Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar 26. nóvember 2024 12:32 Ég er í framboði fyrir loftslagið, náttúruna, ungt fólk og framtíðarkynslóðir. Þetta eru almannahagsmunir sem fá ekki pláss í umræðunni, sem fjölmiðlar spyrja ekki út í, og hafa því ekki verið á dagskrá í þessari kosningabaráttu. Samt eru loftslagsváin og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni einar stærstu áskoranir samtímans, hvort sem litið er til umhverfismála, efnahagsmála eða félagslegs og pólitísks stöðugleika á næstu áratugum. Það eru stjórnvöld dagsins í dag sem ráða úrslitum um hvort við náum mikilvægum alþjóðlegum markmiðum okkar í umhverfis- og loftslagsmálum eða ekki. Á þetta benti Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna nýverið. Og eftir fjóra daga fáum við Íslendingar að kjósa okkur stjórnvöld til næstu fjögurra ára. Ábyrgð næstu ríkisstjórnar og næsta þings í umhverfismálum er gríðarlega mikil. Ég tek nú þátt í flokkspólitískum stjórnmálum í fyrsta skipti og ég ákvað að gera það á þessum tímapunkti af því að það sárvantar árangur í umhverfismálum og það sárvantar að rödd ungs fólks heyrist og hafi raunverulegt vægi við ákvarðanatöku. Ég tek þetta stökk núna, eftir að hafa verið í forystuhlutverki í náttúruverndarhreyfingunni undanfarin ár, af því að ég hef fengið að finna það í minni vinnu með Ungum umhverfissinnum að það skiptir öllu máli að hafa fólk inni á þingi sem leitar til frjálsra félagasamtaka að fyrra bragði, fólk sem hlustar á sérfræðinga í málaflokknum og sem talar rödd náttúrunnar og framtíðarkynslóða hátt og skýrt í þingsal. Umhverfisstefna VG fékk frábæra einkunn frá Ungum umhverfissinnum í Sólinni eða 88,3 stig af 100. Ég er mjög stoltur að tilheyra hreyfingu sem hefur mikinn metnað í umhverfis- og loftslagsmálum, og ég mun halda þessari stefnu vel á lofti. En af hverju er ég í framboði fyrir náttúruna og loftslagið? Af hverju skipta umhverfismál máli? Umhverfismál skipta máli af því að róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál. Þetta fléttast allt saman og árangur í þessum málaflokkum er til lengri tíma háður árangri okkar í umhverfismálum. Ég valdi að ganga til liðs við Vinstri græn því hreyfingin er eini flokkurinn í framboði sem er með sterka samofna vinstri og græna stefnu. Ég ætla áfram að vera aktívisti þó ég hafi skipt um vettvang. Ég ætla áfram að tilheyra náttúruverndarhreyfingunni sem mér þykir svo vænt um. Og ég ætla áfram að berjast fyrir vernd íslenskrar náttúru og alvöru fjármögnuðum loftslagsaðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tryggja lífvænlega framtíð fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Ég er í framboði fyrir loftslagið, náttúruna, ungt fólk og framtíðarkynslóðir. Þetta eru almannahagsmunir sem fá ekki pláss í umræðunni, sem fjölmiðlar spyrja ekki út í, og hafa því ekki verið á dagskrá í þessari kosningabaráttu. Samt eru loftslagsváin og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni einar stærstu áskoranir samtímans, hvort sem litið er til umhverfismála, efnahagsmála eða félagslegs og pólitísks stöðugleika á næstu áratugum. Það eru stjórnvöld dagsins í dag sem ráða úrslitum um hvort við náum mikilvægum alþjóðlegum markmiðum okkar í umhverfis- og loftslagsmálum eða ekki. Á þetta benti Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna nýverið. Og eftir fjóra daga fáum við Íslendingar að kjósa okkur stjórnvöld til næstu fjögurra ára. Ábyrgð næstu ríkisstjórnar og næsta þings í umhverfismálum er gríðarlega mikil. Ég tek nú þátt í flokkspólitískum stjórnmálum í fyrsta skipti og ég ákvað að gera það á þessum tímapunkti af því að það sárvantar árangur í umhverfismálum og það sárvantar að rödd ungs fólks heyrist og hafi raunverulegt vægi við ákvarðanatöku. Ég tek þetta stökk núna, eftir að hafa verið í forystuhlutverki í náttúruverndarhreyfingunni undanfarin ár, af því að ég hef fengið að finna það í minni vinnu með Ungum umhverfissinnum að það skiptir öllu máli að hafa fólk inni á þingi sem leitar til frjálsra félagasamtaka að fyrra bragði, fólk sem hlustar á sérfræðinga í málaflokknum og sem talar rödd náttúrunnar og framtíðarkynslóða hátt og skýrt í þingsal. Umhverfisstefna VG fékk frábæra einkunn frá Ungum umhverfissinnum í Sólinni eða 88,3 stig af 100. Ég er mjög stoltur að tilheyra hreyfingu sem hefur mikinn metnað í umhverfis- og loftslagsmálum, og ég mun halda þessari stefnu vel á lofti. En af hverju er ég í framboði fyrir náttúruna og loftslagið? Af hverju skipta umhverfismál máli? Umhverfismál skipta máli af því að róttækar og skjótar loftslagsaðgerðir og alvöru náttúruvernd eru líka heilbrigðismál, jafnréttismál, byggðamál, dýravelferðarmál, mannréttindamál, samgöngumál og efnahags- og velferðarmál. Þetta fléttast allt saman og árangur í þessum málaflokkum er til lengri tíma háður árangri okkar í umhverfismálum. Ég valdi að ganga til liðs við Vinstri græn því hreyfingin er eini flokkurinn í framboði sem er með sterka samofna vinstri og græna stefnu. Ég ætla áfram að vera aktívisti þó ég hafi skipt um vettvang. Ég ætla áfram að tilheyra náttúruverndarhreyfingunni sem mér þykir svo vænt um. Og ég ætla áfram að berjast fyrir vernd íslenskrar náttúru og alvöru fjármögnuðum loftslagsaðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tryggja lífvænlega framtíð fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar