaður okkar og var góður gegn Svartfjallalandi. Fleiri meiddust og við misstum líka marga leikmenn áður en þessi törn hófst. Við verðum að hafa alla með til að gera hlutina eins og við viljum. En við reyndum okkar besta, leikmenn lögðu hart að sér og þetta hefði verið mun auðveldara ef staðan hefði enn verið jöfn í hálfleik. Við megum ekki gefa þeim svona tækifæri,“ sagði Hareide. Hann tók jafnframt undir að íslenska liðið yrði hreinlega að nýta færin sín betur en það gerði: „Þannig hefur þetta verið lengi. Við virðumst einnig gera mistök í öllum leikjum og þurfum að vera harðari af okkur í varnarleiknum, og forðast svona mistök,“ sagði Hareide en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Ísland tapaði 4-1 gegn Wales í Cardiff í kvöld, þrátt fyrir að komast yfir í leiknum, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. 19. nóvember 2024 21:54 „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður í liði Íslands, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap fyrir Wales í Cardiff í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Tapið var full stórt fyrir hans smekk. 19. nóvember 2024 21:58 X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45 Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Sjá meira
Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Ísland tapaði 4-1 gegn Wales í Cardiff í kvöld, þrátt fyrir að komast yfir í leiknum, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. 19. nóvember 2024 21:54
„Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður í liði Íslands, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap fyrir Wales í Cardiff í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Tapið var full stórt fyrir hans smekk. 19. nóvember 2024 21:58
X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45
Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42