Ekki haft tíma til að spá í EM Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2024 11:00 Rut Arnfjörð Jónsdóttir ; Rut Jónsdóttir Vísir/Einar Rut Arnfjörð Jónsdóttir er á leið á stórmót með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í fyrsta sinn í tólf ár. Það hefur gengið á ýmsu síðustu vikur og hún varla haft tíma til að huga að mótinu. Rut leikur fyrir Hauka sem höfðu rétt klárað Evrópuverkefni í Króatíu þegar komið var heim að sinna lokaundirbúningi fyrir Evrópumótið sem fram undan er. Haukar unnu tvo eins marks sigra á Dalmatinka Ploce til að komast áfram í EHF-bikarnum og komu heim á mánudag áður en flogið var út til Sviss með landsliðinu á fimmtudegi. „Það gekk rosa vel og var vel heppnuð ferð. Við spiluðum tvo leiki, laugardag og sunnudag, komum heim á mánudag og förum svo aftur af stað þannig að það gekk rosa vel,“ segir Rut sem segist líða vel þrátt fyrir álag. „Ég er óvenju góð. Maður fagnar því. Þetta voru hörkuleikir og mikið um slagsmál. Ég er eiginlega fegin að vera standandi hér í dag,“ segir Rut. Rut var í leikmannahópi Íslands sem fór á HM 2011 og EM 2012. Liðið komst ekki á stórmót eftir 2012 fyrr en það tók þátt á HM í fyrra. Rut missti af því móti vegna barneigna en fagnar því að vera nú aftur á leið á EM með landsliðinu „Ég er rosalega spennt fyrir þessu. En hef kannski ekki haft mikinn tíma til að pæla í þessu. Maður fer mjög slakur inn í þetta. Það verður æðislegt að vera með hópnum og taka þátt í þessu,“ Klippa: „Fegin að vera standandi hér í dag“ „Það er búið að vera rosalega mikið að gera. Maður er að sinna fjölskyldu, skóla og félagsliði,“ segir Rut. Hún naut þess þá að fylgjast með stelpunum vinna Forsetabikarinn á HM í fyrra meðan hún var heima með nýtfætt barn. „Ég lá þarna með nýfætt barn að horfa á leikina. Það var rosalega gaman að fylgjast með þeim á HM. Ég var á mjög góðum stað, nýbúin að eignast annað barn. Svo verður gaman að taka þátt í þessu með þeim núna,“ segir Rut. Ísland mætir Sviss í æfingaleik ytra í dag og aftur á sunnudag. Liðið hefur svo keppni á EM á föstudag í næstu viku er það mætir Hollandi í Innsbruck. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Rut leikur fyrir Hauka sem höfðu rétt klárað Evrópuverkefni í Króatíu þegar komið var heim að sinna lokaundirbúningi fyrir Evrópumótið sem fram undan er. Haukar unnu tvo eins marks sigra á Dalmatinka Ploce til að komast áfram í EHF-bikarnum og komu heim á mánudag áður en flogið var út til Sviss með landsliðinu á fimmtudegi. „Það gekk rosa vel og var vel heppnuð ferð. Við spiluðum tvo leiki, laugardag og sunnudag, komum heim á mánudag og förum svo aftur af stað þannig að það gekk rosa vel,“ segir Rut sem segist líða vel þrátt fyrir álag. „Ég er óvenju góð. Maður fagnar því. Þetta voru hörkuleikir og mikið um slagsmál. Ég er eiginlega fegin að vera standandi hér í dag,“ segir Rut. Rut var í leikmannahópi Íslands sem fór á HM 2011 og EM 2012. Liðið komst ekki á stórmót eftir 2012 fyrr en það tók þátt á HM í fyrra. Rut missti af því móti vegna barneigna en fagnar því að vera nú aftur á leið á EM með landsliðinu „Ég er rosalega spennt fyrir þessu. En hef kannski ekki haft mikinn tíma til að pæla í þessu. Maður fer mjög slakur inn í þetta. Það verður æðislegt að vera með hópnum og taka þátt í þessu,“ Klippa: „Fegin að vera standandi hér í dag“ „Það er búið að vera rosalega mikið að gera. Maður er að sinna fjölskyldu, skóla og félagsliði,“ segir Rut. Hún naut þess þá að fylgjast með stelpunum vinna Forsetabikarinn á HM í fyrra meðan hún var heima með nýtfætt barn. „Ég lá þarna með nýfætt barn að horfa á leikina. Það var rosalega gaman að fylgjast með þeim á HM. Ég var á mjög góðum stað, nýbúin að eignast annað barn. Svo verður gaman að taka þátt í þessu með þeim núna,“ segir Rut. Ísland mætir Sviss í æfingaleik ytra í dag og aftur á sunnudag. Liðið hefur svo keppni á EM á föstudag í næstu viku er það mætir Hollandi í Innsbruck.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira