Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. nóvember 2024 14:20 Körfuboltasérfræðingurinn Hermann Hauksson vaknaði með harðsperrur í morgun eftir áhorf gærkvöldsins. Vísir Fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hauksson, sérfræðingur í Bónus Körfuboltakvöldi, lofar landsliðsmenn karla í hástert eftir frækinn sigur á Ítalíu ytra í gærkvöld. Sigurinn er ekki aðeins merkilegur, heldur einnig þýðingarmikill. Hermann fylgdist með límdur við skjáinn, líkt og margur annar, þegar íslenska liðið mætti því ítalska í gær. Ísland hóf leikinn af gríðarmiklum krafti og náði snemma fínni forystu. Sterkt lið Ítala átti sínar rispur og vann sig inn í leikinn en alltaf áttu strákarnir okkar svar við þeirra áhlaupum. Aðspurður um hvernig honum hafi liðið við áhorfið segir Hermann: „Mér leið alveg stórkostlega. Frá fyrstu mínútu fannst mér þeir koma ótrúlega einbeittir til leiks og þegar kom undir lokin var maður nú eiginlega hálf standandi síðustu fimm mínúturnar í þessum leik. Ég er eiginlega með harðsperrur í dag. En þetta var bara stórkostlegt. Allt við þennan leik var hrikalega vel framkvæmt.“ Með því stærsta sem Ísland hefur afrekað á körfuboltavelli Ítalía mætti, í það minnsta á pappír, með sterkara lið til leiks í gær en í stórsigri þeirra á Íslandi á föstudagskvöldið var. Þeirra stærstu stjörnur, sem leika í EuroLeague, mættu til leiks í gær eftir að hafa verið fjarverandi þegar liðin mættust í höllinni. Hermann segir þennan útisigur á fjórtánda besta liði heims, samkvæmt heimslista FIBA, vera ofarlega yfir þá bestu í sögunni. „Ég held að þetta sé nú bara með því stærsta sem við höfum afrekað á körfuboltavelli sem landslið. Þetta er stórþjóð sem við erum að vinna þarna á útivelli. Við höfum unnið þá hérna heima áður en að vinna þá á útivelli, þar sem þeir tapa ekki mörgum leikjum og stemningin og annað slíkt sem myndast þarna á Ítalíu er mikil. Að sigla þessu í land eftir frekar slæman leik hérna heima um daginn sýnir þvílíkan styrk. Það voru ekki margir sem bjuggust við þessu,“ segir Hermann. Lið sem á skilið að vera á EM Sigurinn er ekki aðeins stór í sögulegu samhengi heldur einnig afskaplega mikilvægur fyrir íslenska liðið í sókninni eftir sæti á Evrópumótinu, EuroBasket. Ísland hefur ekki komist á EM síðan 2017. Ísland er í þriðja sæti riðilsins með sex stig, tveimur á undan Ungverjum sem eru á botninum með fjögur. Tvö stig fást fyrir sigur en eitt fyrir tap. Tyrkir og Ítalir eru þar fyrir ofan með sjö stig og eru bæði örugg á mótið. Þrjú efstu liðin fara á EM og ljóst að Íslandi dugar sigur gegn annað hvort Ungverjum ytra eða Tyrkjum heima í lokaleikjum riðilsins í febrúar til að komast á EM. „Nú erum við bara með þetta í okkar höndum. Það er þannig sem ég veit að þessir strákar vilja hafa þetta. Leikurinn í Ungverjalandi í febrúar og hérna heima á móti Tyrkjum, þetta eru leikir sem að við eigum að geta unnið. Vonandi verða allir klárir í bátana og allir heilir á réttum tímapunkti. Ég veit að það er gríðarleg stemning innan hópsins og þetta er lið sem við þurfum að sjá á EuroBasket, þetta er bara það gott lið,“ segir Hermann, sem er faðir atvinnumannsins Martins Hermannssonar sem missti af Ítalíuleikjunum vegna meiðsla. Martin er kominn á fullt á æfingum með liði sínu Alba Berlín í Þýskalandi og vonast til að hann geti tekið þátt í leikjunum í febrúar. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Hermann fylgdist með límdur við skjáinn, líkt og margur annar, þegar íslenska liðið mætti því ítalska í gær. Ísland hóf leikinn af gríðarmiklum krafti og náði snemma fínni forystu. Sterkt lið Ítala átti sínar rispur og vann sig inn í leikinn en alltaf áttu strákarnir okkar svar við þeirra áhlaupum. Aðspurður um hvernig honum hafi liðið við áhorfið segir Hermann: „Mér leið alveg stórkostlega. Frá fyrstu mínútu fannst mér þeir koma ótrúlega einbeittir til leiks og þegar kom undir lokin var maður nú eiginlega hálf standandi síðustu fimm mínúturnar í þessum leik. Ég er eiginlega með harðsperrur í dag. En þetta var bara stórkostlegt. Allt við þennan leik var hrikalega vel framkvæmt.“ Með því stærsta sem Ísland hefur afrekað á körfuboltavelli Ítalía mætti, í það minnsta á pappír, með sterkara lið til leiks í gær en í stórsigri þeirra á Íslandi á föstudagskvöldið var. Þeirra stærstu stjörnur, sem leika í EuroLeague, mættu til leiks í gær eftir að hafa verið fjarverandi þegar liðin mættust í höllinni. Hermann segir þennan útisigur á fjórtánda besta liði heims, samkvæmt heimslista FIBA, vera ofarlega yfir þá bestu í sögunni. „Ég held að þetta sé nú bara með því stærsta sem við höfum afrekað á körfuboltavelli sem landslið. Þetta er stórþjóð sem við erum að vinna þarna á útivelli. Við höfum unnið þá hérna heima áður en að vinna þá á útivelli, þar sem þeir tapa ekki mörgum leikjum og stemningin og annað slíkt sem myndast þarna á Ítalíu er mikil. Að sigla þessu í land eftir frekar slæman leik hérna heima um daginn sýnir þvílíkan styrk. Það voru ekki margir sem bjuggust við þessu,“ segir Hermann. Lið sem á skilið að vera á EM Sigurinn er ekki aðeins stór í sögulegu samhengi heldur einnig afskaplega mikilvægur fyrir íslenska liðið í sókninni eftir sæti á Evrópumótinu, EuroBasket. Ísland hefur ekki komist á EM síðan 2017. Ísland er í þriðja sæti riðilsins með sex stig, tveimur á undan Ungverjum sem eru á botninum með fjögur. Tvö stig fást fyrir sigur en eitt fyrir tap. Tyrkir og Ítalir eru þar fyrir ofan með sjö stig og eru bæði örugg á mótið. Þrjú efstu liðin fara á EM og ljóst að Íslandi dugar sigur gegn annað hvort Ungverjum ytra eða Tyrkjum heima í lokaleikjum riðilsins í febrúar til að komast á EM. „Nú erum við bara með þetta í okkar höndum. Það er þannig sem ég veit að þessir strákar vilja hafa þetta. Leikurinn í Ungverjalandi í febrúar og hérna heima á móti Tyrkjum, þetta eru leikir sem að við eigum að geta unnið. Vonandi verða allir klárir í bátana og allir heilir á réttum tímapunkti. Ég veit að það er gríðarleg stemning innan hópsins og þetta er lið sem við þurfum að sjá á EuroBasket, þetta er bara það gott lið,“ segir Hermann, sem er faðir atvinnumannsins Martins Hermannssonar sem missti af Ítalíuleikjunum vegna meiðsla. Martin er kominn á fullt á æfingum með liði sínu Alba Berlín í Þýskalandi og vonast til að hann geti tekið þátt í leikjunum í febrúar.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira