Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar 27. nóvember 2024 13:43 Kæru samborgarar. Ég er ekki í framboði. Þessa grein má lesa sem eins konar skilaboð til ykkar sem hryllir yfir því sem er að gerast í Palestínu og finnið til samkenndar með fólkinu sem bókstaflega berst fyrir lífi sínu á hverjum degi. Ég er nokkuð viss um að einnig megi nota orðin vanmáttur og reiði yfir tilfinningarnar sem bullsjóða vegna þess sem hefur staðið yfir í alltof langan tíma. Staðan er núna sú að sama og engin hjálpargögn berast inn á Gaza. Hernámið hefur í yfir tíu mánuði séð til þess að hjálparstofnanir komist ekki inn á svæðið, og það sem þó kemst inn er stolið eða sprengt upp, eins og má lesa um í þessum greinum frá Le Monde og CBSNews. Þar kemur einnig fram að hernámsliðið standi hjá og leyfi ræningjunum að fara sínu fram. Samkvæmt fólki á svæðinu eru það þessi hjálpargögn sem eru seld á uppsprengdu verði, til dæmis hveitipoki á 40 þúsund krónur. Mig langar til þess að benda ykkur á hóp á Facebook sem heitir Safnanir og styrkir fyrir fólk frá Palestínu. Hann var stofnaður til að hjálpa fjölskyldum sem hafa misst allt í átökunum og lifa við skelfilegar aðstæður, þar sem hungur og skortur á grunnþörfum ógna lífi þeirra. Í hópnum má finna tengla á söfnunarreikninga sem veita þessum fjölskyldum lífsnauðsynlegan stuðning. Reikningarnir eru líflína fjölskyldna sem búa nú við þá staðreynd að það er kerfisbundið verið að svelta þau í hel. Þessar fjölskyldur eru svo heppnar að eiga hauk í horni í öðru landi þar sem hægt er að opna söfnunarreikning, sem enn er hægt að taka út af. Þar komum við inn í málið. Það er ósköp einfalt að leggja inn á síðurnar. Það eina sem þarf er netsamband og bankareikningur. Að taka þátt er einfalt: með netsambandi og bankareikningi getur hver sem er lagt inn og hjálpað. Markmið hópsins er að nýta tengsl og netið til að koma neyðaraðstoð beint til þeirra sem þurfa mest á henni að halda. Nú biðla ég til ykkar um að leggja á vogarskálarnar. Hryllingurinn heldur áfram og mun líklega gera það í einhvern tíma. En við getum auðveldað líf þessara fjölskyldna, barnanna sem búa við stöðugt sprengjuregn, við hungurmörk. Þess vegna bið ég ykkur um að fara inn á hópinn, líka við hann og finna nokkrar safnanir, eða bara það sem þið ráðið við, og styrkja sem um nemur nokkrum jólagjöfum. Höfundur er þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Kæru samborgarar. Ég er ekki í framboði. Þessa grein má lesa sem eins konar skilaboð til ykkar sem hryllir yfir því sem er að gerast í Palestínu og finnið til samkenndar með fólkinu sem bókstaflega berst fyrir lífi sínu á hverjum degi. Ég er nokkuð viss um að einnig megi nota orðin vanmáttur og reiði yfir tilfinningarnar sem bullsjóða vegna þess sem hefur staðið yfir í alltof langan tíma. Staðan er núna sú að sama og engin hjálpargögn berast inn á Gaza. Hernámið hefur í yfir tíu mánuði séð til þess að hjálparstofnanir komist ekki inn á svæðið, og það sem þó kemst inn er stolið eða sprengt upp, eins og má lesa um í þessum greinum frá Le Monde og CBSNews. Þar kemur einnig fram að hernámsliðið standi hjá og leyfi ræningjunum að fara sínu fram. Samkvæmt fólki á svæðinu eru það þessi hjálpargögn sem eru seld á uppsprengdu verði, til dæmis hveitipoki á 40 þúsund krónur. Mig langar til þess að benda ykkur á hóp á Facebook sem heitir Safnanir og styrkir fyrir fólk frá Palestínu. Hann var stofnaður til að hjálpa fjölskyldum sem hafa misst allt í átökunum og lifa við skelfilegar aðstæður, þar sem hungur og skortur á grunnþörfum ógna lífi þeirra. Í hópnum má finna tengla á söfnunarreikninga sem veita þessum fjölskyldum lífsnauðsynlegan stuðning. Reikningarnir eru líflína fjölskyldna sem búa nú við þá staðreynd að það er kerfisbundið verið að svelta þau í hel. Þessar fjölskyldur eru svo heppnar að eiga hauk í horni í öðru landi þar sem hægt er að opna söfnunarreikning, sem enn er hægt að taka út af. Þar komum við inn í málið. Það er ósköp einfalt að leggja inn á síðurnar. Það eina sem þarf er netsamband og bankareikningur. Að taka þátt er einfalt: með netsambandi og bankareikningi getur hver sem er lagt inn og hjálpað. Markmið hópsins er að nýta tengsl og netið til að koma neyðaraðstoð beint til þeirra sem þurfa mest á henni að halda. Nú biðla ég til ykkar um að leggja á vogarskálarnar. Hryllingurinn heldur áfram og mun líklega gera það í einhvern tíma. En við getum auðveldað líf þessara fjölskyldna, barnanna sem búa við stöðugt sprengjuregn, við hungurmörk. Þess vegna bið ég ykkur um að fara inn á hópinn, líka við hann og finna nokkrar safnanir, eða bara það sem þið ráðið við, og styrkja sem um nemur nokkrum jólagjöfum. Höfundur er þýðandi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar