Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. nóvember 2024 20:00 Yamal hefur skorað sex mörk og lagt upp átta í 16 deildar- og Meistaradeildarleikjum á leiktíðinni. EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Lamine Yamal, leikmaður Barcelona og spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur hlotið nafnbótina Gulldrengur (e. Golden Boy) ársins eftir vasklega frammistöðu sína á liðnu ári. Þá hefur Vicky López, leikmaður Barcelona og spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hlotið nafnbótina Gullstúlka (e. Golden Girl) ársins. Hinn 17 ára gamli Yamal hefur verið frábær á leiktíðinni sem nú stendur yfir. Hann var ljósi punkturinn á annars döpru tímabili Börsunga á síðustu leiktíð og þá var hann í lykilhlutverki þegar Spánn stóð uppi sem Evrópumeistari síðasta sumar. ⭐ 𝐆𝐨𝐥𝐝𝐞𝐧 𝐁𝐨𝐲 𝟐𝟎𝟐𝟒 ⭐ pic.twitter.com/Sf3cQp8W4E— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 27, 2024 Nafnbótina hlýtur sá leikmaður undir 21 árs aldrei sem hefur staðið sig best ár hvert. Verandi aðeins 17 ára og fjögurra mánaða gamall er Yamal yngsti leikmaðurinn til að vinna til þessara eftirsóttu verðlauna. Gavi, samherji Yamal hjá Barcelona, var sá yngsti til að vinna verðlaunin en hann var 18 ára og 77 daga gamall þegar hann vann árið 2022. Segja má að Barcelona hafi unnið tvöfalt í ár þar sem hin 18 ára gamla Vicky López hlaut nafnbótina Gullstúlka ársins. Hún gekk í raðir Börsunga árið 2022 og á að baki fjóra A-landsleiki fyrir Spán. 🏆 𝐆𝐨𝐥𝐝𝐞𝐧 𝐆𝐢𝐫𝐥 & 𝐆𝐨𝐥𝐝𝐞𝐧 𝐖𝐨𝐦𝐚𝐧 𝟐𝟎𝟐𝟒🏆 pic.twitter.com/S2OApDNEaS— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) November 27, 2024 Yamal vann einnig Kopa-bikarinn í síðasta mánuði. Eru það verðlaun sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, veitur besta unga leikmanni álfunnar ár hvert. Alls koma 50 íþróttablaðamenn að kjörinu en verðlaunin voru fyrst veitt árið 2003. Síðan þá hafa leikmenn á borð við Wayne Rooney, Lionel Messi, Kylian Mbappé, Erling Haaland og Jude Bellingham hlotið nafnbótina. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Þá hefur Vicky López, leikmaður Barcelona og spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hlotið nafnbótina Gullstúlka (e. Golden Girl) ársins. Hinn 17 ára gamli Yamal hefur verið frábær á leiktíðinni sem nú stendur yfir. Hann var ljósi punkturinn á annars döpru tímabili Börsunga á síðustu leiktíð og þá var hann í lykilhlutverki þegar Spánn stóð uppi sem Evrópumeistari síðasta sumar. ⭐ 𝐆𝐨𝐥𝐝𝐞𝐧 𝐁𝐨𝐲 𝟐𝟎𝟐𝟒 ⭐ pic.twitter.com/Sf3cQp8W4E— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 27, 2024 Nafnbótina hlýtur sá leikmaður undir 21 árs aldrei sem hefur staðið sig best ár hvert. Verandi aðeins 17 ára og fjögurra mánaða gamall er Yamal yngsti leikmaðurinn til að vinna til þessara eftirsóttu verðlauna. Gavi, samherji Yamal hjá Barcelona, var sá yngsti til að vinna verðlaunin en hann var 18 ára og 77 daga gamall þegar hann vann árið 2022. Segja má að Barcelona hafi unnið tvöfalt í ár þar sem hin 18 ára gamla Vicky López hlaut nafnbótina Gullstúlka ársins. Hún gekk í raðir Börsunga árið 2022 og á að baki fjóra A-landsleiki fyrir Spán. 🏆 𝐆𝐨𝐥𝐝𝐞𝐧 𝐆𝐢𝐫𝐥 & 𝐆𝐨𝐥𝐝𝐞𝐧 𝐖𝐨𝐦𝐚𝐧 𝟐𝟎𝟐𝟒🏆 pic.twitter.com/S2OApDNEaS— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) November 27, 2024 Yamal vann einnig Kopa-bikarinn í síðasta mánuði. Eru það verðlaun sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, veitur besta unga leikmanni álfunnar ár hvert. Alls koma 50 íþróttablaðamenn að kjörinu en verðlaunin voru fyrst veitt árið 2003. Síðan þá hafa leikmenn á borð við Wayne Rooney, Lionel Messi, Kylian Mbappé, Erling Haaland og Jude Bellingham hlotið nafnbótina.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira