Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 25. nóvember 2024 15:21 Í kosningabaráttu er ákveðnum hópum tíðrætt um að allt sé ómögulegt á Íslandi. Ég er mjög bjartsýn að eðlisfari og langar til þess að láta gott af mér leiða í þágu allra landsmanna. Síðustu daga hef ég velt mikið fyrir mér hvort glasið sé hálftómt líkt og haldið er fram hvort það sé hálffult og rúmlega það, heilt á litið. Þrátt fyrir miklar málamiðlanir síðustu tvö kjörtímabil og fordæmalausar áskoranir hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið fjölmörgum góðum málum í gegn á kjörtímabilinu. Á árunum 2013-2023 hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta 63 sinnum. Tekjuskattur hefur verið lækkaður mest á milltekju- og lágtekjufólk, sem er mjög jákvætt. Skattleysismörk erfðafjárskatts hafa verið hækkuð og hækka nú árlega m.v. vísitölu neysluverðs. Skattfrjáls ráðstöfun séreignasparnaðar inn á húsnæðislán hefur nýst gríðarlega vel og mikilvægt er að þetta úrræði verði framlengt líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir í þinglegri meðferð málsins. Verðbólga er að hjaðna og vextir eru loksins að lækka. Þar má þakka uppleggi Sjálfstæðisflokksins um ábyrgð og aðhald við stjórn efnahagsmála, sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Landamærin hafa verið styrkt markvisst og reglur um alþjóðlega vernd aðlagaðar að norrænum reglum. Lögreglan hefur fengið auknar heimildir til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi sem hefur gert var við sig í auknum mæli hér á landi. Kyrrstaðan var rofin í orkumálum eftir níu ár af óvissu með rammaáætlun ókláraða. Einnig voru stofnanir sameinaðar og þar af leiðandi kerfið í kringum orkuöflun stytt. Á næstkomandi kjörtímabili verður að ráðast í frekari græna orkuöflun til þess að byggja undir verðmætasköpun í landinu. Ísland er fremst meðal þjóða hvað nýsköpun varðar. Nýsköpunarfyrirtæki geta nýtt sér skattafrádrátt þegar um er að ræða rannsóknir og þróun á sínum verkefnum. Hugverkaiðnaður hefur stimplað sig inn sem ein af helstu atvinnugreinum þessa lands og útflutningstekjur hafa nær tvöfaldast frá árinu 2018 í þessum geira. Nýsköpun hefur skapað gríðarmörg störf hérlendis og ungt fólk keppist um að koma sinni hugmynd af stað. Stúdentar þessa lands hafa frelsi til þess að velja háskóla hérlendis sökum þess að ráðherra háskólamála hefur fellt niður skólagjöld. Einnig var ráðist í að breyta fjármögnunarlíkani háskólanna. Þetta eru nokkur af þeim málum sem Sjálfstæðismenn hafa komið í gegn og við viljum halda þessari vegferð áfram, efla verðmætasköpun, lækka skatta og huga að velferðinni. Mikilvægt er að kjósa einstaklinga sem horfa á glasið hálffullt en ekki hálftómt. Kjósum bjartsýni og trú á einstaklinginn þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ingveldur Anna Sigurðardóttir Suðurkjördæmi Skattar og tollar Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttu er ákveðnum hópum tíðrætt um að allt sé ómögulegt á Íslandi. Ég er mjög bjartsýn að eðlisfari og langar til þess að láta gott af mér leiða í þágu allra landsmanna. Síðustu daga hef ég velt mikið fyrir mér hvort glasið sé hálftómt líkt og haldið er fram hvort það sé hálffult og rúmlega það, heilt á litið. Þrátt fyrir miklar málamiðlanir síðustu tvö kjörtímabil og fordæmalausar áskoranir hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið fjölmörgum góðum málum í gegn á kjörtímabilinu. Á árunum 2013-2023 hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta 63 sinnum. Tekjuskattur hefur verið lækkaður mest á milltekju- og lágtekjufólk, sem er mjög jákvætt. Skattleysismörk erfðafjárskatts hafa verið hækkuð og hækka nú árlega m.v. vísitölu neysluverðs. Skattfrjáls ráðstöfun séreignasparnaðar inn á húsnæðislán hefur nýst gríðarlega vel og mikilvægt er að þetta úrræði verði framlengt líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir í þinglegri meðferð málsins. Verðbólga er að hjaðna og vextir eru loksins að lækka. Þar má þakka uppleggi Sjálfstæðisflokksins um ábyrgð og aðhald við stjórn efnahagsmála, sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Landamærin hafa verið styrkt markvisst og reglur um alþjóðlega vernd aðlagaðar að norrænum reglum. Lögreglan hefur fengið auknar heimildir til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi sem hefur gert var við sig í auknum mæli hér á landi. Kyrrstaðan var rofin í orkumálum eftir níu ár af óvissu með rammaáætlun ókláraða. Einnig voru stofnanir sameinaðar og þar af leiðandi kerfið í kringum orkuöflun stytt. Á næstkomandi kjörtímabili verður að ráðast í frekari græna orkuöflun til þess að byggja undir verðmætasköpun í landinu. Ísland er fremst meðal þjóða hvað nýsköpun varðar. Nýsköpunarfyrirtæki geta nýtt sér skattafrádrátt þegar um er að ræða rannsóknir og þróun á sínum verkefnum. Hugverkaiðnaður hefur stimplað sig inn sem ein af helstu atvinnugreinum þessa lands og útflutningstekjur hafa nær tvöfaldast frá árinu 2018 í þessum geira. Nýsköpun hefur skapað gríðarmörg störf hérlendis og ungt fólk keppist um að koma sinni hugmynd af stað. Stúdentar þessa lands hafa frelsi til þess að velja háskóla hérlendis sökum þess að ráðherra háskólamála hefur fellt niður skólagjöld. Einnig var ráðist í að breyta fjármögnunarlíkani háskólanna. Þetta eru nokkur af þeim málum sem Sjálfstæðismenn hafa komið í gegn og við viljum halda þessari vegferð áfram, efla verðmætasköpun, lækka skatta og huga að velferðinni. Mikilvægt er að kjósa einstaklinga sem horfa á glasið hálffullt en ekki hálftómt. Kjósum bjartsýni og trú á einstaklinginn þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun