Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir og Ósk Kristinsdóttir skrifa 21. nóvember 2024 09:15 Nú þegar átak Landverndar og Grænfánans, Nægjusamur Nóvember, er rúmlega hálfnað höfum við lært ýmsar leiðir til að tileinka okkur nægjusemi í lífinu. Ein sú sem hvað lengst hefur þjónað mannkyninu er útivera í náttúrunni. Rannsóknir sýna að útivist hefur jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Í Japan hafa skógarböð, eða Shinrin Yoku; til dæmis verið vinsæl lengi sem fyrirbyggjandi heilsumeðferð og sýnt hefur verið fram á mikil jákvæð áhrif þeirra. Í skógarböðunum er lögð áhersla á að virkja öll fimm skilningarvitin í skógarferðinni, slaka algjörlega á og tengja innri náttúru við þá ytri. Náttúrutenging er markvisst styrkt í starfi Grænfánaverkefnisins og hvetja mörg þemu í verkefninu þátttakendur til aukinnar útiveru og einnig kennara til að stunda útikennslu. Slík kennsla er tilvalin leið til að hvetja börn og ungmenni til að þekkja og þykja vænt um náttúruna og skilja áhrif okkar á hana. Útiveran er þá að sama skapi góð leið til átta sig á þeim jákvæðu áhrifum sem náttúran hefur á okkur. Smám saman má byggja upp áhuga og vitneskju um kerfi náttúrunnar og á sama tíma þakklæti fyrir þeirri þjónustu sem hún veitir okkur. Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar er að það kynnist náttúrunni og átti sig á mikilvægi hennar. Á vefsíðu íslenska Grænfánans má finna ýmis verkefni sem nýta má í útikennslu sem og í útiveru. Þar eru nemendur hvattir til að gerast forvitnir um náttúruna, rýna í smáatriði í umhverfinu og hugsa um það til dæmis hvernig hver lífvera gegnir hlutverki innan vistkerfisins. Í tilefni af Nægjusömum nóvember langar okkur að deila með ykkur verkefnum sem tilvalið er fyrir fjölskyldur, einstaklinga eða skólahópa að vinna út í náttúrunni. Náttúrubingó Náttúran við streitu Stafrófið í náttúrunni 10 hugmyndir fyrir vetrarútiveruna Frekari upplýsingar um viðburði, greinaskrif og verkefni í Nægjusömum nóvember má finna ávef hvatningarátaksins Borghildur Gunnarsdóttir og Ósk Kristinsdóttir sérfræðingar í menntateymi Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Börn og uppeldi Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar átak Landverndar og Grænfánans, Nægjusamur Nóvember, er rúmlega hálfnað höfum við lært ýmsar leiðir til að tileinka okkur nægjusemi í lífinu. Ein sú sem hvað lengst hefur þjónað mannkyninu er útivera í náttúrunni. Rannsóknir sýna að útivist hefur jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Í Japan hafa skógarböð, eða Shinrin Yoku; til dæmis verið vinsæl lengi sem fyrirbyggjandi heilsumeðferð og sýnt hefur verið fram á mikil jákvæð áhrif þeirra. Í skógarböðunum er lögð áhersla á að virkja öll fimm skilningarvitin í skógarferðinni, slaka algjörlega á og tengja innri náttúru við þá ytri. Náttúrutenging er markvisst styrkt í starfi Grænfánaverkefnisins og hvetja mörg þemu í verkefninu þátttakendur til aukinnar útiveru og einnig kennara til að stunda útikennslu. Slík kennsla er tilvalin leið til að hvetja börn og ungmenni til að þekkja og þykja vænt um náttúruna og skilja áhrif okkar á hana. Útiveran er þá að sama skapi góð leið til átta sig á þeim jákvæðu áhrifum sem náttúran hefur á okkur. Smám saman má byggja upp áhuga og vitneskju um kerfi náttúrunnar og á sama tíma þakklæti fyrir þeirri þjónustu sem hún veitir okkur. Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar er að það kynnist náttúrunni og átti sig á mikilvægi hennar. Á vefsíðu íslenska Grænfánans má finna ýmis verkefni sem nýta má í útikennslu sem og í útiveru. Þar eru nemendur hvattir til að gerast forvitnir um náttúruna, rýna í smáatriði í umhverfinu og hugsa um það til dæmis hvernig hver lífvera gegnir hlutverki innan vistkerfisins. Í tilefni af Nægjusömum nóvember langar okkur að deila með ykkur verkefnum sem tilvalið er fyrir fjölskyldur, einstaklinga eða skólahópa að vinna út í náttúrunni. Náttúrubingó Náttúran við streitu Stafrófið í náttúrunni 10 hugmyndir fyrir vetrarútiveruna Frekari upplýsingar um viðburði, greinaskrif og verkefni í Nægjusömum nóvember má finna ávef hvatningarátaksins Borghildur Gunnarsdóttir og Ósk Kristinsdóttir sérfræðingar í menntateymi Landverndar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun