Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 10:50 Stjórnmálamenn túlka lækkun vaxta hver með sínum hætti en í dag eru tíu dagar til alþingiskosninga. Vísir Stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar eru meðal þeirra sem nú keppast við að bregðast við ákvörðun Seðlabankans um lækkun stýrivaxta og ljóst að einhverjir stjórnmálamenn reyni nú að nýta tíðindin sem tromp í kosningabaráttunni. Forsætis- og fjármálaráðherra segja vaxtalækkunina endurspegla verk stjórnarflokkanna í ríkisstjórn þar sem áhersla hafi verið lögð á að stuðla að lækkun verðbólgu. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir það hins vegar ríkisstjórninni að kenna að vaxtalækkunarferlið hafi ekki hafist fyrr. Greint var frá því í morgun að vextirnir fari úr 9% og niður í 8,5% og hefur Íslandsbanki til að mynda þegar greint frá áformuðum vaxtalækkunum bankans í kjölfar ákvörðunarinnar. „Þessi varfærna stýrivaxtalækkun hefði getað hafist miklu fyrr ef ríkisstjórnin hefði ekki rekið ríkissjóð með ævintýralegum halla í áraraðir. Þessi ríkisstjórnin sem núna er yfirgefa sviðið hefur beinlínis kynt undir verðbólgu t.d. með því að leyfa ólöglegt verðsamráð á markaði eins og dómstólar hafa dæmt um. Þessi lagasetning ríkisstjórnar skilaði sér auðvitað lóðbeint í hærra matarverði fyrir allt fólk í landinu,” skrifar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þessari túlkun eru Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, ósammála. Báðir fagna þeir vaxtalækkuninni á samfélagsmiðlum í dag. Blaðamannafundinn í Seðlabankanum má sjá í heild sinni að neðan. „Þetta er í mjög góðum takti við það sem bæði við og aðrir sem leggja mat á stöðu efnahagsmáli á Íslandi hafa verið að segja. Við erum á réttri leið,“ skrifar Sigurður Ingi meðal annars í sinni færslu. „Svo það er alveg kýrskýrt að við erum að ná tökum á verðbólgunni og það án þess að nein teikn séu á lofti um kollsteypu í efnahagslífinu. Þvert á móti virðumst við vera að ná að lenda hagkerfinu mjúklega. Það er risamál.” Bjarni Benediktsson tekur í svipaðan streng og Sigurður Ingi. „Árangur skýrrar stefnu okkar birtist í lækkun vaxta núna í morgunsárið. Vaxtalækkun upp á 0,5% þýðir 190 þúsund króna minni greiðslubyrði á ári fyrir heimili með 40 milljón króna lán. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hefur verið að stuðla að lækkun verðbólgu svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Það er að ganga eftir, verðbólgan er í frjálsu falli, hún er að “húrrast niður” eins og greiningaraðilar hafa orðað það,” skrifar Bjarni. Þá skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir grein á Vísi í dag þar sem hún fagnar vaxtalækkuninni. “Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir,” skrifar Áslaug í niðurlagi greinarinnar. Í takt við markmið kjarasamninga Meðal annarra sem einnig hafa hvatt sér hljóðs um vaxtalækkunina er Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem segir fréttirnar gríðarlega jákvæðar og í takt við spálíkan breiðfylkingar verkalýðshreyfingarinnar sem unnið var við gerð kjarasamninga fyrr á árinu. „Samningurinn gekk út á að skapa skilyrði fyrir lækkun á verðbólgu og lækkun vaxta. Og núna er þetta að byrja að skila sér, þessi áhætta sem við tókum með því að semja með hófstilltum hætti til langs tíma,” skrifar Vilhjálmur meðal annars í færslu á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð. Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Forsætis- og fjármálaráðherra segja vaxtalækkunina endurspegla verk stjórnarflokkanna í ríkisstjórn þar sem áhersla hafi verið lögð á að stuðla að lækkun verðbólgu. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir það hins vegar ríkisstjórninni að kenna að vaxtalækkunarferlið hafi ekki hafist fyrr. Greint var frá því í morgun að vextirnir fari úr 9% og niður í 8,5% og hefur Íslandsbanki til að mynda þegar greint frá áformuðum vaxtalækkunum bankans í kjölfar ákvörðunarinnar. „Þessi varfærna stýrivaxtalækkun hefði getað hafist miklu fyrr ef ríkisstjórnin hefði ekki rekið ríkissjóð með ævintýralegum halla í áraraðir. Þessi ríkisstjórnin sem núna er yfirgefa sviðið hefur beinlínis kynt undir verðbólgu t.d. með því að leyfa ólöglegt verðsamráð á markaði eins og dómstólar hafa dæmt um. Þessi lagasetning ríkisstjórnar skilaði sér auðvitað lóðbeint í hærra matarverði fyrir allt fólk í landinu,” skrifar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þessari túlkun eru Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, ósammála. Báðir fagna þeir vaxtalækkuninni á samfélagsmiðlum í dag. Blaðamannafundinn í Seðlabankanum má sjá í heild sinni að neðan. „Þetta er í mjög góðum takti við það sem bæði við og aðrir sem leggja mat á stöðu efnahagsmáli á Íslandi hafa verið að segja. Við erum á réttri leið,“ skrifar Sigurður Ingi meðal annars í sinni færslu. „Svo það er alveg kýrskýrt að við erum að ná tökum á verðbólgunni og það án þess að nein teikn séu á lofti um kollsteypu í efnahagslífinu. Þvert á móti virðumst við vera að ná að lenda hagkerfinu mjúklega. Það er risamál.” Bjarni Benediktsson tekur í svipaðan streng og Sigurður Ingi. „Árangur skýrrar stefnu okkar birtist í lækkun vaxta núna í morgunsárið. Vaxtalækkun upp á 0,5% þýðir 190 þúsund króna minni greiðslubyrði á ári fyrir heimili með 40 milljón króna lán. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hefur verið að stuðla að lækkun verðbólgu svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Það er að ganga eftir, verðbólgan er í frjálsu falli, hún er að “húrrast niður” eins og greiningaraðilar hafa orðað það,” skrifar Bjarni. Þá skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir grein á Vísi í dag þar sem hún fagnar vaxtalækkuninni. “Við erum á réttri leið og nú er tækifæri til að ná árangri. Förum ekki út af sporinu. Kjósum áframhaldandi vaxtalækkanir,” skrifar Áslaug í niðurlagi greinarinnar. Í takt við markmið kjarasamninga Meðal annarra sem einnig hafa hvatt sér hljóðs um vaxtalækkunina er Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sem segir fréttirnar gríðarlega jákvæðar og í takt við spálíkan breiðfylkingar verkalýðshreyfingarinnar sem unnið var við gerð kjarasamninga fyrr á árinu. „Samningurinn gekk út á að skapa skilyrði fyrir lækkun á verðbólgu og lækkun vaxta. Og núna er þetta að byrja að skila sér, þessi áhætta sem við tókum með því að semja með hófstilltum hætti til langs tíma,” skrifar Vilhjálmur meðal annars í færslu á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð.
Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent