Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 19:48 Til vinstri situr Sigmundur við borð í VMA og skrifar. Til hægri má sjá verkin sem hann er sagður eiga heiðurinn af. Aðsent Aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri vísaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og öðrum meðlimum Miðflokksins úr húsakynnum skólans í dag eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. Þetta staðfestir Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA í samtali við fréttastofu. Hún segir forsögu málsins á þann veg að nemendafélag skólans hafi staðið fyrir kosningaviðburði á vegum verkefnisins #ÉgKýs og fengið fulltrúa flokkanna í pallborðsumræður í morgun. Fulltrúi Miðflokks spurður út í Klaustursupptökur Inga Dís Sigurðardóttir, kennari sem skipar 4. sæti á lista Norðausturkjördæmi var fulltrúi Miðflokksins á fundinum. Sigríður segir að Inga hafi fengið tvær spurningar úr sal. Önnur þeirra hafi snúist um hvort Miðflokkurinn vildi hækka tolla á erlendar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Sigmundur hafi talað fyrir því að lækka slíka tolla árið 2015. Þá hafi nemandi spurt úr sal hvort það væri rétt að formaður Miðflokksins hafi farið á bar og talað illa um konur og fatlað fólk, og það náðst á hljóðpupptöku. „Þessu svaraði fulltrúi flokksins og svaraði því mjög vel. Enda verða frambjóðendur þessa flokks að vera tilbúnir að svara fyrir þetta,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Mættu í leyfisleysi og sögðu nemendur dónalega Undir lok skóladags hafi Sigmundur, auk annarra fulltrúa Miðflokksins mætt í húsnæði verkmenntaskólans án þess að biðja um leyfi. Þeir hafi viljað svara spurningunni um tollana, því henni hafi ekki verið svarað til hlítar í pallborðsumræðunum um morguninn. Húfa merkt Flokki fólksins og blað merkt Framsóknarflokknum eftir yfirhalningu Miðflokksmanna.Aðsent Þorgrímur Sigmundsson, sem skipar 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og Ágústa Ágústsdóttir, sem skipar 3. sæti listans, voru með honum í för. „Ég frétti af þeim og fór að spjalla við þau og áréttaði að það væri sjálfsagt mál að vera í alrýminu okkar , en vera ekki að fara neitt út í skólann,“ segir Sigríður Huld. „Þau lýstu yfir að þau væru mjög ósatt við nemendur á þessum fundi, þau hafi verið dónaleg og ómálefnaleg, sem ég var ekki sammála.“ Sigríður hafi síðan farið. „Og stuttu seinna frétti ég það að aðstoðarskólameistari vísaði þeim út af því að þá var formaður Miðflokksins að teikna á myndir annars framboðs og húfu sem annað framboð hafði gefið.“ Af myndum af téðum varningi má greina að búið var að krota „SIMMI D“ á kosningablað Framsóknarflokksins og húfu merkta Flokki Fólksins. Þá hafi verið krotað yfir merki flokkanna tveggja á varningnum. Þá hafi listamaðurinn krotað skegg og augabrúnir á andlit Ingibjargar Isaksen og Þórarins Inga Péturssonar frambjóðanda Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. „Þannig að þetta er nú fyrirmyndin fyrir unga fólkið,“ segir Sigríður. Nemendur sárir yfir framgöngu Miðflokksmanna Sigríður Huld er skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri.VMA Hún segir þeim nemendum sem urðu vitni að samtali hennar við fulltrúa Miðflokksins, hafa þótt ósanngjarnt hvernig væri verið að tala um þau og þeirra undirbúning og framkvæmd á þessum fundi. „Þeim fannst mjög leiðinlegt að heyra að það sé verið að segja að þau séu ómálefnaleg og ókurteis af því að það eru spurðar spurningar sem er kannski óþægilegt fyrir einhverja að svara. En ef maður er í framboði fyrir einhvern flokk fær maður alls konar spurningar. Sumum getur maður svarað og maður getur ekki endilega svarað öllu.“ Hvorki náðist í Sigmund Davíð né Sigríði Bergsveinsdóttur kosningastýru Miðflokksins í Norðausturkjördæmi við gerð fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að Sigríður Bergsveinsdóttir hafi verið með Sigmundi í för en svo er ekki. Framhaldsskólar Akureyri Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þetta staðfestir Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA í samtali við fréttastofu. Hún segir forsögu málsins á þann veg að nemendafélag skólans hafi staðið fyrir kosningaviðburði á vegum verkefnisins #ÉgKýs og fengið fulltrúa flokkanna í pallborðsumræður í morgun. Fulltrúi Miðflokks spurður út í Klaustursupptökur Inga Dís Sigurðardóttir, kennari sem skipar 4. sæti á lista Norðausturkjördæmi var fulltrúi Miðflokksins á fundinum. Sigríður segir að Inga hafi fengið tvær spurningar úr sal. Önnur þeirra hafi snúist um hvort Miðflokkurinn vildi hækka tolla á erlendar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Sigmundur hafi talað fyrir því að lækka slíka tolla árið 2015. Þá hafi nemandi spurt úr sal hvort það væri rétt að formaður Miðflokksins hafi farið á bar og talað illa um konur og fatlað fólk, og það náðst á hljóðpupptöku. „Þessu svaraði fulltrúi flokksins og svaraði því mjög vel. Enda verða frambjóðendur þessa flokks að vera tilbúnir að svara fyrir þetta,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Mættu í leyfisleysi og sögðu nemendur dónalega Undir lok skóladags hafi Sigmundur, auk annarra fulltrúa Miðflokksins mætt í húsnæði verkmenntaskólans án þess að biðja um leyfi. Þeir hafi viljað svara spurningunni um tollana, því henni hafi ekki verið svarað til hlítar í pallborðsumræðunum um morguninn. Húfa merkt Flokki fólksins og blað merkt Framsóknarflokknum eftir yfirhalningu Miðflokksmanna.Aðsent Þorgrímur Sigmundsson, sem skipar 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og Ágústa Ágústsdóttir, sem skipar 3. sæti listans, voru með honum í för. „Ég frétti af þeim og fór að spjalla við þau og áréttaði að það væri sjálfsagt mál að vera í alrýminu okkar , en vera ekki að fara neitt út í skólann,“ segir Sigríður Huld. „Þau lýstu yfir að þau væru mjög ósatt við nemendur á þessum fundi, þau hafi verið dónaleg og ómálefnaleg, sem ég var ekki sammála.“ Sigríður hafi síðan farið. „Og stuttu seinna frétti ég það að aðstoðarskólameistari vísaði þeim út af því að þá var formaður Miðflokksins að teikna á myndir annars framboðs og húfu sem annað framboð hafði gefið.“ Af myndum af téðum varningi má greina að búið var að krota „SIMMI D“ á kosningablað Framsóknarflokksins og húfu merkta Flokki Fólksins. Þá hafi verið krotað yfir merki flokkanna tveggja á varningnum. Þá hafi listamaðurinn krotað skegg og augabrúnir á andlit Ingibjargar Isaksen og Þórarins Inga Péturssonar frambjóðanda Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. „Þannig að þetta er nú fyrirmyndin fyrir unga fólkið,“ segir Sigríður. Nemendur sárir yfir framgöngu Miðflokksmanna Sigríður Huld er skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri.VMA Hún segir þeim nemendum sem urðu vitni að samtali hennar við fulltrúa Miðflokksins, hafa þótt ósanngjarnt hvernig væri verið að tala um þau og þeirra undirbúning og framkvæmd á þessum fundi. „Þeim fannst mjög leiðinlegt að heyra að það sé verið að segja að þau séu ómálefnaleg og ókurteis af því að það eru spurðar spurningar sem er kannski óþægilegt fyrir einhverja að svara. En ef maður er í framboði fyrir einhvern flokk fær maður alls konar spurningar. Sumum getur maður svarað og maður getur ekki endilega svarað öllu.“ Hvorki náðist í Sigmund Davíð né Sigríði Bergsveinsdóttur kosningastýru Miðflokksins í Norðausturkjördæmi við gerð fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að Sigríður Bergsveinsdóttir hafi verið með Sigmundi í för en svo er ekki.
Framhaldsskólar Akureyri Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira