„Stundum birti ég eitthvað sem er alveg ótrúlegt! Njótið!“ skrifar Ólafur.
Occasionally I post something quite extraordinary! Enjoy! https://t.co/fU0fT7ZUcH
— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) November 24, 2024
Myndbandið sem um ræðir er búið til með hjálp gervigreindar. Í því má sjá konur sem virðast taka þátt í hæfileikasjónvarpsþættinum vinsæla America's Got Talent.
Þær umbreytast í hin ýmsu dýr, líkt og górillu, sebrahest, og tígrisdýr, á örskotsstundu. Á meðan taka áhorfendur og dómarar þáttarins andköf.
Þetta er annað tíst Ólafs Ragnars sem vekur athygli á skömmum tíma. Í október birti hann myndband af sér og Dorrit Moussaieff við strendur Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Þar sást Ólafur á einhvers konar sæþotu, en Dorrit á sjóbretti.