Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar 27. nóvember 2024 16:22 Öll vitum við að árangursríkasta leiðin til að styðja þjóðarmorð er ekki að segja beint út „ég styð þjóðarmorð“. Það sama á við um þá sem ætla að fremja þjóðarmorð. Þeir segja ekki „ég ætla að fremja þjóðarmorð“, þeir segja „við verðum að drepa alla þá sem ógna okkur og því miður munum við í leiðinni drepa öll börnin þeirra, frændur, frænkur, foreldra, afa og ömmur, en það er í raun þeim sem ógna okkur að kenna.“ Reyndar er það nú svo ótrúlegt að foringjar Ísraels hafa eiginlega sagt beint út að þeir ætli að fremja þjóðarmorð. Þeir klæða það í örlítinn felubúning með því til dæmis að vitna til Biblíutexta og lýsa yfir að þeir eigi í stríði við skepnur en ekki fólk. Seinna geta þeir svo neitað því að hafa í alvöru meint það sem þeir sögðu. „Ég var bara svo reiður“ segja þeir. Hvað getum við gert? En hvað getum við gert, hér á Íslandi, til að leggja morðingjunum lið við að útrýma þjóð af landi? Ekki getum við sent hermenn eða vopn á svæðið. Við verðum að sætta okkur við að veita móralskan og diplómatískan stuðning. Við getum gert það með því að afneita morðunum og með því að réttlæta þau. Við getum sagt „en hvað með Hamas?“ Við getum svarað eins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins og þáverandi utanríkisráðherra, „sagðirðu árás?“ Við getum sagt að við höfum heyrt að andstæðingurinn haldi til inni á spítölum, skólum og neyðarskýlum. Við getum endurtekið og endurómað málflutning morðingjanna. Hér getum við tekið okkur forystufólk Sjálfstæðisflokksins til fyrirmyndar. Við getum gefið í skyn að það sé eitthvað til í áróðri Ísraels en vörum okkur á að fullyrða það beint út. Förum að fordæmi utanríkisráðherra Þórdís Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands hefur náð góðum tökum á þessari list. Í ræðu sinni, á fundi Sameinuðu þjóðanna 10. maí síðastliðinn, sagði hún til dæmis eftirfarandi: „Fregnir hafa borist um að borgaralegir innviðir og sjúkrahús hafi verið notuð í tilgangi sem getur svipt þau þeirri vernd sem þau njóta samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Í þessari litlu setningu er réttlæting á árásum Ísraels á sjúkrahús vegna þess að þarna er gefið í skyn að Palestínufólk noti þau í hernaðarlegum tilgangi. Það skiptir ekki máli að engar áreiðanlegar fréttir benda til þess að svo sé. Það skiptir heldur ekki máli að þó að einhver dæmi væru fundin um þetta væri það órafjarri því að veita nokkra afsökun fyrir því að tortíma öllu heilbrigðiskerfinu á Gaza. Ísrael hefur gereytt flestum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum og pyntað og drepið fjölda lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hér er rétt að bæta við að við getum alveg laumað svona setningum inn í mál okkar þó að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna sjálfra hafi fordæmt útrýmingarstríð Ísraels á Gaza og sér í lagi hnitmiðaða stefnu ríkisins um að tortíma heilbrigðiskerfinu á Gaza (sjá til dæmis þessa tilkynningu frá 10. október). Að nýta sér efasemdir Við vitum öll, eins og utanríkisráðherrar í Sjálfstæðisflokknum fyrr og nú, að Ísraelsríki er að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þeir hafa, eins og við, aðgang að netinu, starfandi skynfæri og heila. Þegar við beitum fyrir okkur óvissu og almennu orðalagi, eins og þegar við segjumst fordæma „öll brot á alþjóðalögum“ án þess að nefna gerendurna, þá er það ekki vegna þess að við vitum ekki hverjir þeir eru, heldur vegna þess að við viljum sá efasemdum í kringum okkur auk þess að verja okkur í framtíðinni. Við viljum geta sagt, eftir að dómar falla, að við höfum ekki haft allar upplýsingar, við gátum ekki verið viss. Svipuðu bragði er beitt í loftslagsafneitun. Við getum ekki verið alveg viss um að við stefnum í loftslagshamfarir. Við getum lært af þessum afneiturum. Kjósum rétt Að lokum er rétt að nefna að sem einstaklingar getum við ekki gert svo mikið, en við getum þó kosið í kosningum. Við getum kosið helfararafneitara á þing og vonast til að þeir þvælist fyrir alþjóðadómstólum og öðrum stofnunum sem vilja stöðva þjóðarmorðið. Þeir munu halda ræður þar sem helförin er dregin í efa og Palestínufólki sjálfu kennt um sína eigin útrýmingu. Þeir munu grípa hvert tækifæri sem gefst til að draga úr eða hætta stuðningi við hjálparsamtök eins og Palestínuflóttamannahjálpina (UNRWA). Þeir munu gera sitt besta til að útiloka fólk frá því að flýja hingað til lands úr þjóðarmorðinu. Ef við viljum kjósa með þjóðarmorði þá kjósum við þá flokka sem afneita því. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Ingólfur Gíslason Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Öll vitum við að árangursríkasta leiðin til að styðja þjóðarmorð er ekki að segja beint út „ég styð þjóðarmorð“. Það sama á við um þá sem ætla að fremja þjóðarmorð. Þeir segja ekki „ég ætla að fremja þjóðarmorð“, þeir segja „við verðum að drepa alla þá sem ógna okkur og því miður munum við í leiðinni drepa öll börnin þeirra, frændur, frænkur, foreldra, afa og ömmur, en það er í raun þeim sem ógna okkur að kenna.“ Reyndar er það nú svo ótrúlegt að foringjar Ísraels hafa eiginlega sagt beint út að þeir ætli að fremja þjóðarmorð. Þeir klæða það í örlítinn felubúning með því til dæmis að vitna til Biblíutexta og lýsa yfir að þeir eigi í stríði við skepnur en ekki fólk. Seinna geta þeir svo neitað því að hafa í alvöru meint það sem þeir sögðu. „Ég var bara svo reiður“ segja þeir. Hvað getum við gert? En hvað getum við gert, hér á Íslandi, til að leggja morðingjunum lið við að útrýma þjóð af landi? Ekki getum við sent hermenn eða vopn á svæðið. Við verðum að sætta okkur við að veita móralskan og diplómatískan stuðning. Við getum gert það með því að afneita morðunum og með því að réttlæta þau. Við getum sagt „en hvað með Hamas?“ Við getum svarað eins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins og þáverandi utanríkisráðherra, „sagðirðu árás?“ Við getum sagt að við höfum heyrt að andstæðingurinn haldi til inni á spítölum, skólum og neyðarskýlum. Við getum endurtekið og endurómað málflutning morðingjanna. Hér getum við tekið okkur forystufólk Sjálfstæðisflokksins til fyrirmyndar. Við getum gefið í skyn að það sé eitthvað til í áróðri Ísraels en vörum okkur á að fullyrða það beint út. Förum að fordæmi utanríkisráðherra Þórdís Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands hefur náð góðum tökum á þessari list. Í ræðu sinni, á fundi Sameinuðu þjóðanna 10. maí síðastliðinn, sagði hún til dæmis eftirfarandi: „Fregnir hafa borist um að borgaralegir innviðir og sjúkrahús hafi verið notuð í tilgangi sem getur svipt þau þeirri vernd sem þau njóta samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Í þessari litlu setningu er réttlæting á árásum Ísraels á sjúkrahús vegna þess að þarna er gefið í skyn að Palestínufólk noti þau í hernaðarlegum tilgangi. Það skiptir ekki máli að engar áreiðanlegar fréttir benda til þess að svo sé. Það skiptir heldur ekki máli að þó að einhver dæmi væru fundin um þetta væri það órafjarri því að veita nokkra afsökun fyrir því að tortíma öllu heilbrigðiskerfinu á Gaza. Ísrael hefur gereytt flestum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum og pyntað og drepið fjölda lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hér er rétt að bæta við að við getum alveg laumað svona setningum inn í mál okkar þó að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna sjálfra hafi fordæmt útrýmingarstríð Ísraels á Gaza og sér í lagi hnitmiðaða stefnu ríkisins um að tortíma heilbrigðiskerfinu á Gaza (sjá til dæmis þessa tilkynningu frá 10. október). Að nýta sér efasemdir Við vitum öll, eins og utanríkisráðherrar í Sjálfstæðisflokknum fyrr og nú, að Ísraelsríki er að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þeir hafa, eins og við, aðgang að netinu, starfandi skynfæri og heila. Þegar við beitum fyrir okkur óvissu og almennu orðalagi, eins og þegar við segjumst fordæma „öll brot á alþjóðalögum“ án þess að nefna gerendurna, þá er það ekki vegna þess að við vitum ekki hverjir þeir eru, heldur vegna þess að við viljum sá efasemdum í kringum okkur auk þess að verja okkur í framtíðinni. Við viljum geta sagt, eftir að dómar falla, að við höfum ekki haft allar upplýsingar, við gátum ekki verið viss. Svipuðu bragði er beitt í loftslagsafneitun. Við getum ekki verið alveg viss um að við stefnum í loftslagshamfarir. Við getum lært af þessum afneiturum. Kjósum rétt Að lokum er rétt að nefna að sem einstaklingar getum við ekki gert svo mikið, en við getum þó kosið í kosningum. Við getum kosið helfararafneitara á þing og vonast til að þeir þvælist fyrir alþjóðadómstólum og öðrum stofnunum sem vilja stöðva þjóðarmorðið. Þeir munu halda ræður þar sem helförin er dregin í efa og Palestínufólki sjálfu kennt um sína eigin útrýmingu. Þeir munu grípa hvert tækifæri sem gefst til að draga úr eða hætta stuðningi við hjálparsamtök eins og Palestínuflóttamannahjálpina (UNRWA). Þeir munu gera sitt besta til að útiloka fólk frá því að flýja hingað til lands úr þjóðarmorðinu. Ef við viljum kjósa með þjóðarmorði þá kjósum við þá flokka sem afneita því. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun