Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar 24. nóvember 2024 07:32 Framsóknarflokkurinn boðar í kosningastefnuskrá „óverðtryggð lán á föstum vöxtum til langs tíma“ til að „auka fyrirsjáanleika“.„Markmiðið er að íslensk heimili geti tekið slík lán á hagstæðum kjörum, sem veitir þeim meiri fyrirsjáanleika“ segir Sigríður gervigreind flokksins. Eins á þetta að auka stöðugleika. Sama boðar Flokkur fólksins. Allt er það óútfært og allt og sumt. Hókus pókus. Hvað eru hagstæð kjör Sigurður Ingi? Hvernig er „fyrirsjáanleiki“ ? og „stöðugleiki í fjármálum“ íslenskra heimila ? Er það ekki að stöðugleiki að útgjöld haldist nokkurn veginn í samræmi við tekjur ? Er fyrirsjáanleiki ekki það að geta treyst því að svo muni vera og verða? Eru hægstæð kjör ekki að þau séu sæmilega viðráðanleg? Hefur ekki verið boðið upp á slíkt hér á landi ? Það hefur verið gert Sigurður; allt frá 1986 og með forgöngu flokks með sama nafni og þú ættir að kannast við. Hvernig hefur það gengið, hver hefur greiðslubyrðin og fyrirsjáanleikinn verið, Hver er eignastaðan orðin ? Hvað stendur eftir af skulunum ? Ertu með svar ? Skoðaðu myndritið. Hefur eitthvað farið úrskeiðis í þeim efnum einhvern tímann ? Jú, reyndar í einu sinni en einnig öðru sinni en þá af gjörólikum ástæðum en hvorugu tilfellinu bitnað á öllum heimlium með húsnæðisskuldir. Sumum vissulega; - hvort tveggja mannanna verk. Þorrinn hins vegar ónæmur fyrir því. Hvort tveggja algjör óþarfi. Af hverju hefur það gerst ? Er ekki ráð að líta í baksýnisspegilinn. Í seinna skiptið eins og fyrra varð það á ykkar vakt og upptökin 2020. Það skipti þá engum togum að húsnæðisverð rauk upp og síðan verðbólgan í kjölfarið og húsnæðisverðinu kennt um. Því virðast allir vera búnir að gleyma nú. Viðbörðin þá að setja vexti í 248% greiðslubyrði. Hyggstu afnema verðbólgu hér á landi og lýsa yfir því eins og gert var 2020, að svo sé og verði ? Hvernig fór það ? Baksýnisspegillinn nær enn aftar, til tíma sem þú átt að muna, þegar lán voru óverðtryggð og vextir fóru í ein 40 prósent og dugði þó ekki til; þvert á móti. Mætti draga lærdóm af. Er þetta ekki fullreynt Sigurður ? Veistu hvað „fast verðlag“ er Sigurður ? Veistu hvað raunvirði er ? Veistu hvað jafnvirði er ? Er það einhvers virði ? Þarf ekki að standa vörð um það ? Um er að ræða fjárskuldbindingar sem nema mörgun heildarárslaunum, einum tíu og þar í kring. Ert þú til í að lána þannig sjálfur tug árslauna í fjörutíu ár óverðtryggt á hagstæðum vöxtum (les: lágum vöxtum, - t.d 3,5 %, jafnvel með jafngreiðslu)? Kærðir þú þig um að fá aðeins hluta þess endurgreiddan ? Jafnvel lítinn; jafnvel örlítinn ! Finnst þér eðlilegt að lána bokku og fá skilað slíkri hálfri eða með dregg ? Svo eru það hlutdeildarlánin Sigurður. Þér væntalega kunnugt um að þau eru dýrustu lán – séu þau lán – sem veitt hafa verið. Verðtryggð nei, ekki aldeilis, sögðu þeir sem kynntu þau til sögunnar, hækka sko ekki bara og hækka einhvern veginn og einhvern veginn. Vaxtalaus, ja það er nú svo. Æ, þau hafa reyndar hækkað um 64 % á þessum fjórum árum. Hvernig stóð nú á því ! Kannski við fáum útskrýringar á þessu öllu í Forystusætinu. Hægt er að smella á myndirnar svo þær stækki: Höfundur er ekkiskuldari óverðtryggðra lána Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn boðar í kosningastefnuskrá „óverðtryggð lán á föstum vöxtum til langs tíma“ til að „auka fyrirsjáanleika“.„Markmiðið er að íslensk heimili geti tekið slík lán á hagstæðum kjörum, sem veitir þeim meiri fyrirsjáanleika“ segir Sigríður gervigreind flokksins. Eins á þetta að auka stöðugleika. Sama boðar Flokkur fólksins. Allt er það óútfært og allt og sumt. Hókus pókus. Hvað eru hagstæð kjör Sigurður Ingi? Hvernig er „fyrirsjáanleiki“ ? og „stöðugleiki í fjármálum“ íslenskra heimila ? Er það ekki að stöðugleiki að útgjöld haldist nokkurn veginn í samræmi við tekjur ? Er fyrirsjáanleiki ekki það að geta treyst því að svo muni vera og verða? Eru hægstæð kjör ekki að þau séu sæmilega viðráðanleg? Hefur ekki verið boðið upp á slíkt hér á landi ? Það hefur verið gert Sigurður; allt frá 1986 og með forgöngu flokks með sama nafni og þú ættir að kannast við. Hvernig hefur það gengið, hver hefur greiðslubyrðin og fyrirsjáanleikinn verið, Hver er eignastaðan orðin ? Hvað stendur eftir af skulunum ? Ertu með svar ? Skoðaðu myndritið. Hefur eitthvað farið úrskeiðis í þeim efnum einhvern tímann ? Jú, reyndar í einu sinni en einnig öðru sinni en þá af gjörólikum ástæðum en hvorugu tilfellinu bitnað á öllum heimlium með húsnæðisskuldir. Sumum vissulega; - hvort tveggja mannanna verk. Þorrinn hins vegar ónæmur fyrir því. Hvort tveggja algjör óþarfi. Af hverju hefur það gerst ? Er ekki ráð að líta í baksýnisspegilinn. Í seinna skiptið eins og fyrra varð það á ykkar vakt og upptökin 2020. Það skipti þá engum togum að húsnæðisverð rauk upp og síðan verðbólgan í kjölfarið og húsnæðisverðinu kennt um. Því virðast allir vera búnir að gleyma nú. Viðbörðin þá að setja vexti í 248% greiðslubyrði. Hyggstu afnema verðbólgu hér á landi og lýsa yfir því eins og gert var 2020, að svo sé og verði ? Hvernig fór það ? Baksýnisspegillinn nær enn aftar, til tíma sem þú átt að muna, þegar lán voru óverðtryggð og vextir fóru í ein 40 prósent og dugði þó ekki til; þvert á móti. Mætti draga lærdóm af. Er þetta ekki fullreynt Sigurður ? Veistu hvað „fast verðlag“ er Sigurður ? Veistu hvað raunvirði er ? Veistu hvað jafnvirði er ? Er það einhvers virði ? Þarf ekki að standa vörð um það ? Um er að ræða fjárskuldbindingar sem nema mörgun heildarárslaunum, einum tíu og þar í kring. Ert þú til í að lána þannig sjálfur tug árslauna í fjörutíu ár óverðtryggt á hagstæðum vöxtum (les: lágum vöxtum, - t.d 3,5 %, jafnvel með jafngreiðslu)? Kærðir þú þig um að fá aðeins hluta þess endurgreiddan ? Jafnvel lítinn; jafnvel örlítinn ! Finnst þér eðlilegt að lána bokku og fá skilað slíkri hálfri eða með dregg ? Svo eru það hlutdeildarlánin Sigurður. Þér væntalega kunnugt um að þau eru dýrustu lán – séu þau lán – sem veitt hafa verið. Verðtryggð nei, ekki aldeilis, sögðu þeir sem kynntu þau til sögunnar, hækka sko ekki bara og hækka einhvern veginn og einhvern veginn. Vaxtalaus, ja það er nú svo. Æ, þau hafa reyndar hækkað um 64 % á þessum fjórum árum. Hvernig stóð nú á því ! Kannski við fáum útskrýringar á þessu öllu í Forystusætinu. Hægt er að smella á myndirnar svo þær stækki: Höfundur er ekkiskuldari óverðtryggðra lána
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar