Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2024 23:31 Gæti annar hvor þeirra verið næsti þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu? Vísir/Kortrijk Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. Hann gæti fengið ósk sína uppfyllta en nöfn þeirra Freys Alexanderssonar og Arnars Gunnlaugssonar eru þau tvö sem standa hvað mest upp úr. Þorvaldur ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að KSÍ tilkynnti að Norðmaðurinn yrði ekki áfram með liðið. Þar ræddi Þorvaldur hvað lægi að baki ákvörðunar Åge, hvaða ferli færi nú í gang og hans skoðun á hvaðan næsti landsliðsþjálfari ætti að koma. „En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Ef horft er til Íslendinga sem koma til greina þá standa Freyr og Arnar upp úr. Freyr, sem var á sínum tíma A-landsliðsþjálfari kvenna og síðar meir aðstoðarþjálfari Erik Hamrén með A-landslið karla, var í myndinni þegar Arnar Þór Viðarsson var ráðinn árið 2020. „Á einhverjum tímapunkti verð ég landsliðsþjálfari Íslands … Ég hef sagt þeim áður að ég muni snúa aftur einhvern tímann, og ég hlakka til þess dags, en sá dagur er ekki núna,“ sagði Freyr í viðtali við danska miðilinn Bold á sínum tíma. Freyr er í dag þjálfari Kortrijk sem spilar í efstu deild Belgíu. Þar áður var hann þjálfari Lyngby í Danmörku. Kom hann liðinu upp úr B-deildinni og hélt liðinu svo uppi í efstu deild á eftirminnilegan hátt. Gerði hann slíkt hið sama á fyrsta ári í Belgíu þar sem Kortrijk var með annan fótinn í B-deildinni þegar Freyr tók til starfa. Hvað Arnar varðar þá hefur hann aðeins þjálfað Víking sem aðalþjálfari hér á landi. Hann hefur hins vegar náð eftirtektarverðum árangri og gert Víking að einu besta liði Íslandssögunnar. Ásamt því að verða Íslandsmeistari tvívegis og bikarmeistari fjórum sinnum þá stýrði Arnar lærisveinum sínum í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar hafa Víkingar unnið tvo af þremur leikjum til þessa og eiga ágætis möguleika á að komast í útsláttarkeppnina. Þó Arnar hafi aðeins þjálfað hér á landi þá býr hann yfir mikilli reynslu sem leikmaður. Ásamt því að spila 32 A-landsleiki þá spilaði hann í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og Skotlandi. Arnar hefur áður talað um að þjálfarar þurfi að vinna sér inn að stýra íslenska A-landsliðinu og það sé ákveðin viðurkenning fyrir íslenska þjálfara að vera boðið starfið. Arnar ávallt líflegur.Vísir/Diego Hvað aðra íslenska þjálfara varðar þá var Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í dag, einnig orðaður við starfið árið 2020. Davíð Snorri Jónasson er annað nafn en hann er í dag aðstoðarþjálfari liðsins og var áður þjálfari U-21 árs landsliðsins. Svo er Heimir Hallgrímsson að sjálfsögðu nefndur til sögunnar, hann er í dag þjálfari írska landsliðsins. Hvað erlenda þjálfara varðar þá hafa reynslumiklir þjálfarar frá Norðurlöndum náð ágætis árangri með A-landsliðið á undanförnum árum. Hinn sænski Janne Andersson, 62 ára, er án starfs eftir að þjálfa A-landslið Svíþjóðar frá 2016-23. Sömu sögu er að segja af Kasper Hjulmand, 52 ára, en hann þjálfaði A-landslið Danmerkur frá 2020-24. Hjulmand fór með Dani á EM og HM.Stuart Franklin/Getty Images Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Hann gæti fengið ósk sína uppfyllta en nöfn þeirra Freys Alexanderssonar og Arnars Gunnlaugssonar eru þau tvö sem standa hvað mest upp úr. Þorvaldur ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að KSÍ tilkynnti að Norðmaðurinn yrði ekki áfram með liðið. Þar ræddi Þorvaldur hvað lægi að baki ákvörðunar Åge, hvaða ferli færi nú í gang og hans skoðun á hvaðan næsti landsliðsþjálfari ætti að koma. „En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Ef horft er til Íslendinga sem koma til greina þá standa Freyr og Arnar upp úr. Freyr, sem var á sínum tíma A-landsliðsþjálfari kvenna og síðar meir aðstoðarþjálfari Erik Hamrén með A-landslið karla, var í myndinni þegar Arnar Þór Viðarsson var ráðinn árið 2020. „Á einhverjum tímapunkti verð ég landsliðsþjálfari Íslands … Ég hef sagt þeim áður að ég muni snúa aftur einhvern tímann, og ég hlakka til þess dags, en sá dagur er ekki núna,“ sagði Freyr í viðtali við danska miðilinn Bold á sínum tíma. Freyr er í dag þjálfari Kortrijk sem spilar í efstu deild Belgíu. Þar áður var hann þjálfari Lyngby í Danmörku. Kom hann liðinu upp úr B-deildinni og hélt liðinu svo uppi í efstu deild á eftirminnilegan hátt. Gerði hann slíkt hið sama á fyrsta ári í Belgíu þar sem Kortrijk var með annan fótinn í B-deildinni þegar Freyr tók til starfa. Hvað Arnar varðar þá hefur hann aðeins þjálfað Víking sem aðalþjálfari hér á landi. Hann hefur hins vegar náð eftirtektarverðum árangri og gert Víking að einu besta liði Íslandssögunnar. Ásamt því að verða Íslandsmeistari tvívegis og bikarmeistari fjórum sinnum þá stýrði Arnar lærisveinum sínum í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar hafa Víkingar unnið tvo af þremur leikjum til þessa og eiga ágætis möguleika á að komast í útsláttarkeppnina. Þó Arnar hafi aðeins þjálfað hér á landi þá býr hann yfir mikilli reynslu sem leikmaður. Ásamt því að spila 32 A-landsleiki þá spilaði hann í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og Skotlandi. Arnar hefur áður talað um að þjálfarar þurfi að vinna sér inn að stýra íslenska A-landsliðinu og það sé ákveðin viðurkenning fyrir íslenska þjálfara að vera boðið starfið. Arnar ávallt líflegur.Vísir/Diego Hvað aðra íslenska þjálfara varðar þá var Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í dag, einnig orðaður við starfið árið 2020. Davíð Snorri Jónasson er annað nafn en hann er í dag aðstoðarþjálfari liðsins og var áður þjálfari U-21 árs landsliðsins. Svo er Heimir Hallgrímsson að sjálfsögðu nefndur til sögunnar, hann er í dag þjálfari írska landsliðsins. Hvað erlenda þjálfara varðar þá hafa reynslumiklir þjálfarar frá Norðurlöndum náð ágætis árangri með A-landsliðið á undanförnum árum. Hinn sænski Janne Andersson, 62 ára, er án starfs eftir að þjálfa A-landslið Svíþjóðar frá 2016-23. Sömu sögu er að segja af Kasper Hjulmand, 52 ára, en hann þjálfaði A-landslið Danmerkur frá 2020-24. Hjulmand fór með Dani á EM og HM.Stuart Franklin/Getty Images
Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira