Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 14:01 Hér á Íslandi hafa talsmenn vindorkuvera reynt að hafa áhrif á sveitarfélög og stjórnmálaflokka. Ríkistjórnin okkar er ginnkeypt fyrir slíkum áhrifum. Búið er að samþykkja að reisa vindtúrbínuver við Búrfell og í Garpsdal á Vesturlandi. Stefnan er að fara í orkuskipti og minnka notkun á olíu. Í Noregi hafa erlend fyrirtæki sett upp vindtúrbínuver m.a. í Kvinesdal og Farsund. Umræða um vindtúrbínuver á hafi úti hefur einnig verið á teikniborðinu. Mótstaða landsmanna við vindtúrbínuverum hefur aukist af sama skapi. Á þassu ári þvertók Sigdal kommune í suður Noregi fyrir að 100 vindtúrbínur yrðu reistar í landi sveitarfélagsins. Ástæður fyrir andstöðu landsmanna eru meðal annars vegna þess hve slík ver eru í raun óvistvæn eins og fram kemur hér að neðan: Óörugg raforkuframleiðsla (um 24% nýting) Óvistvæn vindtúrbínublöð úr trefjaplasti sem ekki er hægt að endurnýta Endingartími túrbínu aðeins um 18 ár Eiturefnið glykoli er notað til að þýða ísingu á spöðum, efnið breiðist yfir stórt svæði Mikil hávaðamengun m.a. hátíðnihljóð Mikil sjónmengun Talið er að ein túrbína drepi um 2.000 - 3.000 fugla á ári hverju Dreifing á plastögnum, Bisfenol-A og PFAS efnum (s.s. flúor) yfir stórt svæði Eignarhald erlendra vindorkufyrirtæki óljóst (Noregur) Lítil sem engin atvinnusköpun Hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu Hefur neikvæð áhrif á dýralíf Hefur neikvæð áhrif á jarðveg og grunnvatn Óljós vitneskja um áhrif vindtúrbínuvera á veðurfar Ísing, vindhraði, skemmdir o.fl. á spöðum leiða til þess að aðeins er um 24% hámarks nýtni á landi. Hámarksafköst spaðanna er þegar vindhraði er um 15 m/s. Ef vindhraði er undir 5 m/s eða yfir 20 m/s þá stoppa spaðarnir. Aðeins 0,7% af allri orku sem notuð er í heiminum kemur frá vindtúrbínum þó svo að þær taki yfir gríðarlegt landflæmi og séu hávaða- og sjónmengandi. Umsvifamiklar framkvæmdir þarf við uppsetningu á hverri túrbínu. Mörg hundruð tonn af steypu og stáli í undirstöðurnar þarf að koma fyrir nokkra metra ofan í jörðu, grafa þarf fyrir öllum rafmagnsköplum langar leiðir í skurð svo ekki sé minnst á þungaflutninga stórvinnuvéla með tilheyrandi vegagerð. Þetta þýðir að ekkert verður eftir af náttúrulegu landslagi eða dýralífi eins og áður var. Það gleymist oft að tala um beitarland, veiðiland og berjaland sem landsmenn og ekki síst bændur nýta sér. Við erum með vistvænt lambakjöt í dag. Ef vindtúrbínuverum er komið fyrir í nánd við beitarlönd megum við búast við að ekki verði hægt að selja íslenskt lambakjöt sem vistvænt lengur. Hvað gera bændur þá? Hver greiðir skaðann á menguðu beitilandi? Það er þegar búið að beisla vatnsaflið svo frekar ætti að leggja áherslu á að uppfæra vatnsaflsvirkjanir. Vísindamenn við tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU) og Aker Solution Hydropower benda á að það er auðvelt að auka nýtingu eldri vatnsaflsvirkjana þar í landi um 10-15 TWh pr. virkjun án stórvægilegra breytinga á náttúru. Við í Lýðræðisflokknum viljum fyrst og fremst uppfæra virkjanir sem þegar eru í notkun í dag og horfa til orkugjafa eins og jarðvarma og sjávarfalla. Varðveitum landið okkar gegn skemmdarverkum. Höfundur skipar 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Lesefni fyrir áhugasama: Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) Sirdal kommune sier nei til 100 nye vindturbiner (47) Vindkraft - Sparer vi CO2 - YouTube Gift i drikkevannet som kommer fra vindturbiner - avisa-st.no (4) Video | Facebook Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á Íslandi hafa talsmenn vindorkuvera reynt að hafa áhrif á sveitarfélög og stjórnmálaflokka. Ríkistjórnin okkar er ginnkeypt fyrir slíkum áhrifum. Búið er að samþykkja að reisa vindtúrbínuver við Búrfell og í Garpsdal á Vesturlandi. Stefnan er að fara í orkuskipti og minnka notkun á olíu. Í Noregi hafa erlend fyrirtæki sett upp vindtúrbínuver m.a. í Kvinesdal og Farsund. Umræða um vindtúrbínuver á hafi úti hefur einnig verið á teikniborðinu. Mótstaða landsmanna við vindtúrbínuverum hefur aukist af sama skapi. Á þassu ári þvertók Sigdal kommune í suður Noregi fyrir að 100 vindtúrbínur yrðu reistar í landi sveitarfélagsins. Ástæður fyrir andstöðu landsmanna eru meðal annars vegna þess hve slík ver eru í raun óvistvæn eins og fram kemur hér að neðan: Óörugg raforkuframleiðsla (um 24% nýting) Óvistvæn vindtúrbínublöð úr trefjaplasti sem ekki er hægt að endurnýta Endingartími túrbínu aðeins um 18 ár Eiturefnið glykoli er notað til að þýða ísingu á spöðum, efnið breiðist yfir stórt svæði Mikil hávaðamengun m.a. hátíðnihljóð Mikil sjónmengun Talið er að ein túrbína drepi um 2.000 - 3.000 fugla á ári hverju Dreifing á plastögnum, Bisfenol-A og PFAS efnum (s.s. flúor) yfir stórt svæði Eignarhald erlendra vindorkufyrirtæki óljóst (Noregur) Lítil sem engin atvinnusköpun Hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu Hefur neikvæð áhrif á dýralíf Hefur neikvæð áhrif á jarðveg og grunnvatn Óljós vitneskja um áhrif vindtúrbínuvera á veðurfar Ísing, vindhraði, skemmdir o.fl. á spöðum leiða til þess að aðeins er um 24% hámarks nýtni á landi. Hámarksafköst spaðanna er þegar vindhraði er um 15 m/s. Ef vindhraði er undir 5 m/s eða yfir 20 m/s þá stoppa spaðarnir. Aðeins 0,7% af allri orku sem notuð er í heiminum kemur frá vindtúrbínum þó svo að þær taki yfir gríðarlegt landflæmi og séu hávaða- og sjónmengandi. Umsvifamiklar framkvæmdir þarf við uppsetningu á hverri túrbínu. Mörg hundruð tonn af steypu og stáli í undirstöðurnar þarf að koma fyrir nokkra metra ofan í jörðu, grafa þarf fyrir öllum rafmagnsköplum langar leiðir í skurð svo ekki sé minnst á þungaflutninga stórvinnuvéla með tilheyrandi vegagerð. Þetta þýðir að ekkert verður eftir af náttúrulegu landslagi eða dýralífi eins og áður var. Það gleymist oft að tala um beitarland, veiðiland og berjaland sem landsmenn og ekki síst bændur nýta sér. Við erum með vistvænt lambakjöt í dag. Ef vindtúrbínuverum er komið fyrir í nánd við beitarlönd megum við búast við að ekki verði hægt að selja íslenskt lambakjöt sem vistvænt lengur. Hvað gera bændur þá? Hver greiðir skaðann á menguðu beitilandi? Það er þegar búið að beisla vatnsaflið svo frekar ætti að leggja áherslu á að uppfæra vatnsaflsvirkjanir. Vísindamenn við tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU) og Aker Solution Hydropower benda á að það er auðvelt að auka nýtingu eldri vatnsaflsvirkjana þar í landi um 10-15 TWh pr. virkjun án stórvægilegra breytinga á náttúru. Við í Lýðræðisflokknum viljum fyrst og fremst uppfæra virkjanir sem þegar eru í notkun í dag og horfa til orkugjafa eins og jarðvarma og sjávarfalla. Varðveitum landið okkar gegn skemmdarverkum. Höfundur skipar 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Lesefni fyrir áhugasama: Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) Sirdal kommune sier nei til 100 nye vindturbiner (47) Vindkraft - Sparer vi CO2 - YouTube Gift i drikkevannet som kommer fra vindturbiner - avisa-st.no (4) Video | Facebook
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar