Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar 25. nóvember 2024 11:04 Rammaáætlun er ein aðalorsök þess að mjög erfiðlega gengur að fá leyfi til að byggja upp græna raforkuframleiðslu. Rammaáætlun, lög nr. 48 frá 2011, er leyfisveitingaferli sem í sinni einföldustu mynd svarar tveimur spurningum, 1) á að nota ákveðið land fyrir græna orku eða 2) friða það. Samkvæmt lögunum er ný verkefnastjórn skipuð á 4 ára fresti. Stysti mögulegi afgreiðslutími rammaáætlunar er því 4 ár. Tölfræðileg samatekt á þriðju rammaáætlun (R3) sem samþykkt var af Alþingi vorið 2022 sýnir hins vegar að meðalafgreiðslutími rammaáætlunar er 16 ár og dæmi er um að verkefni hafi verið þar í 23 ár. Þar við bætist sá tími sem tekur að breyta skipulagi, rannsaka umhverfisáhrif (mat á umhverfisáhrifum), og byggingartími verkefnisins. Afleiðingin er raforkuskortur og tekjutap þjóðarinnar Tafir í leyfisveitingaferlinu hafa valdið því að ekki er byggð ný græn orka. Afleiðingarnar sjást í raforkuskorti undanfarna vetur. Áætlanir eru um að þjóðhagslegur kostnaður sé kominn í um 22-27 milljarða króna nú þegar og ekki sér fyrir endann á orkuskortinum sem gæti varað í mörg ár enn, í 5 ár í viðbót segir Landsnet. Samanlagt tap þjóðarinnar þessi ár gæti því hlaupið á um 82-112 milljörðum króna yfir þennan tíma ef miðað er við þjóðhagslegt tap undanfarinna ára. Til að setja þetta tap í samhengi þá er þetta jafnvirði aflaverðmætis allra frystitogara Íslands í 2 til 3 ár (aflaverðmætið 2023 var 39 milljarðar, heimild: aflafrettir.is). Til að bíta höfuðið af skömminni þá gengur þessi þróun þvert gegn lögbundnum markmiðum um loftslagsmarkmið. Ef þau markmið nást ekki mun þjóðin þurfa að borga sektir þar til þau nást. Sektirnar geta numið 1 til 10 milljörðum á hverju ári (heimild: ræða umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra). Afnema rammaáætlun Það er löngu tímabært að fella rammaáætlun niður, þessa mestu blýhúðun löggjafarinnar, og taka upp einfaldara og skilvirkara kerfi. ESB er með áform um að leyfi til grænnar orku taki ekki lengri tíma en 2 ár. Þá hefur Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor í auðlindafræði sett fram tillögu sem gengur ögn lengra um 1 leyfi fyrir græna orku sem tekur 1 ár að sækja. Rammaáætlun - samantekt: Tekur 16-23 ár að svarar einni spurningu, hvort friða eigi land eða nýta það til grænnar orku. Tefur uppbyggingu grænnar orku um 16-23 ár sem var meðaltími verkefna sem hlutu afgreiðslu í ramma 3. Skerðir réttindi einkaaðila til að nota land sitt til að skapa eigin atvinnu en slík skerðing gæti kostað ríkissjóð tugi milljarða í bætur á ári hverju. Eykur á friðun lands en í dag er þegar búið að friða um 36% af Íslandi og stefnir í 50%, en á sama tíma er allt fótspor grænnar raforkuframleiðslu um 0.6%. Ekki má nýta friðað land til grænnar raforku. Önnur lög tryggja gæði umhverfisins betur t.d. lög um mat á umhverfisáhrifum. Hvaðan á raforkan að koma? Bent hefur verið á að auðveldara er að byggja orkuver sem notar svarta díselolíu til að framleiða orku heldur en orkuver sem framleiða græna orku. Dæmi er um verkefni sem tók aðeins 2 ár frá hugmynd til framleiðslu raforku (10,8 MW díselorkuver Landsnets, 6 díselvélar). Til samanburðar þá taka verkefni í grænni raforku 20 til 32 ár í núverandi blýhúðuðu kerfi. Hvaðan eiga framtíðarkynslóðir þá að fá raforku ef áratugi tekur að fá leyfi fyrir grænni orku? Er verið að þvinga framtíðar kynslóðir yfir í svarta díselorku? Lokaorð Hér í eina tíð voru vextir ákveðnir af Alþingi með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina. Það verklag er fyrir löngu aflagt. Er ekki kominn tími til að færa græna raforku frá Alþingi með því að fella niður rammaáætlun og afnema þannig mestu blýhúðun löggjafarinnar til að koma í veg fyrir stórtjón þjóðarinnar og loftslagsslys? Höfundur er framkvæmdastjóri StormOrku ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Vindorka Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Rammaáætlun er ein aðalorsök þess að mjög erfiðlega gengur að fá leyfi til að byggja upp græna raforkuframleiðslu. Rammaáætlun, lög nr. 48 frá 2011, er leyfisveitingaferli sem í sinni einföldustu mynd svarar tveimur spurningum, 1) á að nota ákveðið land fyrir græna orku eða 2) friða það. Samkvæmt lögunum er ný verkefnastjórn skipuð á 4 ára fresti. Stysti mögulegi afgreiðslutími rammaáætlunar er því 4 ár. Tölfræðileg samatekt á þriðju rammaáætlun (R3) sem samþykkt var af Alþingi vorið 2022 sýnir hins vegar að meðalafgreiðslutími rammaáætlunar er 16 ár og dæmi er um að verkefni hafi verið þar í 23 ár. Þar við bætist sá tími sem tekur að breyta skipulagi, rannsaka umhverfisáhrif (mat á umhverfisáhrifum), og byggingartími verkefnisins. Afleiðingin er raforkuskortur og tekjutap þjóðarinnar Tafir í leyfisveitingaferlinu hafa valdið því að ekki er byggð ný græn orka. Afleiðingarnar sjást í raforkuskorti undanfarna vetur. Áætlanir eru um að þjóðhagslegur kostnaður sé kominn í um 22-27 milljarða króna nú þegar og ekki sér fyrir endann á orkuskortinum sem gæti varað í mörg ár enn, í 5 ár í viðbót segir Landsnet. Samanlagt tap þjóðarinnar þessi ár gæti því hlaupið á um 82-112 milljörðum króna yfir þennan tíma ef miðað er við þjóðhagslegt tap undanfarinna ára. Til að setja þetta tap í samhengi þá er þetta jafnvirði aflaverðmætis allra frystitogara Íslands í 2 til 3 ár (aflaverðmætið 2023 var 39 milljarðar, heimild: aflafrettir.is). Til að bíta höfuðið af skömminni þá gengur þessi þróun þvert gegn lögbundnum markmiðum um loftslagsmarkmið. Ef þau markmið nást ekki mun þjóðin þurfa að borga sektir þar til þau nást. Sektirnar geta numið 1 til 10 milljörðum á hverju ári (heimild: ræða umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra). Afnema rammaáætlun Það er löngu tímabært að fella rammaáætlun niður, þessa mestu blýhúðun löggjafarinnar, og taka upp einfaldara og skilvirkara kerfi. ESB er með áform um að leyfi til grænnar orku taki ekki lengri tíma en 2 ár. Þá hefur Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor í auðlindafræði sett fram tillögu sem gengur ögn lengra um 1 leyfi fyrir græna orku sem tekur 1 ár að sækja. Rammaáætlun - samantekt: Tekur 16-23 ár að svarar einni spurningu, hvort friða eigi land eða nýta það til grænnar orku. Tefur uppbyggingu grænnar orku um 16-23 ár sem var meðaltími verkefna sem hlutu afgreiðslu í ramma 3. Skerðir réttindi einkaaðila til að nota land sitt til að skapa eigin atvinnu en slík skerðing gæti kostað ríkissjóð tugi milljarða í bætur á ári hverju. Eykur á friðun lands en í dag er þegar búið að friða um 36% af Íslandi og stefnir í 50%, en á sama tíma er allt fótspor grænnar raforkuframleiðslu um 0.6%. Ekki má nýta friðað land til grænnar raforku. Önnur lög tryggja gæði umhverfisins betur t.d. lög um mat á umhverfisáhrifum. Hvaðan á raforkan að koma? Bent hefur verið á að auðveldara er að byggja orkuver sem notar svarta díselolíu til að framleiða orku heldur en orkuver sem framleiða græna orku. Dæmi er um verkefni sem tók aðeins 2 ár frá hugmynd til framleiðslu raforku (10,8 MW díselorkuver Landsnets, 6 díselvélar). Til samanburðar þá taka verkefni í grænni raforku 20 til 32 ár í núverandi blýhúðuðu kerfi. Hvaðan eiga framtíðarkynslóðir þá að fá raforku ef áratugi tekur að fá leyfi fyrir grænni orku? Er verið að þvinga framtíðar kynslóðir yfir í svarta díselorku? Lokaorð Hér í eina tíð voru vextir ákveðnir af Alþingi með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina. Það verklag er fyrir löngu aflagt. Er ekki kominn tími til að færa græna raforku frá Alþingi með því að fella niður rammaáætlun og afnema þannig mestu blýhúðun löggjafarinnar til að koma í veg fyrir stórtjón þjóðarinnar og loftslagsslys? Höfundur er framkvæmdastjóri StormOrku ehf.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun