Hjónin endurgerðu goðsagnarkennt atriði úr Disney-myndinni Konungur ljónanna frá árinu 1994 þegar þau tilkynntu nafnið á samfélagsmiðlum í gær.
„Ekki dæma foreldra mína fyrir að vera óendanlega sniðugir og fyndnir,“ skrifaði Katrín við myndbandið. Þar má sjá hjónin klædd í gervi Múfasa og apans Rafíki þegar þau lyfta barninu líkt og þegar þau væru ofan Ljósuklettum.
Aron Atli er annað barn hjónanna og kom hann í heiminn 14. nóvember síðastliðinn. Fyrir eiga þau eina dóttur, Elísu Eyþóru sem verður tveggja ára þann 17. desember.