Haft er eftir embættismanninum að búist sé við því að vopnahléið verði samþykkt af Öryggisráði Ísraels á morgun, þriðjudag.
Í drögum skilmálanna felst sextíu daga aðlögunartímabil sem mun snúast um að Ísraelsher færi sig úr suðurhluta Líbanon, en jafnframt verði tilfærslur á herjum og vopnum Hezbollah og Líbanons.
Bandaríkin myndu sinna eftirlitshlutverki í þessu aðlögunartímabili.
Degi eftir árás Hamas í Ísrael þann 7. október í fyrra skutu Hezbollah-liðar eldflaugum að Ísrael. Það var síðan 1. október á þessu ári sem Ísraelsmenn réðust inn í Líbanon.
Talið er að rúmlega 3500 Líbanir hafi látist í átökum ríkjanna síðasta rúma ár, og 15000 slasast. Á móti kemur er talið að um 140 ísraelskir hermenn og borgarar hafi látið lífið.