Ekki haft tíma til að spá í EM Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2024 11:00 Rut Arnfjörð Jónsdóttir ; Rut Jónsdóttir Vísir/Einar Rut Arnfjörð Jónsdóttir er á leið á stórmót með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í fyrsta sinn í tólf ár. Það hefur gengið á ýmsu síðustu vikur og hún varla haft tíma til að huga að mótinu. Rut leikur fyrir Hauka sem höfðu rétt klárað Evrópuverkefni í Króatíu þegar komið var heim að sinna lokaundirbúningi fyrir Evrópumótið sem fram undan er. Haukar unnu tvo eins marks sigra á Dalmatinka Ploce til að komast áfram í EHF-bikarnum og komu heim á mánudag áður en flogið var út til Sviss með landsliðinu á fimmtudegi. „Það gekk rosa vel og var vel heppnuð ferð. Við spiluðum tvo leiki, laugardag og sunnudag, komum heim á mánudag og förum svo aftur af stað þannig að það gekk rosa vel,“ segir Rut sem segist líða vel þrátt fyrir álag. „Ég er óvenju góð. Maður fagnar því. Þetta voru hörkuleikir og mikið um slagsmál. Ég er eiginlega fegin að vera standandi hér í dag,“ segir Rut. Rut var í leikmannahópi Íslands sem fór á HM 2011 og EM 2012. Liðið komst ekki á stórmót eftir 2012 fyrr en það tók þátt á HM í fyrra. Rut missti af því móti vegna barneigna en fagnar því að vera nú aftur á leið á EM með landsliðinu „Ég er rosalega spennt fyrir þessu. En hef kannski ekki haft mikinn tíma til að pæla í þessu. Maður fer mjög slakur inn í þetta. Það verður æðislegt að vera með hópnum og taka þátt í þessu,“ Klippa: „Fegin að vera standandi hér í dag“ „Það er búið að vera rosalega mikið að gera. Maður er að sinna fjölskyldu, skóla og félagsliði,“ segir Rut. Hún naut þess þá að fylgjast með stelpunum vinna Forsetabikarinn á HM í fyrra meðan hún var heima með nýtfætt barn. „Ég lá þarna með nýfætt barn að horfa á leikina. Það var rosalega gaman að fylgjast með þeim á HM. Ég var á mjög góðum stað, nýbúin að eignast annað barn. Svo verður gaman að taka þátt í þessu með þeim núna,“ segir Rut. Ísland mætir Sviss í æfingaleik ytra í dag og aftur á sunnudag. Liðið hefur svo keppni á EM á föstudag í næstu viku er það mætir Hollandi í Innsbruck. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sjá meira
Rut leikur fyrir Hauka sem höfðu rétt klárað Evrópuverkefni í Króatíu þegar komið var heim að sinna lokaundirbúningi fyrir Evrópumótið sem fram undan er. Haukar unnu tvo eins marks sigra á Dalmatinka Ploce til að komast áfram í EHF-bikarnum og komu heim á mánudag áður en flogið var út til Sviss með landsliðinu á fimmtudegi. „Það gekk rosa vel og var vel heppnuð ferð. Við spiluðum tvo leiki, laugardag og sunnudag, komum heim á mánudag og förum svo aftur af stað þannig að það gekk rosa vel,“ segir Rut sem segist líða vel þrátt fyrir álag. „Ég er óvenju góð. Maður fagnar því. Þetta voru hörkuleikir og mikið um slagsmál. Ég er eiginlega fegin að vera standandi hér í dag,“ segir Rut. Rut var í leikmannahópi Íslands sem fór á HM 2011 og EM 2012. Liðið komst ekki á stórmót eftir 2012 fyrr en það tók þátt á HM í fyrra. Rut missti af því móti vegna barneigna en fagnar því að vera nú aftur á leið á EM með landsliðinu „Ég er rosalega spennt fyrir þessu. En hef kannski ekki haft mikinn tíma til að pæla í þessu. Maður fer mjög slakur inn í þetta. Það verður æðislegt að vera með hópnum og taka þátt í þessu,“ Klippa: „Fegin að vera standandi hér í dag“ „Það er búið að vera rosalega mikið að gera. Maður er að sinna fjölskyldu, skóla og félagsliði,“ segir Rut. Hún naut þess þá að fylgjast með stelpunum vinna Forsetabikarinn á HM í fyrra meðan hún var heima með nýtfætt barn. „Ég lá þarna með nýfætt barn að horfa á leikina. Það var rosalega gaman að fylgjast með þeim á HM. Ég var á mjög góðum stað, nýbúin að eignast annað barn. Svo verður gaman að taka þátt í þessu með þeim núna,“ segir Rut. Ísland mætir Sviss í æfingaleik ytra í dag og aftur á sunnudag. Liðið hefur svo keppni á EM á föstudag í næstu viku er það mætir Hollandi í Innsbruck.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti